Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2178 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna horfum við í raun aftur í tímann þegar við skoðum geiminn í sjónaukum?

Þegar við sjáum eldingu getum við tekið eftir því að við heyrum þrumuna nokkru eftir að við sjáum leiftrið. Ljós ferðast mjög hratt samkvæmt mælikvörðum okkar hér á jörðinni. Hraði þess í tómarúmi er 300.000 km/sek, en á þeim hraða má fara sjö og hálfan hring umhverfis hnöttinn á einni sekúndu. Við sjáum því leif...

category-iconLífvísindi: almennt

Er líf á hafsbotni?

Hafsbotninn hefur að geyma fjölbreytilegt lífríki og kallast lífverurnar á botninum botndýr og botnþörungar. Meðal þeirra fyrrnefndu eru krossfiskar, samlokur, ýmsir krabbar og margt, margt fleira. Einfalt er að kynnast botndýrum og botnþörungum með því að ganga eftir strandlengjunni. Víða á brimasömum ströndum má...

category-iconNæringarfræði

Hvað er það í mjólkurafurðum sem veldur óþoli hjá ungbörnum?

Spurningunni fylgdi eftirfarandi skýring:Ég er með 3 vikna barn á brjósti. Ég borðaði mikinn mjólkurmat (skyr, AB-mjólk, súrmjólk, osta) og drakk mörg mjólkurglös á dag. Barnið var mjög órólegt fljótlega á 2. viku, allan sólarhringinn. Ég ráðfærði mig við hjúkrunarfræðinginn sem nefndi við mig að hætta að neyta mj...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu mikið af fiski éta hvalir?

Spurningin í heild var svohljóðandi:Hversu mikinn fisk er talið að hvalir hafi étið á ári áður en þeir voru friðaðir og hversu mikið er talið að þeir éti nú?Erfitt er að meta fæðunám hvala þar sem oft er mikil óvissa um fæðuval, orkuþörf og stofnstærðir. Stofnstærðir hvala eru metnar út frá talningum og getur mat...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver eru bestu fiskimið í Faxaflóa?

Í hinu mikla ritverki Íslenskir sjávarhættir fjallar höfundurinn, Lúðvík Kristjánsson, um fiskimið í III bindi verksins. Þar segir m.a. "Landnemarnir munu brátt hafa kynnst því er þeir byrjuðu að róa til fiskjar, að ekki var sama hvar þeir stungu niður færi. Þeir reyndu þó að setja á sig þau svæði sem fiskisælu...

category-iconLæknisfræði

Hvaða hlutverk hefur gallblaðran og hvaða áhrif hefur það á líkamann ef hún er tekin?

Til að skilja starfsemi gallblöðru er nauðsynlegt að vita hvert hlutverk galls er í meltingu fæðunnar. Gallið myndast í lifrinni og mikilvægasti hluti þess eru gallsölt, sem gegna lykilhlutverki við meltingu á fitu. Gallsaltasameindin er samsett úr stórum óhlöðnum sterakjarna og nokkrum hliðarkeðjum sem tengjast k...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er búið að afsanna afstæðiskenninguna með hraðeindum?

Svarið er í stuttu máli tvíþætt. Í fyrsta lagi er alls ekki líklegt að hraðeindir séu til og engar vísbendingar um það þó að sumir hafi viljað bollaleggja um þær. Í öðru lagi er engan veginn sjálfgefið að tilvist þeirra mundi breyta neinu um möguleika okkar á að koma hlutum í kringum okkur upp fyrir ljóshraða. ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig starfar mannsheilinn? Hverjar eru helstu heilastöðvarnar?

Mannsheilinn er geysilega flókið líffæri og ekki þekkt fullkomlega. Hins vegar hafa menn í aldanna rás lært mikið um starfsemi þessarar stjórnstöðvar mannslíkamans. Heilabörkurinn er sá hluti heilans sem er þróunarlega yngstur og þar liggja meðal annars stjórnstöðvar fyrir hreyfingar og skynjun. Heilabörkurinn lig...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er sjóðstreymi?

Afkoma fyrirtækis á ákveðnu rekstrartímabili er jöfn tekjum þess á tímabilinu að frádregnum gjöldum á sama tímabili. Tekjurnar eru þannig tekjufærðar og gjöldin gjaldfærð á tímabilinu. Innstreymi tekna í peningum getur átt sér stað á öðrum tíma en tekjufærslan. Hið sama gildir um gjöldin. Þetta leiðir til þess ...

category-iconMannfræði

Fyrir hvað eru Súmerar þekktir?

Fjögur þúsund og fimm hundruð árum fyrir upphaf tímatals okkar (fæðingu Krists) voru sprottin upp lítil þorp í suðurhluta Mesópótamíu þar sem nú heitir Írak. Á þeim tíma náði sjávarströndin miklu lengra inn í landið en nú. Stórfljótin Evrat og Tigris hafa á rúmlega sex þúsund árum borið fram fram óhemjumagn af...

category-iconHugvísindi

Hve lengi var haldið þing á Þórsnesi á Snæfellsnesi?

Meginheimildir um stofnun Þórsnesþings á Snæfellsnesi eru Landnámabók og Eyrbyggja saga. Þær eru hins vegar ekki óháðar heimildir þar sem líklegt þykir að Sturla Þórðarson (1214-1284) hafi stuðst við Eyrbyggja sögu í þeirri Landnámugerð sem við hann er kennd og er sú elsta þar sem segir frá Þórsnesþingi. Í þess...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna myndast kuldi þegar salti er stráð á ís, til dæmis á tröppum húsa, og hvers vegna breytist ísinn þá í vökva?

Vatnssameindirnar eru á stöðugri hreyfingu en þegar hitastigið lækkar hægja þær á sér og aðdráttarkraftar milli þeirra fara að hafa meiri áhrif. Við frostmark (0°C) fara sameindirnar svo hægt að þær ná að festast saman og mynda ískristall. Slíkt köllum við hamskipti efnis eða fasaskipti og eðlisfræðingar tala um a...

category-iconHugvísindi

Hver fann upp á sykri?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvernig er sykur búinn til? Elstu heimildir um sykurræktun er að finna í frásögn Alexanders mikla frá árinu 327 fyrir Krist þar sem hann segir frá ræktun á sykurreyr á Indlandi. Á þeim tíma var sykurinn soginn úr sykurreyrnum. Seinna eða árið 300 eftir Krist hafði sykurframleiðsl...

category-iconHugvísindi

Hvað er Kínamúrinn gamall og langur? Sést hann frá tunglinu?

Kínamúrinn eða The Great Wall of China eins og hann er stundum nefndur á ensku var byggður í áföngum á mjög löngum tíma. Kínamúrinn á fallegum degi. Ýmsar goðsagnir hafa verið við lýði um Kínamúrinn eins og til dæmis að hann sé fleiri þúsund ára gamall, ein órofa heild og eina mannvirkið á jörðinni sem sjáist úr...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Af hverju nefnist Vetrarbrautin Milky Way á erlendum málum?

Ekki er vitað fullkomlega hvernig nafnið á Vetrarbrautinni okkar, Milky Way, er til komið en á latínu heitir hún Via lactea sem hefur sömu merkingu. Alþjóðaorðið sem nú heitir á ensku galaxy er hins vegar komið beint úr grísku og er dregið af gala sem þýðir mjólk. Það er nú notað sem safnheiti um þau fyrirbæri alh...

Fleiri niðurstöður