Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hverjar eru ástæðurnar fyrir hárlosi og hvað er hægt að gera við því?
Hárlos er hægt að flokka í tvennt: það er missa hár og fá það aftur eða missa hár og fá það ekki aftur, það kallast skallamyndun. Hár vex að meðaltali um einn cm á mánuði. Hvert hár vex í allt að fimm til sex ár en hættir síðan að vaxa og fellur að lokum af. Hár er í mismunandi vaxtarskeiðum þannig að um það b...
Af hverju dregur oft fyrir sólu síðdegis á sólríkum góðviðrisdögum í Reykjavík?
Í Reykjavík er að meðaltali mjög skýjað og dægursveifla skýjahulunnar er lítil. Skýjahula er metin í áttunduhlutum himinhvolfs, sé alskýjað er hulan 8, en í heiðskíru er hún 0. Meðalskýjahula í Reykjavík í júlímánuði er mest kl. 3 að nóttu, 6,4 áttunduhlutar, en minnst 5,9 áttunduhlutar síðdegis, kl. 15 og kl. ...
Hvað er háskerpusjónvarp?
Þegar fjallað er um sjónvarpstæki í dag og kostum þeirra lýst er upplausnin eitt af því sem getur ruglað fólk. Margir telja ranglega að upplausnin sé það sem skipti mestu máli þegar kemur að samanburði á gæðum tækja. Vissulega skiptir upplausnin máli en sjónvarpsskjár með 1920x1080 upplausn hefur ekki endilega be...
Hvað er hvíta efnið í heilanum, úr hverju er það og hverju stjórnar það?
Miðtaugakerfið samanstendur af heila og mænu. Helstu vefir þessara mikilvægu líffæra kallast grátt efni og hvítt efni. Heilagráni er á yfirborði hvelaheilans en heilahvítan er þar fyrir innan. Þessu er öfugt farið í mænunni, mænugráni er utan um mænugöngin, sem eru innst, og mænuhvítan utan um hann. Í gráa efn...
Hvað er Cohen-heilkenni?
Cohen-heilkenni er ástand sem stafar af víkjandi stökkbreytingu á litningi átta sem er einn af líkamslitningunum. Til að heilkennið komi fram þarf barn að erfa stökkbreytta genið frá báðum foreldrum. Ekki er vitað hvaða prótín þetta gen geymir upplýsingar um en það er gallað eða óstarfhæft í einstaklingum með Cohe...
Hvað tóku siglingar á landnámsöld langan tíma?
Tíminn sem það tók að sigla tiltekna leið á landnámsöld var mjög breytilegur. Menn hafa verið fljótastir þegar þeir höfðu hæfilegan meðbyr en mestan tíma tók ferðin ef mótvindur var eða svo hvasst að öldugangur knúði menn til að slá af ferðinni. Stundum tók ferðin þá mjög langan tíma, til dæmis nær allt sumarið. E...
Hver er fámennasti bær/þorp á Íslandi og hversu margir búa þar?
Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að skilgreina hvað átt er við með hugtökunum bær eða þorp. Hér er gert ráð fyrir að bær eða þorp hafi sömu merkingu og þéttbýli. Í svari Sigurðar Guðmundssonar við spurningunni Hvernig eru hugtökin dreifbýli og landsbyggð skilgreind hér á landi? kemur fram að al...
Hvers vegna verða kaffiblettir dekkstir við jaðarinn þegar þeir þorna?
Mörg fyrirbæri í umhverfi okkar virðast svo sjálfsögð að okkur dettur ekki í hug að undrast fyrr en við nánari skoðun. Kaffiblettir eru gott dæmi um slíkt. Þegar kaffi þornar upp skilur það eftir sig bletti sem eru dökkir á jaðrinum en ljósir innan hans. Skýringin á þessu er kannski ekki augljós en þó í raun einfö...
Er til svokallað álfamál?
Í Miðgarði (Middle-Earth) Tolkiens má finna tvö álfamál. Annars vegar er hið forna álfamál Quenya (nafnið merkir 'mál' á álfamálinu) en það tala meðal annars Galadríel og Trjáskeggur (Fangorn) (sjá til dæmis Hringadróttinssaga III, 249). Stundum er það kallað háálfamál eða Eldarin. Það er orðið tiltölulega sjal...
Er slæmt fyrir stelpur að slá með sláttuorfi?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvaða áhrif hefur það á móðurlífið að vinna á orfi? Ættu konur ekki að vinna á orfi eða er það bara vitleysa?Ekki er unnt að svara því á afgerandi hátt og með fullri vissu hvort hættulegt sé fyrir stúlkur að vinna með tæki sem valda titringi um allan líkamann eins og sláttuorf. ...
Hvernig verður veðrið til?
Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er veður í einhverri mynd á öðrum plánetum? er ágætis útskýring á því hvað orsakar veður. Þar segir meðal annars: Það sem við köllum veður er í rauninni hreyfingar og aðrar breytingar í lofthjúpnum kringum okkur. Vindurinn er í rauninni loftstraumur eða hreyfing ...
Hvað getið þið sagt mér um Pinta-skjaldbökuna?
Meðal kunnustu dýrategunda Galapagoseyja eru risaskjaldbökur af tegundinni Geochelone nigra (eða Geochelone elephantopus eins og tegundin er líka nefnd) sem finnast á nokkrum eyjanna. Þessar skjaldbökur greinast í tíu undirtegundir auk einhverra tegunda sem dáið hafa út, en heimildum ber ekki alveg saman um hvort ...
Sjást rauðir risar frá jörðinni? Getur verið að þessi mynd sem ég tók í Reykjavík sýni rauðan risa?
Já, frá jörðinni sjást nokkrir rauðir risar með berum augum, en það er hins vegar erfitt að segja til um hvort myndin sem spyrjandi tók sýni rauðan risa. Frá Íslandi séð eru stjörnurnar Aldebaran í Nautinu, Arktúrus í Hjarðmanninum og Pollux í Tvíburunum þekktustu rauðu risarnir sem sjást með berum augum, en ei...
Hvenær uppgötvuðu menn fyrst segla?
Ekki er hægt að slá því föstu hvenær menn uppgötvuðu fyrst segla. Aftur á móti er talið að menn hafi gert sér grein fyrir virkni segla um árið 500 f.Kr. í Grikklandi, Indlandi og Kína. Um það leyti hófst notkun á seglum við skurðaðgerðir í Indlandi. Á 12. öld hófu Kínverjar notkun á segulnál í áttavita til sigling...
Hvaða reglur giltu um z í íslensku?
Bókstafurinn z barst snemma inn í íslenskt stafróf og var hann talsvert notaður í fornu máli. Í bókinni Íslenzkar rjettritunarreglur eftir Halldór Kr. Friðriksson frá árinu 1859 voru settar fram reglur sem giltu nær óbreyttar fram til ársins 1974 en þá var z felld brott í stafsetningnu, annars staðar en í mannanöf...