Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3920 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Sunna Símonardóttir stundað?

Sunna Símonardóttir er nýdoktor í félagsfræði og stundakennari í félagsfræði og kynjafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að kyn- og frjósemisréttindum kvenna, móðurhlutverkinu og foreldramenningu. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og birt greinar í alþjóðlegum ritrýndum fræðitímaritum á borð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort kom á undan, kvenmannsnafnið Hrefna eða nafnið á hvalategundinni?

Nafnið kemur fyrir í Landnámu og í nokkrum Íslendinga sögum. Hrefna Ásgeirsdóttir hét til dæmis kona Kjartans Ólafssonar í Laxdæla sögu. Nafnið virðist ekki hafa verið notað fyrr en á síðari hluta 19. aldar en þá varð það allvinsælt. Það á við um mörg önnur nöfn sem sótt voru til fornsagnanna í tengslum við sjálfs...

category-iconHagfræði

Hvaða rannsóknir hefur Þórólfur Matthíasson stundað?

Þórólfur Matthíasson lauk embættisprófi í hagfræði (Cand.oecon-prófi) frá Háskólanum í Osló í Noregi vorið 1981. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði (Dr. Polit.) frá sama skóla vorið 1998. Þórólfur starfaði um hríð sem hagfræðingur hjá Fjármálaráðuneytinu í Reykjavík, en hefur verið starfsmaður Háskóla Íslands frá j...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er eind?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er eind? Og hver er þá munurinn á t.d nifteind, róteind, frumeind? Þá aðeins "eind"? Hugtökin ögn og eind eru notuð yfir enska orðið particle. Í daglegur tali er orðið ögn notað um eitthvað smátt fyrirbæri eða örlítið magn af einhverju. Við tölum til dæmis um að eitthvað ...

category-iconSálfræði

Hvers vegna reiðist fólk?

Oft er vitnað í hina frægu predikun Jóns Vídalíns þar sem hann segir reiðina vera eitt andskotans reiðarslag. Þá er stundum haft á orði að reiðin sé blind, rétt eins og ástin. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir réttlátri reiði drottins og John Steinbeck lýsti þeim þrúgum reiðinnar sem spretta af ranglátri skiptingu l...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig virkar vaxtarhormón?

Vaxtarhormón manna (e. human growth hormone, HGH) myndast í heiladingli okkar alla ævi. Seyti þess nær hámarki á unglingsárunum þegar fólk tekur vaxtarkipp en fer minnkandi eftir það. Allar frumur líkamans hafa viðtaka fyrir vaxtarhormón. Hormónið örvar flutning amínósýra inn í frumurnar og myndun prótína úr þ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig taka beinin þátt í kalkbúskap líkamans?

Þótt svo gæti virst er beinagrindin ekki einföld stoðgrind úr dauðu efni. Bein eru lifandi vefur sem kemur meðal annars fram í því hversu fljót þau eru að gróa eftir brot. Margir vefir tengjast beinum, svo sem beinvefur, brjóskvefur, þéttur bandvefur, blóð, þekjuvefur, fituvefur og taugavefur. Beinvefur er ald...

category-iconEfnafræði

Af hverju er loftið ósnertanlegt?

Það er ekki rétt að andrúmsloftið sé ósnertanleg en við fyrstu sýn virðist svo vera. Hugsanlega villir það okkur sýn að loftið er gegnsætt. Ástæðan fyrir því er sú að sameindir og frumeindir loftsins gleypa ekki í sig sýnilegt ljós. Við um einnar loftþyngdar þrýsting (1 atm), sem ríkir vanalega við sjávarmál ja...

category-iconMannfræði

Hver var Claude Lévi-Strauss og hvaða áhrif hafði hann á mannfræðina?

Mannfræðingurinn Claude Lévi-Strauss (1908-2009) var einn af áhrifamestu kenningasmiðum síðustu aldar. Hann lagði í upphafi stund á lögfræði og heimspeki við Sorbonneháskóla, en í kjölfar vettvangsferðar á slóðir Brasilíuindjána hneigðist hugur hans æ meir að mannfræði. Skömmu eftir að hann sneri aftur til Frakkla...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að búa til hvaða rauntölu sem er úr ræðum tölum með því að beita hefðbundnum reikniaðgerðum?

Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Það er aðeins hægt að búa til sárafáar rauntölur með því að beita hefðbundnum reikniaðgerðum á ræðar tölur; til dæmis getum við hvorki búið til e né pí (\(\pi\)) þannig. Því miður er þetta of flókið að útskýra það hér til hlítar, en í staðinn getum við útskýrt hvernig má...

category-iconHugvísindi

Hverjar voru meginástæður vesturferðanna?

Vesturferðir Íslendinga voru mestar á tímabilinu 1870-1914 þegar um 15.000 manns settust að í Norður-Ameríku. Þær voru hluti af stórfelldum þjóðflutningum sem áttu sér stað frá Evrópu til Ameríku en talið er að um 52 milljónir hafi flust yfir hafið frá 1846 til 1914. Ástæður vesturferða Evrópumanna voru margar, sv...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða ártöl notuðu víkingar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða ártal notuðu víkingar? Til dæmis það sem við köllum núna árið 870 hvað kölluðu landnámsmenn það ár? Kristnir menn voru ekki fyrstir til að telja ár í einni röð frá einum upphafspunkti. Í Rómaveldi voru ár talin frá stofnun Rómaborgar, sem var árið 753 fyrir Krist samkvæmt...

category-iconUmhverfismál

Hvaða drykkjarumbúðir eru umhverfisvænastar á Íslandi: plast, ál eða gler?

Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um þetta og ein spurningin hljóðaði svona í heild sinni:Hvort er umhverfisvænna að kaupa og neyta drykkjarfanga úr plasti, áli eða gleri á íslandi? (Ekkert af þessu er væntanlega endurunnið hér en plastið sent út til brennslu, álið endurunnið og glerið brotið?) Umhverfisvænus...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Mér er sagt að börn sem ganga mikið á tánum séu kölluð táfetar og það þýði eitthvað sérstakt. Hvað þýðir það?

Orðið táfeti (e. digitigrade) er úr dýrafræði og er haft um dýr sem ganga á tánum, andstætt við ilfeta (e. plantigrade) sem ganga á allri ilinni. Dæmi um táfeta er hesturinn sem gengur á einni tá á hverjum fæti. Klaufdýr eins og sauðkindur og kýr ganga á tveimur tám en leifar af tveimur öðrum tám sjást aftan á...

category-iconHeimspeki

Er siðferðilega rétt að segja börnum sínum að jólasveinar séu til?

Upphafleg spurning var á þessa leið: "Er siðferðilega/uppeldisfræðilega rétt af foreldrum að ljúga að börnum sínum að jólasveinninn sé til?"Sumir vilja meina að foreldrar séu ekki að “ljúga” eða “segja ósatt” þegar þeir segja börnum sínum að jólasveinar séu til vegna þess að jólasveinar séu til í hugum okkar eða e...

Fleiri niðurstöður