Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2117 svör fundust
Hvers vegna eru loftbólur alveg kúlulaga en ekki sívalningslaga eða í laginu eins og regndropar?
Lögun loftbólna og regndropa byggist á samspili þriggja þátta, yfirborðsspennu, þrýstings og núnings. Í þessu svari verður gerð grein fyrir hvernig þessir þættir spila saman og hvaða form regndropar og loftbólur fá. Til að mynda kemur í ljós að regndropar eru sjaldnast í laginu eins og þeir eru oftast sýndir á tei...
Hver er jörðin?
Séð utan úr geimnum er jörðin fallegur bláleitur hnöttur sem gengur á braut um sólina. Mikil hreyfing er á henni, því auk þess sem jörðin gengur hratt eftir braut sinni, eða á um 107 þúsund kílómetra hraða á klukkustund, snýst hún um sjálfa sig. Þessar hreyfingar hafa talsverð áhrif á jörðu niðri og hafa mennski...
Hver var Lao Tse og hvað gerði hann?
Lao Tse var uppi í Kína á 6. öld fyrir Krist. Hann var umsjónarmaður við bókasafn framan af ævinni. Á leið sinni burt frá Kína, á efri árum, skrifaði hann bókina Tao-te-king sem þýdd hefur verið á íslensku með titlinum Bókin um veginn. Sú bók er höfuðrit taóisma, kínverskrar heimspekihefðar. Konfúsíus og Lao Ts...
Hvaða hlutverk hefur gallblaðran og hvaða áhrif hefur það á líkamann ef hún er tekin?
Til að skilja starfsemi gallblöðru er nauðsynlegt að vita hvert hlutverk galls er í meltingu fæðunnar. Gallið myndast í lifrinni og mikilvægasti hluti þess eru gallsölt, sem gegna lykilhlutverki við meltingu á fitu. Gallsaltasameindin er samsett úr stórum óhlöðnum sterakjarna og nokkrum hliðarkeðjum sem tengjast k...
Er búið að finna upp eilífðarvél? Ef ekki, hvað hafa menn þá komist næst því?
Upphafleg spurning var:Er búið að finna upp "eilífðarvél", það er vél sem er sjálfri sér nóg og gengur án ytri orkugjafa? Einhverntíma heyrði ég að svissnesk úrafyrirtæki, Jaeger-LeCoultre, hefði hannað klukku, Atmos, sem væri næst því að vera eilífðarvél því hún gengur fyrir breytingum í veðri, það er loftþrýstin...
Hvaða kennitölur eða mælikvarðar veita besta innsýn í þenslu fasteignamarkaðarins?
Engar kennitölur hafa verið settar saman, sem gefa traustar upplýsingar um verð á húsnæði í framtíðinni, þar sem margir þættir geta haft áhrif á verð íbúðarhúsnæðis á hverjum tíma. Aftur á móti hefur verið fundin ákveðin fylgni eða samband milli húsnæðisverðs og almenns hagvaxtar, sem sýnir að breytingar á fasteig...
Hvernig starfar mannsheilinn? Hverjar eru helstu heilastöðvarnar?
Mannsheilinn er geysilega flókið líffæri og ekki þekkt fullkomlega. Hins vegar hafa menn í aldanna rás lært mikið um starfsemi þessarar stjórnstöðvar mannslíkamans. Heilabörkurinn er sá hluti heilans sem er þróunarlega yngstur og þar liggja meðal annars stjórnstöðvar fyrir hreyfingar og skynjun. Heilabörkurinn lig...
Hvað er kampýlóbakter?
Campylobacter er eins og nafnið ber með sér baktería. Bókstaflega merkir campylo boginn eða beygður en orðið er grískt. Bacter merkir stafur. Bakterían, sem kalla má kampýlóbakter á íslensku, fannst fyrst í látnum fóstrum kinda árið 1909. Til eru að minnsta kosti 14 mismunandi tegundir af kampýlóbakter. Það var ek...
Getur vatn soðið skyndilega í bolla þegar hann er tekinn út úr örbylgjuofni eftir hitun?
Spurningunni fylgdi saga um ungan mann vestur í Ameríku sem varð fyrir því að vatnið í bollanum var ekki sjóðandi þegar hann tók það út úr örbylgjuofninum en gaus þá skyndilega framan í hann svo að hann brenndist illilega. Við teljum sem betur fer ekki að atvik sem þetta séu mjög líkleg, en fyrirbærið er kallað...
Hvað er kynlíf?
Hér á landi höfum við iðulega verið í vanda með að þýða hugtök á sviði kynlífs. Þetta sést til dæmis ef við flettum upp á orðinu 'kynlíf' í Orðabók Menningarsjóðs. Þar er engin skýring gefin heldur einungis sýnt samheitið 'kynferðislíf' og nefnd samsettu orðin 'kynlífs-fræðsla, -hegðun'. Hugtakið kynlíf (sexua...
Hvað er Bonsai? Er það tegund eða aðferð?
Bonsai er japanskt orð og þýðir upprunalega að planta í bakka. Merking orðsins hefur þó breyst lítið eitt með tímanum og tengist nú einkum japönskum dvergatrjám og listinni að rækta tré í bökkum. Bonsai-tré líkjast venjulegum trjám sem vaxa villt í náttúrunni nema þau eru miklu minni. Bonsai-tré eru tekin úr ...
Hvað er tvítala og hvaða dæmi um greinarmun tvítölu og fleirtölu finnast í nútíma íslensku?
Munurinn á tvítölu og fleirtölu felst í því að í fyrra tilvikinu er átt við tvo en í hinu síðara við fleiri. Þessi munur kom bæði fram í persónufornöfnum og eignarfornöfnum. Aðgreiningin er gamall indóevrópskur arfur sem lotið hefur í lægra haldi í nær öllum málaættunum. Persónufornöfnin við og þið voru no...
Hvar er dauðarefsing leyfð? Hvers vegna er henni beitt? Fækkar hún glæpum?
Breski afbrotafræðingurinn Roger Hood er víðkunnur fyrir rannsóknir sínar á dauðarefsingum í alþjóðlegu ljósi. Samkvæmt nýlegri bók hans The Death Penalty: A World-Wide Perspective heimila alls um 90 ríki dauðarefsingar og hafa flest þeirra beitt þeim á síðustu árum. Til viðbótar nefnir hann 30 ríki sem heimila da...
Af hverju sjást engar stjörnur á myndum af geimförum á tunglinu?
Þetta er athyglisverð og skemmtileg spurning. Flestir hafa séð myndir frá tunglinu eins og þá sem hér er sýnd og sumir tekið eftir að á þeim sjást engar stjörnur á himninum, jafnvel þótt hann sé svartur. Þessi staðreynd hefur ásamt öðrum orðið til þess að sumir trúa því að NASA hafi alls ekkert farið til tungl...
Verður Leoníta-loftsteinaregnið sýnilegt frá Íslandi, 18. nóvember?
Svarið er tvímælalaust já, ef veður leyfir. Skömmu eftir miðnætti dagana 17. til 19. nóvember, þegar stjörnumerkið Ljónið er fyrir ofan sjóndeildarhringinn hér á landi, mun Leoníta-loftsteinaregnið, eða loftsteinadrífan, gera vart við sig. Talið er að regnið nái hámarki hjá okkur aðfaranótt 19. nóvember, milli klu...