Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4381 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru sjávarskrímsli til?

Allt frá fyrstu tíð virðist mannskepnan hafa óttast hið óþekkta og fyllt upp í eyður þekkingar sinnar með ímyndunaraflinu. Stærstu ósvöruðu spurningar nútímans leynast í óravíddum geimsins og alheimsins og fjöldamörg dæmi úr vísindaskáldsögum bera ímyndunarafli okkar fagurt vitni. Fyrr á öldum var himinninn meira ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Var Sveinn Björnsson þjóðkjörinn forseti vegna þess að enginn bauð sig fram gegn honum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvers vegna var Sveinn Björnsson þjóðkjörinn forseti 1945 og 1949? Var það vegna þess að enginn bauð sig fram móti honum? Stutta svarið við þessari spurningu er já. Sveinn Björnsson (1881-1952) var einn í framboði í bæði skiptin og var þar af leiðandi sjálfkjörinn lí...

category-iconFélagsvísindi

Er löglegt að spila fjárhættuspil á Netinu og ef svo er, þarf maður þá að borga skatt af gróðanum?

Áhugi á ýmis konar netspilum hefur aukist undanfarin ár. Póker og „21“ eru dæmi um vinsæl spil á Netinu. Í nýlegri skýrslu sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneytið kemur meðal annars fram að 1,3% aðspurðra hafi á undanförnum 12 mánuðum spilað póker á Netinu og voru karlmenn í aldurshópnum 18-25 ára fjölmennasti hópu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að búa til hvaða rauntölu sem er úr ræðum tölum með því að beita hefðbundnum reikniaðgerðum?

Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Það er aðeins hægt að búa til sárafáar rauntölur með því að beita hefðbundnum reikniaðgerðum á ræðar tölur; til dæmis getum við hvorki búið til e né pí (\(\pi\)) þannig. Því miður er þetta of flókið að útskýra það hér til hlítar, en í staðinn getum við útskýrt hvernig má...

category-iconHugvísindi

Hver voru helstu atriði Versalasamninganna og hvers vegna stuðluðu þeir ekki að varanlegum friði eins og stefnt var að?

Í svarinu verður fyrst og fremst fjallað um Versalasamningana eins og þeir snertu Þýskaland. Versalir er lítil borg 22 km suður af París. Í janúar 1919 flykktust þangað prúðbúnir leiðtogar sigurvegaranna í heimsstyrjöldinni fyrri til skrafs og ráðagerða um frið við Þýskaland sem ásamt bandamönnum sínum hafði b...

category-iconHeimspeki

Hver var Mary Wollstonecraft og hvernig barðist hún fyrir réttindum kvenna?

Enski heimspekingurinn og rithöfundurinn Mary Wollstonecraft var uppi á seinni hluta 18. aldar. Hún aðhylltist upplýsingarhugsjónina um mátt skynseminnar, var lýðræðissinni og barðist fyrir jöfnum réttindum öllum til handa, konum þar meðtöldum. Wollstonecraft fæddist í London 27. apríl 1759, önnur í röð sjö systki...

category-iconHeimspeki

Eru einhverjar lífverur ónauðsynlegar fyrir jörðina?

Vel er hægt að ímynda sér að margir eigi í handraðanum uppástungur af svari við þessari spurningu. Öll þekkjum við að hafa leitt hugann að því hvort heimurinn væri ekki bara betri staður ef ákveðin náttúruleg fyrirbæri væru ekki að flækjast fyrir okkur. Sum þeirra sjáum við reyndar ekki með berum augum en vitum af...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru til tvö eða fleiri afbrigði af kórónuveirunni sem veldur COVID-19?

Afbrigði lífvera eru skilgreind sem vissar gerðir innan tegundar sem eru ólíkar í háttum eða eiginleikum. Munur á afbrigðum getur verið mjög yfirborðskenndur, til dæmis byggður á lit fjaðra eða því hvort einstaklingar sömu tegundar séu staðfuglar eða farfuglar. Stundum er munurinn djúpstæðari eins og í afmörkuðum ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju köllum við landið Magyarország Ungverjaland?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Er vitað út af hverju Íslendingar kalla Hungary Ungverjaland, en landið heitir Magyarország? Kveðja frá Ungverjalandi (Sverrir). Ef Ungverjaland heitir Hungary á ensku, af hverju heitir það ekki 'Hungverjaland' á íslensku? (Vífill). Fyrir Krists burð áttu meðal anna...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða rannsóknir hafa verið stundaðar á lífríki Surtseyjar?

Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Vísindamönnum varð snemma ljóst að myndun eyjunnar gaf ekki aðeins einstakt tækifæri til að rannsaka virka jarðfræðilega ferla heldur einnig landnám lífríkis á nýju landi. Grannt hefur verið fylgst með landnámi tegunda all...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er táknmál? Er til alþjóðlegt mál fyrir heyrnarlausa?

Flestir sem eru heyrnarlausir tala táknmál og líta á það sem sitt móðurmál. Táknmál er myndað með hreyfingum handa, höfuðs og líkama, með svipbrigðum, munn- og augnhreyfingum. Í táknmáli fær augnsambandið aukið mikilvægi því að í samskiptum á táknmáli verður alltaf að halda augnsambandi við viðmælandann. Svipbrigð...

category-iconHugvísindi

Er í raun eitthvað til sem heitir staðreyndir?

Heimurinn er settur saman úr staðreyndum sagði frægur heimspekingur einu sinni og hélt að málið væri leyst. En spurningarnar sem vöknuðu voru fleiri en þær sem svarað var. Hvernig birtast þessar staðreyndir, hvert er samband okkar við þær? Er hægt að halda því fram með fullu viti að ekkert sé til nema staðreyndir?...

category-iconLæknisfræði

Hvernig verða eineggja tvíburar til og af hverju gerist það?

Hér er einnig svarað spurningunni:Ef eineggja tvíburarsystur og eineggja tvíburabræður myndu para sig saman og hvort par eignast barn, er þá líklegt að börnin yrðu lík? Eineggja tvíburar verða til þegar frjóvgað egg klofnar í tvennt. Hvenær klofnunin verður ræður því hvort tvíburarnir deila einni og sömu legkökun...

category-iconHeimspeki

Hver var afstaða Sókratesar til ástarinnar?

Þegar rætt er um viðhorf Sókratesar ber að hafa varann á, því að Sókrates samdi engin rit og lýsir því hvergi eigin viðhorfum með eigin orðum. Aftur á móti eru helstu heimildirnar um viðhorf Sókratesar ritverk nemenda hans, einkum þeirra Xenofons og Platons. Platon var afar frumlegur heimspekingur sem samdi ekki h...

category-iconVeðurfræði

Varmi leitar upp, af hverju er þá kaldara eftir því sem ofar dregur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Nú er vitað að heitt loft stígur upp og kalt loft leitar niður á við, hvernig stendur þá á því að það er kaldara uppi á fjöllum en niðri á láglendi? Loftþrýstingur fellur með hæð. Við að lyftast þenst loft út þegar þrýstingur fellur. Varmi þess dreifist þar með á meira r...

Fleiri niðurstöður