Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2584 svör fundust
Hvað er baggalútur?
Baggalútar (hreðjasteinar) myndast í ríólíti (líparíti) við samsöfnun efnis meðan bergið er að storkna. Slík samsöfnun efnis (e. concretions) þekkist líka í seti; dæmi um slíkt eru sandkristallar – stórir, stakir kristallar til dæmis af kalsíti sem vaxa í vatnsósa seti. Baggalútar. Kúlurnar eru um 1,5 cm í þv...
Í hvaða löndum finnst íslenski hrafninn?
Fuglinn sem spyrjandi kallar „íslenska“ hrafninn nefnist á fræðimáli Corvus corax. Hann er afar útbreiddur og sjálfsagt eru fáar, ef nokkrar, aðrar tegundir sem finnast jafnvíða um heiminn. Hrafninn er áberandi fugl í íslenskri fuglafánu og kemur víða fyrir í þjóðsögum landsmanna. Það er líklega ástæðan fyrir því ...
Hvaða hlutverki gegnir taugabolur og taugasími í taugafrumum?
Taugafrumur eða taugungar eru mjög sérhæfðar frumur. Hlutverk þeirra er að flytja taugaboð frá einum stað til annars í líkamanum. Taugaboð eru dauf raf- og efnaboð. Rafboð myndast þegar taugungur verður fyrir áreiti, til dæmis þegar ljós fellur á taugung í sjónu augans eða heitur hlutur áreitir sársaukaskynfrumu í...
Hefur kartöflum verið erfðabreytt þannig að þær þoli frost á vaxtartíma?
Höfundur þessa svars hefur ekki heyrt um genabreytingu á kartöflum til að gera þær frostþolnar á vaxtartíma. Á síðari hluta liðinnar aldar gerði hins vegar dr. Einar I. Siggeirsson (1921-2007) plöntulífeðlisfræðingur tilraun með kynblöndun nokkurra mismunandi kartöfluafbrigða frá háfjöllum Perú við venjuleg ræktu...
Hvað getið þið sagt mér um lágplinísk eldgos?
Þeytigos kallast lágplinísk þegar hæð gosmakkar er 10-20 kílómetrar. Munurinn á þessum gosum og vúlkönskum er sá að í lágplinísku gosi er streymi upp úr gígnum samfellt en ekki í stökum sprengingum. Lágplinísk þeytigos eru yfirleitt skammæ og standa sjaldan lengur en nokkrar klukkustundir. Kvikan er oftast ísúr eð...
Hver er upprunaleg merking orðsins 'utangarðs'?
Sambandið að eitthvað sé utan eða innan garðs er gamalt í málinu. Garður er þarna í merkingunni ‛gerði, hleðsla utan um jarðarpart’ Í Njáls sögu segir til dæmis „sauðahús stóð í gerðinu, en garðrinn var lágr um“ (JFr I:813). Gerði er þarna landspilda umlukin garði. Í gömlum norskum lögum er tekið fram að ...
Hafa apar kímnigáfu?
Í stuttu máli „já“. Í náttúrunni sjáum við stríðni. Figan og systkyni hans voru meðal þeirra simpansa sem ég rannsakaði í Gombe í Tansaníu. Figan átti það til að ganga hring eftir hring í kringum tré, dragandi grein á eftir sér, á meðan hann fylgdist með yngri bróður sínum Flint elta sig. Flint var nýfarinn að gan...
Af hverju notum við ekki symfónía fyrir alþjóðaorðið symphony í staðinn fyrir sinfónía?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna er íslenski ritháttur alþjóðaorðsins symphony (symfony)" sinfónía? M hefur breyst í N og Y hefur breyst í I. Rithátturinn sinfónía er nokkuð gamall í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá 1925 en á Tímarit.is frá 1926. Frá svipuðum tím...
Hvað eru margir stjórnmálaflokkar á Íslandi og hvað heita þeir?
Í svari við spurningunni Hver er munurinn á stjórnmálaflokki og stjórnmálahreyfingu? segir um stjórnmálaflokka að þeir séu ólíkir öðrum samtökum að því leyti að þeir bjóða fram í almennum kosningum og hafi oftast nær það yfirlýsta markmið að vilja stjórna ríkisvaldinu. Í þessu svari er tekið mið af þessu og litið ...
Eru til íslensk heiti á risaeðlunum abelisaurus og eustreptospondylus?
Upprunalega fyrirspurnin var: Mig vantar íslensk heiti á risaeðlunum abelisaurus og eustreptospondylus. Eftir því sem næst verður komist eru ekki til íslensk heiti á þeim risaeðlum sem spurt er um. Þau heiti sem hér verður stungið upp á eru því eingöngu byggð á áliti höfundar þessa svars. Abelisaurus er...
Hvernig urðu apar til?
Apar eins og við þekkjum þá í dag urðu til með þróun sem staðið hefur yfir í mjög langan tíma. Talið er að fyrstu prímatarnir hafi komið fram á sjónarsviðið á miðju Paleósen-tímabilinu fyrir um 60 milljónum ára. Þessir forfeður apa nútímans líktust frekar íkornum en öpum því þeir voru mjög litlir og hegðuðu sér...
Getið þið sagt mér eitthvað um þríbrota?
Þríbrotar (trilobita) eru útdauður hópur liðdýra (Arthropoda) sem uppi var á fornlífsöld. Þríbrotar voru með svokallaða ytri stoðgrind sem varðveitist afar vel í jarðlögum og gerir það að verkum að þetta er einn best þekkti hópur dýra frá fornlífsöld. Þríbrotar hafa varðveist vel í jarðlögum. Elstu þríbrotarnir ...
Hvað getið þið sagt mér um trjónupeðlusveppi?
Trjónupeðla (Psilocybe semilanceata) er fremur lítill hattsveppur með mjóan og langan staf. Hann verður nokkrir sentimetrar á hæð. Trjónupeðla er ljósbrún að lit og vex í graslendi. Hún finnst í norðanverðri Evrópu og allt austur til fyrrum ríkja Sovétríkjanna auk þess sem hún vex í einhverjum mæli í Rúmeníu og ...
Ef vísindamenn mundu finna upp nýtt efni í staðinn fyrir bensín, hvernig efni mundi það vera?
Bensín er unnið úr hráolíu sem einnig er nefnd jarðolía. Í svari Leifs A. Símonarsonar við spurningunni Hversu margir lítrar af olíu eru til í heiminum? segir meðal annars þetta um tilurð jarðolíunnar:Flestir jarðfræðingar eru sammála um að jarðolía hafi myndast úr plöntu- og dýraleifum sem einkum hafa safnast sam...
Hvað var í grafhvelfingunni í Halikarnassos?
Grafhýsið í Halikarnassos hét öðru nafni grafhýsi Másolosar en af nafni hans er einmitt komið orðið mausoleum sem á ýmsum erlendum tungumálum merkir einfaldlega grafhýsi eða grafhvelfing. Grafhýsi Másolosar var reist um miðja fjórðu öld fyrir okkar tímatal og var talið eitt af sjö undrum veraldar. Þar var Másol...