Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2202 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hver var Marcus Garvey?

Marcus Moziah Garvey var blökkumannaleiðtogi og skipulagði fyrstu þjóðernishreyfingu blökkumanna í Ameríku sem eitthvað kvað að. Hann var fæddur 17. ágúst 1887 í St. Ann’s Bay á Jamaíku. Á unga aldri ferðaðist hann um Mið-Ameríku og Evrópu en hann bjó í London á árunum 1912-1914. Þá sneri hann aftur til Jamaíku o...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er asískt fólk með skásett augu?

Sóley Þráinsdóttir spurði: Af hverju eru Kínverjar og Japanir skáeygðir? Jakob Sveinsson: Af hverju er fólk frá Asíu skáeygt? Græddu þau eithvað á þvi fyrr á öldum? Í raun og veru eru ekki til nein skásett augu meðal Mongóla frekar en hjá öðrum mannna börnum. Þó má geta þess að á öllu fólki lækkar augnr...

category-iconLögfræði

Hvernig eru vímuefni skilgreind samkvæmt lögum? Gæti verið að efni sem eru lögleg í dag, yrðu bönnuð ef þau væru að koma fyrst á markað núna?

Eiturlyf hafa verið til frá alda öðli en á undanförnum áratugum hafa sterkari, og jafnvel mannskæð efni verið þróuð og hefur það kallað á hertari löggjöf um fíkniefni almennt. Á Íslandi er skýr og skilmerkileg löggjöf varðandi eiturlyf. Í lögum númer 65/1974 um ávana- og fíkniefni er í 2. grein tekið fram að v...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er marblettur?

Hér eru einnig svör við spurningunum:Hvernig fær maður marbletti og af hverju breytist liturinn á húðinni?Af hverju fær maður kúlur ef maður rekur sig í? Allir hafa dottið eða rekið sig í eitthvað og fengið í kjölfarið kúlu á höggstað og síðan marblett. Marblettur myndast eftir högg sem nær til mjúku vefjanna und...

category-iconTrúarbrögð

Stendur í Biblíunni að rastafarar eigi að reykja kannabis og megi ekki klippa á sér hárið eða borða kjöt?

Eins og fram kemur í öðru svari hér á Vísindavefnum byggir Rastafaritrú á ákveðinni túlkun á Biblíunni sem sögð er vera sú túlkun sem laus er undan áhrifum hvítra nýlendusinna. Rastafaritrú kveður ekki á um kannabisnotkun til skemmtunar en margir rastafarar reykja marijúana í trúarlegum tilgangi. Ekki er litið ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Til hvers nota fílar ranann?

Rani fíla gegnir margþættu hlutverki. Fyrst má nefna að fílar nota hann til að afla sér fæðu. Þeir brjóta með honum greinar af trjáplöntum og stinga upp í sig. Rannsóknir hafa sýnt að fílar geta lyft allt að 250 kg með rananum. Fílar nota ranann einnig til að taka upp vatn, til drykkjar, þvotta og kælingar. V...

category-iconNæringarfræði

Hvað eru margar hitaeiningar í bjór?

Eins og lesa má um í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Er áfengi fitandi?, er áfengi (etanól) eitt orkuefnanna ásamt kolvetnum, fitu og prótíni. Hvert gramm áfengis inniheldur 7 hitaeiningar (kkal), svo að öllu jöfnu eru áfengir drykkir orkuríkari eftir því sem áfengismagnið í þeim er meira. Að a...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað vitið þið um hinn óvenjulega svissneska fána?

Svissneski fáninn er hvítur jafnarma kross á rauðum feldi. Hann er óvenjulegur að því leyti að allar hliðar hans eru jafnlangar. Svissneski fáninn er einn af aðeins tveimur ferningslaga ríkisfánum heims, hinn er fáni Vatíkansins. Svissneski fáninn er hvítur kross á rauðum feldi. Svissneski fáninn á rætur að...

category-iconVísindi almennt

Hvað er nýsköpun?

Nýsköpun í sinni einföldustu mynd er að skapa eða búa til eitthvað nýtt sem og endurbæta það sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við um nýja eða endurbætta vöru, þjónustu, tækni, aðferðafræði, framleiðsluaðferð, stjórnskipulag eða leið til sölu- og markaðssetningar. Nýsköpun er ekki það sama og ný hugmynd heldu...

category-iconVísindafréttir

Sólmyrkvi á morgun 1. ágúst 2008

Svo skemmtilega vill til að á morgun, þann 1. ágúst 2008, mun verða deildarmyrkvi á sólu. Við deildarmyrkva gengur tunglið á milli sólar og jörðu og hylur hluta sólarinnar. Hægt verður að fylgjast með myrkvanum frá Íslandi á milli klukkan 8:15 og til um 10:10. Eitthvað lengra verður að bíða næsta almyrkva, sem er ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að taka mynd af svartholi?

Vísindamenn telja að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Þegar kjarnar stjarnanna falla saman undan eigin massa myndast svarthol. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn ógurlega þéttur og allur massinn er saman kominn á örlitlu svæði. Umhverfis þetta svæði er þyngdarsviðið svo sterkt að ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finnast maurar í Vestmannaeyjum og annars staðar á Íslandi?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Já, það finnast maurar á Íslandi og vel getur verið að þeir hafi slæðst til Vestmannaeyja en þeir eru ekki mjög algengir. Allt frá árinu 1994 hefur svonefndur blökkumaur (Lasius niger) fundist af og til hér á landi og árlega síðan 2002. Blökkumaur (Lasius niger). M...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar buxur eru hrognabuxur?

Flestir kannast vel við hrogn sem oftast er unnt að kaupa úr fiskborðinu í febrúarmánuði. Það eru eggin inni í sekknum sem nefnast hrogn áður en fiskurinn hefur gotið en eftir það kallast þau gota, gytja eða gýta. Sekkurinn utan um eggin er nefndur hrognabrækur eða hrognabuxur, enda minnir hann á buxur.Færri k...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á hvaða aldri er 103 ára gamall langafi minn?

Síðari liðurinn -ræður er vel þekktur í orðunum áttræður, níræður, tíræður og er í hljóðskiptum við liðinn -rað í hundrað. Fram að áttræðu er notaður síðari liðurinn -tugur, tvítugur, þrítugur, fertugur, fimmtugur, sextugur, sjötugur, það er taldir eru þeir tugir sem viðkomandi hefur lifað. Á x-tugs aldri merkir þ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Til hvers er rófubeinið?

Rófubeinið er gert úr 3-5 neðstu hryggjarliðunum í rófulausum prímötum sem runnið hafa saman. Þessir liðir eru fyrir neðan spjaldhrygginn og tengjast honum um trefjabrjósklið, sem gerir svolitla hreyfingu milli spjaldhryggs og rófubeins mögulega. Í mönnum og öðrum rófulausum prímötum er rófubeinið leifar af r...

Fleiri niðurstöður