Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvenær fóru konur að erfa til jafns við karla?
Sé litið til fornra hátta á vestrænu menningarsvæði í víðum skilningi birtast tvær leiðir við skiptingu arfs eftir kynjum. Í Gamla testamentinu er gert ráð fyrir því að synir erfi á undan dætrum, enda segir Drottinn í 4. Mósebók: En til Ísraelsmanna skalt þú mæla þessum orðum: Nú deyr maður og á ekki son, skul...
Er slæðan í íslam notuð til að kúga konur?
Ómögulegt er að svara þessari spurningu með annað hvort jái eða nei-i. Slæðan sem sumar múslímakonur bera getur táknað ýmislegt. Með henni geta konur til að mynda verið að tjá menningu sína og sögu, afstöðu til trúarbragða og annarra skoðana. Slæðan getur einnig verið birtingarmynd kúgunar feðraveldis og stjórnval...
Er mögulegt að orðið dandalast komi frá Enrico Dandolo?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er mögulegt að orðið „dandalast“ sé komið frá Enrico Dandolo, sem að var blindur og reið hesti í slagtogi með krossförum til Konstantínópel? Þegar hefur verið skrifað um sögnina að dandalast á Vísindavefnum (sjá svar saman höfundar við spurningunni Hvaðan er orðið "danda...
Er hægt að fjarlægja gallgöng og lifa án þeirra?
Ef gallgöng eru fjarlægð þarf að endurbyggja þau á einhvern hátt því líkaminn getur ekki starfað til lengdar ef gall kemst ekki frá lifrinni. Gall er gulgrænn basískur vökvi sem í grófum dráttum gegnir tvenns konar hlutverki - annars vegar sér hann um að losa líkamann við úrgangsefni, til dæmis gallrauða (e. b...
Er kötturinn eina dýrið sem leikur sér að bráð?
Upprunalega var spurningin mun lengri. Í meginatriðum var hún svohljóðandi:Er vitað til að fleiri dýr en kötturinn leiki sér með bráðina? Ef svo er, er þá vitað hvaða dýr hegða sér þannig og hvers vegna? Getur verið að kötturinn sem er minnstur allra kattardýra verði að byggja upp grimmd og miðla til afkvæma sinna...
Verða allar nifteindastjörnur að tifstjörnum eða eru einhver skilyrði?
Áður hefur verið fjallað um nifteindastjörnur í svörum sama höfundar við spurningunum: Hvað eru nifteindastjörnur og hvernig uppgötvuðust þær? Hvernig myndast nifteindastjörnur? Það er viðtekin hugmynd að svonefndar tifstjörnur (e. pulsar) séu í raun nifteindastjörnur sem snúast líkt og þeytivindur. Nif...
Er það rétt að nóvemberkaktus blómstri alltaf í nóvember?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er það rétt að nóvemberkaktus blómstri alls staðar í heiminum í nóvember og ef svo er hvernig veit hann hvaða mánuður er? Nóvemberkaktus er ræktunarafbrigði sem tilheyrir ættkvíslinni Schlumbergera. Náttúruleg heimkynni þessarar ættkvíslar er skóglendi við strendur Suðaustur-B...
Hvernig er hægt að þýða orðið melancholy á íslensku?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig myndi melancholy þýðast yfir á íslensku? Ég hef séð orðabækur þýða það yfir sem þunglyndur, en mér finnst það ekki góð þýðing. Þunglyndur er að sjálfsögðu depressed. Stutta svarið við þessari spurningu er að það fer eftir samhengi hvernig best er að þýða orði...
Geta fyrirtæki ákveðið hvernig eigi að fallbeygja nöfn þeirra?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Geta fyrirtæki ákveðið sjálf hvernig nöfn þeirra eru beygð? Ég spyr vegna þess hvernig Eimskip segir á sinni heimasíðu hvernig það beygist. Þar er beygingin: Eimskip, Eimskip, Eimskip, Eimskips. Ég hefði haldið að það ætti að beygja orðið eins og skip í eintölu, það er frá Eims...
Væri hægt að lenda geimfari á ytri reikistjörnum sólkerfisins?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Væri hægt að lenda geimfari á ytri reikistjörnum sólkerfisins? Er einhver fasti til þess að lenda á? Ytri reikistjörnur sólkerfisins eru fjórar talsins: Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þær eru allar gasrisar og hafa ekkert fast yfirborð. Þess vegna er ekki hægt að le...
Er hægt að beita sauðfé og hrossum á lúpínu?
Alaskalúpína framleiðir töluvert af eiturefnum, svonefnd beiskjuefni, sem gerir hana óhentuga til beitar. En þar sem að lúpínan er næringarrík, eins og aðrar plöntur af ertublómaætt, sækir sauðfé í að bíta hana. Lúpínan er oft þétt utan girðingar á meðan innan hennar, þar sem beit er, sjást engar plöntur. Ef...
Er loftslag á jörðinni að breytast og af hverju?
Á 19. öld varð mönnum ljóst að lofthjúpurinn hækkar meðalhita jarðarinnar. Vissar lofttegundir í lofthjúpnum breyta varmageislun frá jörðinni þannig að neðri hluti lofthjúpsins og yfirborð jarðar hlýna. Þessi áhrif eru nefnd gróðurhúsaáhrif, og án þeirra væri meðalhiti jarðar undir frostmarki. Vitað var að CO2 er ...
Hvort er réttara að skrifa Efribakki eða Efri-Bakki?
Ef gengið er út frá því í nafninu að liðurinn Bakki sé sérnafn má rita Efri-Bakki en ef bakki er þarna venjulegt samnafn er ritað Efribakki. Þetta þarfnast nánari útskýringar sem fylgir hér á eftir. Rithátturinn Efribakki samræmist reglu sem var sett fram í auglýsingu menntamálaráðuneytis um stafsetningu árið 1...
Er hægt að koma örbylgjum á meira en ljóshraða?
Örbylgjur eru ein gerð rafsegulgeislunar, notaðar meðal annars til að hita upp mat og í GSM-símum. Aðrar gerðir rafsegulgeislunar eru til dæmis ljós, röntgengeislar og útvarpsbylgjur. Eini munurinn á þessum bylgjum er sveiflutíðni þeirra, sem einnig segir til um bylgjulengd rafsegulbylgjunnar og orku einstakra ska...
Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta heilu húsi?
Í svari Hildar Guðmundsdóttur við spurningunni Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta fullorðnum manni? má sjá að meðalgasblaðra getur lyft 15,7 grömmum. Það er þess vegna ekki flókið að reikna hversu margar gasblöðrur þurfi til að lyfta heilu húsi, ef við vitum hvað húsið er þungt! Hvað ætli þetta séu margar b...