Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8086 svör fundust
Er Atkins-kúrinn hollur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvernig getur mataræði eins og Atkins-kúrinn, sem er algjör andstæða makróbíótískrar fæðu, verið hollt?Í fyrsta lagi er rétt að benda á það að alls ekki er svo komið að menn telji Atkins-kúrinn vera hollt mataræði. Sumir telja hins vegar að hann og aðrir kolvetnasnauðir megr...
Hvaðan kemur nafn dymbilviku?
Síðasta vikan fyrir páska hefur í tímans rás gengið undir ýmsum nöfnum. Þar á meðal eru dymbildagar, dymbildagavika, dymbildægur, dymbilvika, efsta vika, helga vika, helgu dagar, kyrravika, píningarvika og páskavika. Orðið dymbildagar finnst í rituðu máli frá því laust eftir 1300, en getur að sjálfsögðu verið m...
Hvernig varð sólkerfið til?
Sólkerfið fór að mótast fyrir um það bil 5000 milljón árum úr gríðarmiklu gas- og rykskýi. Skýið varð fyrir truflun og byrjaði að falla saman. Þrýstingur í miðju þess jókst þar til hann dugði til þess að svokallaður kjarnasamruni hæfist en hann er enn að gerast í sólinni og gefur henni orku sína. Skýið hafði í upp...
Hver var Geronimo?
Geronimo (1829-1909) var frumbyggi í Norður-Ameríku af ættbálkinum Chiricahua Apache. Á máli Chiricahua var nafn hans Goyathlay, sem merkir „sá sem geispar“. Hann fæddist 16. júní 1829 við Turkey Creek sem þá tilheyrði Mexíkó. Í dag telst þetta svæði til Arizona-ríkis í Bandaríkjunum. Geronimo varð þekktur þeg...
Hvers konar ljós nota tæknideildir á glæpavettvangi til að sjá blóð sem sést ekki með berum augum?
Ljósgjafinn sem um er spurt er engan veginn venjulegur heldur lýsir hann að mestu á útfjólubláa öldulengdarbilinu en lítið á því sýnilega. Ljóseindir á þessu bili hafa meiri orku en ljóseindir í sýnilegu ljósi. Ljósgjafar af þessu tagi ganga undir nokkrum enskum nöfnum: black light, Wood's lamp, eða bara UV lamp (...
Eru vísitölutengd skuldabréf ekki afleiður og falla þar með undir lög um verðbréfaviðskipti?
Vísitölutenging skuldabréfa breytir þeim ekki í afleiður. Skuldabréf er ein tegund verðbréfa, og verðbréf og afleiður eru ólíkar tegundir fjármálagerninga. Lög um verðbréfaviðskipti ná ekki yfir lán sem veitt eru með þeim hætti að viðskiptavinur gefur út skuldabréf þar sem hann skuldbindur sig til að endurgreiða l...
Hvaða áhrif hefur áfengi á virkni penisilíns?
Uppgötvun penisilíns er meðal stærri skrefa í sögu læknisfræðinnar. Breski vísindamaðurinn Alexander Fleming uppgötvaði penisilín fyrir slysni árið 1928. Fleming var að rannsaka áhrif ýmissa efna á gerlagróður og sá þegar hann kom heim úr fríi að gerlagróðurinn hafði hamið vöxt á Staphylococcus sem er heiti ýmissa...
Eru vöðvar í fingrum?
Það hljómar ef til vill ankannalega en það eru engir vöðvar í fingrunum sjálfum nema svokallaðir hárreisivöðvar í húðinni. Hvernig í ósköpunum förum við þá að því að hreyfa fingurna? Segja má að þeir séu hreyfðir með nokkurs konar fjarstýringu. Reyndar má líta svo á að allar hreyfingar mannslíkamans séu framkallað...
Hvað getur þú sagt mér um sólmyrkvann 20. mars 2015?
Sólmyrkvinn 20. mars 2015 er almyrkvi. Ferill almyrkvans liggur aðeins um 70 km austur af suðausturhluta Íslands. Í Færeyjum og á Svalbarða sést almyrkvi en á Íslandi sést verulegur deildarmyrkvi. Í Reykjavík hylur tunglið 97,5% sólar en 99,4% á Austurlandi. Þetta er seinasti almyrkvi á sólu sem sést frá Evrópu ti...
Hvað varð um Gavrilo Princip eftir að hann fór í fangelsi?
Bosníu-Serbinn Gavrilo Princip (1894-1918) komst á spjöld sögunnar þegar hann skaut til bana Franz Ferdinand ríkiserfingja Austurríkis og Sófíu eiginkonu hans í Sarajevó þann 28. júní 1914. Princip ætlaði að taka sitt eigið líf strax á eftir en blásýran sem hann reyndi að taka inn virkaði ekki sem skyldi og nærsta...
Er hægt að drekka súrefni á vökvaformi?
Stutta svarið við þessari spurningu er „já“. Hins vegar er rétt að vekja athygli á því að það að drekka súrefni á vökvaformi er stórhættulegt og mundi líklega valda dauða þess sem reyndi það! Mörgum finnst svalandi að drekka kalda drykki en við erum ekki vön að drekka vökva sem eru kaldari en við frostmark, sem...
Hvað er J-ferill?
Hugtakið J-ferill er stundum notað til að lýsa því ef áhrif tiltekinnar breytingar á ákveðna stærð eru önnur til skamms tíma en til langs tíma. Ef áhrifin eru teiknuð með stærðina sem verið er að skoða á lóðrétta ásnum en tíma á þeim lárétta getur ferillinn líkst stafnum J, þess vegna er talað um J-feril. Sem d...
Er minna súrefni í heitu lofti en köldu?
Spurninguna má skilja á fleiri en einn máta. Ef við erum til dæmis að hugsa um loft inni í herbergi (það er í ákveðnu rúmmáli) þegar hitastigið er annars vegar -10°C og hins vegar þegar hitastigið er 40°C þá er heildarfjöldi sameinda meiri við lægra hitastigið ef loftþrýstingurinn er sá sami. Mismunurinn er um það...
Getur verið að einstaklingur með eðlilegt bragðskyn finni enga lykt?
Með bragðskyninu greinum við eingöngu súrt, salt, sætt og beiskt. Það bragð (flavour) sem við finnum af mat eða drykk er hins vegar samspil bragðskyns, það er að segja þess sem við skynjum með tungunni (taste), og lyktar. Þegar lyktarskynið dofnar, til dæmis þegar við erum kvefuð, bragðast matur þess vegna öðruvís...
Er hægt að verða ófrísk á meðan blæðingar standa yfir?
Það getur orðið getnaður eftir samfarir sem hafðar eru á meðan blæðingar standa yfir. Ekki er hægt að vera alveg viss um að sáðfrumur séu dauðar þegar kemur að egglosi, því að þær eru mislífsseigar og egglos er ekki alltaf á nákvæmlega sama tíma. Þekkt er að egglos geti orðið á meðan tíðir standa yfir og einnig að...