Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2333 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er árásargjarnastur hunda?

Hundurinn (Canis familiaris) er vinsælasta gæludýr mannsins ásamt heimiliskettinum. Hundurinn er þó oft ekki aðeins gæludýr heldur gegnir hann öðrum hlutverkum í þágu mannsins, svo sem smölun, hjarðgæslu, ýmiss konar aðstoð við veiðar og sömuleiðis verndun og vörnum. Í rúm 12 þúsund ár hefur hann verið veiðifélagi...

category-iconFélagsvísindi

Í hvað fer kirkjuskatturinn sem maður er látinn borga, til dæmis ef maður segir sig úr þjóðkirkjunni?

Athugasemd Ritstjórnar: Svarið var uppfært 13.09.2010 með hliðsjón af breyttum lögum um sóknargjöld. Um sóknargjöld og fleira skulu þjóðkirkjusöfnuðir og skráð trúfélög eiga ákveðna hlutdeild í tekjuskatti. Það helgast svo af því hvaða trúfélagi maður tilheyrir hvert „kirkjuskattur” eða sóknargjöld manns renn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig líta d- og f-svigrúmin út?

Til þess að svara þessari spurningu er rétt að athuga fyrst hvernig myndir við gerum okkur af s- og p-svigrúmunum. Lítum á eina rafeind í einangruðu vetnisatómi. Líkindadreifing rafeindar í orkulægsta ástandinu, grunnástandinu, er kúlusamhverf eins og sést á meðfylgjandi mynd. Líkindadreifingin er stundum kölluð s...

category-iconJarðvísindi

Er „kolefnisklukkan” alltaf áreiðanleg?

Frumkvöðlar geislakolsaðferðarinnar gerðu ráð fyrir því að hlutfall C-14 í andrúmsloftinu breyttist ekki með tímanum — það er að segja að geimgeislastreymið sem myndar C-14 úr köfnunarefni væri stöðugt. Síðar kom í ljós að málið er ekki svo einfalt, og að eitt er geislakolsaldur og annað „raunverulegur aldur“. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er tvítala og hvaða dæmi um greinarmun tvítölu og fleirtölu finnast í nútíma íslensku?

Munurinn á tvítölu og fleirtölu felst í því að í fyrra tilvikinu er átt við tvo en í hinu síðara við fleiri. Þessi munur kom bæði fram í persónufornöfnum og eignarfornöfnum. Aðgreiningin er gamall indóevrópskur arfur sem lotið hefur í lægra haldi í nær öllum málaættunum. Persónufornöfnin við og þið voru no...

category-iconVísindavefur

Af hverju þarf maður að læra að lesa ef maður kann að lesa?

Palli sem var einn í heiminum hefði ekki þurft að spyrja svona; hann gat bara lært að lesa þegar honum sýndist. Hins vegar er því ekki svarað í sögunni af honum, hvernig bækurnar urðu til!? En þetta sem spurt er um er sennilega af því að maður er ekki orðinn nógu gamall til þess að maður eigi að vera búinn að l...

category-iconHeimspeki

Geta karlmenn komist í kynni við fullnægingar kvenna?

Besta leiðin fyrir karlmann til að komast í kynni við fullnægingar kvenna er að stunda kynlíf með konu. Þannig getur karlmaðurinn orðið vitni að fullnægingu konunnar og jafnframt aðstoðað hana við að komast í það ástand. Þetta hafa margir karlmenn gert með góðum árangri, og láta vel af. Líklega á spyrjandi þó v...

category-iconSálfræði

Sýna þeir sem hafa verið misnotaðir kynferðislega í æsku einhver einkenni þess síðar í lífinu, til dæmis í kynlífi?

Rannsóknir á áhrifum kynferðisofbeldis á börn og afleiðingum þess síðar á ævinni, hafa hingað til einkum beinst að stúlkum og konum, sem beittar hafa verið slíku ofbeldi í bernsku. Ástæða þessa er væntanlega sú að stúlkubörn virðast oftar vera fórnarlömb kynferðisofbeldis en drengir. Svarið byggist því á rannsóknu...

category-iconBókmenntir og listir

Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum?

Einfaldasta svarið við þessari spurningu er að þjóðsögur eru yfirleitt ekki byggðar á sönnum atburðum, en engu að síður er hægt að lesa ýmislegt úr slíkum sögum um veruleikann. Þjóðsögum má skipta í ævintýri og sagnir. Ævintýri er löng formúlukennd frásögn sem oft er óbundin stað og tíma og gerist í ímynduðum ...

category-iconMannfræði

Eru líkur á því að maðurinn blandist svo mikið á næstu 2 – 300 árum að á endanum verði bara til einn ljósgulbrúnn kynþáttur?

Spyrjandi virðist vilja vita hvort líkur séu á að smám saman verði til eitt mannkyn sem er eins að litarhætti, og væntanlega ýmsu öðru er lýtur að útliti. Hvort mannkyn framtíðarinnar verði einsleitt og án sérkenna staðbundinna hópa. Mannkynið er ein tegund þó að nokkur munur sé á útliti, einkum hörundslit. Fól...

category-iconHeimspeki

Er hægt að "borða" með einhverju öðru en munninum?

Svarið við þessu ræðst af því hvaða merkingu menn leggja í sögnina að borða. Næringarefni geta vissulega borist inn í líkamann eftir öðrum leiðum. Það er til dæmis alþekkt að fólki sé gefin næring í æð: nokkurs konar nál sé stungið í eina af stærri æðum líkamans, tengd við hana slanga og vökva með næringarefnum dæ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um svörtu ekkjuna?

Svarta ekkjan er heiti sem í raun er notað um ýmsar tegundir innan ættkvíslarinnar Latrodectus (Theridiidae). Alls eru tegundirnar nú taldar vera 31 en heitið svarta ekkjan á sér í lagi um þrjár tegundir sem eiga upprunaleg heimkynni sín í Norður-Ameríku: L.mactans, L.hesperus og L.variolus. Einnig má nefna hi...

category-iconJarðvísindi

Eru líkur á að eldgos eða jarðhræringar valdi stórtjóni á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum?

Byggð á höfuðborgarsvæðinu, það er að segja svæði sem afmarkast af Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ, er öll utan eiginlegra eldgosasvæða. Hins vegar er stutt í þessi svæði og eru þau helstu Bláfjöll-Hengill og svo Trölladyngja-Brennisteinsfjöll. Síðustu eldgos á þessum svæðum urðu á tímabili...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Fyrst Títan hefur lofthjúp, getur þá ekki verið að þar sé líf að finna?

Í sem stystu máli gæti svarið við þessari spurningu verið: "Við vitum það ekki". Um þessar mundir stefnir bandarísk/evrópska geimfarið Cassini-Huygens í átt til Satúrnusar og því velta vísindamenn fyrir sér hvað Huygens geimfarið finnur þegar það lendir á yfirborði Títans árið 2005. Títan hefur þykkan lofthjú...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna lifa mörgæsir bara á Suðurskautslandinu?

Það er ekki rétt að mörgæsir lifi aðeins á Suðurheimskautslandinu. Þær lifa á fjölda eyja í Suðurhöfum og einnig við strendur Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu (Ástralíu, Nýja-Sjálandi og nærliggjandi eyjum). En af hverju eru mörgæsir þarna en ekki á öðrum svæðum á jörðinni? Svarið við þeirri spurningu er ekki ...

Fleiri niðurstöður