Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1582 svör fundust

category-iconHeimspeki

Gerist það sama aftur ef allar aðstæður verða aftur þær sömu? Er þá ekki allt ákveðið fyrir fram og hægt að reikna það út?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Gerist það sama aftur ef við endursköpum nákvæmlega sömu aðstæður alls staðar, til dæmis spólum tímann afturábak? Er þá ekki í rauninni allt fyrirfram ákveðið, það er að segja ræðst af aðstæðum, og hægt að reikna það út?Þetta eru í rauninni þrjár ólíkar spurningar:Gerist það sa...

category-iconLæknisfræði

Hvenær varð fyrst vart við kúariðu, hvernig smitast hún í kýr og hvaða áhrif hefur hún á þær?

Kúariðu (á ensku BSE, bovine spongiform encephalopathy) var fyrst lýst í nautgrip í Bretlandi árið 1986 en nú er álitið að hún hafi ef til vill komið upp á áttunda áratugnum. Vegna þess hve meðgöngutími smits er langur (5 ár að meðaltali) áður en taugaeinkenni koma fram er erfitt að tímasetja þetta nákvæmlega. Kúa...

category-iconLæknisfræði

Hver var Alexander Fleming?

Hér er einnig svarað spurningu Bjarkar Bjarnadóttur Hver fann upp penisilínið, hvernig var það uppgötvað og hvenær var það fyrst notað?Sir Alexander Fleming (1881-1955) var breskur vísindamaður sem frægastur er fyrir uppgötvun sína á fyrsta sýklalyfinu, penisilíni. Hann fæddist nálægt bænum Darvel í Skotlandi á...

category-iconHugvísindi

Hvaða hlutverki gegnir saga og sagnfræði?

Hér á Vísindavefnum má finna svar við spurningunni Hvað er saga? Þar er gerð grein fyrir afstöðunni milli hugtakanna saga og sagnfræði. Í þessu svari nægir því að segja að sagnfræði er iðja sagnfræðinga, og meðal þess sem þeir iðja er að skrifa sögu. Sumir fræðimenn mundu svara spurningunni um hlutverk sagnfræð...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig lítur sólkerfið okkar út á smækkaðri mynd í réttum stærðarhlutföllum?

Þetta er mjög áhugaverð spurning því fjarlægðir í geimnum eru svo miklar að við getum með engu móti skilið þær almennilega. Til þess að að gera sér einhverja grein fyrir stærðum og fjarlægðum í sólkerfinu okkar, er þess vegna ágætt að minnka sólkerfið hlutfallslega. Fyrst veljum við einhvern hnött og hugsum okk...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast fellingafjöll?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvernig myndaðist Everest-fjall?Saga hugmynda um tilurð fellingafjalla fléttast sögu jarðfræðinnar sjálfrar í 250 ár. Með framþróun jarðfræðikortlagningar á 19. öld var sýnt fram á það að í Ölpunum hefðu jarðlög flust langar leiðir lárétt og myndað svokallaðar „nappes“ ...

category-iconBókmenntir og listir

Er eitthvert sannleikskorn í grísku goðsögunum?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Getur verið að eitthvert sannleikskorn sé í grísku goðsögunum? Ef já, hverjum og hvers vegna? (Kristinn Hróbjartsson) Af hverju voru Grikkir svo uppteknir af hetjusögum? Var stuðst við einhverjar heimildir um það að hetjurnar hafi verið til? (Kristinn Hróbjartsson) Voru Her...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er skyldleiki kengúra við aðrar tegundir og hvernig þróuðust þær?

Vísindamenn telja að aðskilnaður á milli legkökuspendýra og pokadýra hafi orðið á meðan risaeðlur ríktu enn á jörðinni. Ennfremur sýna nýlegar rannsóknir að þriðji hópur spendýra, nefdýr (Monotremata), en til hans heyra breiðnefur og mjónefur, hafi skilist frá fyrrnefndu tveimur flokkunum nokkuð fyrr. Hvenær þetta...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju fá leikarar í Ameríku hærri laun en hér?

Það er rétt að kvikmyndastjörnur í Hollywood fá margfalt hærri laun en starfsystkin þeirra á Íslandi, jafnvel meira fyrir eina kvikmynd en bílfarmur af íslenskum leikurum fær fyrir alla starfsævina. Hins vegar er ekki þar með sagt að leikarar í Ameríku fái almennt hærri laun en hérlendis. Það eru ekki allir stjörn...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er kynjakvóti og hver eru markmið hans?

Kynjakvóti er tæki eða aðferð sem víða hefur verið stuðst við til að rétta hlut kvenna gagnvart körlum í stjórnmálum, einkum á Norðurlöndum. Aðferðin vísar til sértækra aðgerða í jafnréttismálum sem hér á landi eru heimilaðar í lögum nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt 22. gr. lagan...

category-iconFélagsvísindi

Eru al-Kaeda skipulögð samtök eða bara samheiti sem er notað yfir íslamska hryðjuverkamenn?

Al-Kaeda eru svo sannarlega skipulögð alþjóðleg hryðjuverkasamtök undir forystu Osama bin Ladens. Hins vegar hefur borið á því að undanförnu að nafnið sé einnig notað yfir nánast öll íslömsk hryðjuverkasamtök sem starfa eftir svipaðri hugmyndafræði, jafnvel þótt þau tengist al-Kaeda ekki beint. Á þessu er sú s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert var fyrsta spendýrið?

Þegar fjallað er um tilkomu og þróun nýrra hópa lífvera þá verður að hafa í huga að slíkt gerist ekki í einu vetfangi heldur eru breytingarnar hægfara. Sérkenni spendýra (Mammalia) eru afleiðing ármilljóna þróunar. Eins og fram kemur hér á eftir eru flestir steingervingafræðingar sammála um hvert var fyrsta „sanna...

category-iconHugvísindi

Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?

Rússar og Tsjetsjenar hafa löngum eldað grátt silfur saman. Áhrifa Rússa fer að gæta í norðurhluta Kákasus á tímum Péturs mikla um og eftir 1700. Á sléttunum norðan við Tsjetsjeníu á bökkum árinnar Terek réðu ríkjum svonefndir Terekkósakkar, sem komið höfðu þangað úr ýmsum áttum á tvö hundruð árum þar á undan. Hóf...

category-iconVísindi almennt

Hvenær var byrjað að setja skóinn út í glugga og hvaðan kemur sá siður?

Sá siður að setja skóinn út í glugga er margra alda gamall og tengist sögunni um heilagan Nikulás. Á 3. og 4. öld eftir Krist var uppi maður að nafni Nikulás. Hann er talinn fæddur árið 280 í borginni Patara í Lýkíu, þar sem nú er Miðjarðarhafsströnd Tyrklands. Barn að aldri missti hann foreldra sína og ólst þv...

category-iconLæknisfræði

Hvernig sjúkdómur er stúffingur?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig sjúkdómur er stúffingur (brachydactylia)? Hvernig erfist hann? Hver eru einkennin? Hvað er gallað? Stúffingur (e. brachydactylia eða brachydactyly) er ástand sem einkennist af óeðlilega stuttum fingrum og tám. Ástæðan er sú að eitt eða fleiri bein í fingrum eða tám þrosk...

Fleiri niðurstöður