Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2203 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á lögum og reglum?

Í stuttu máli er munurinn á lögum og reglum samkvæmt íslenskri stjórnskipan sá að Alþingi setur lög en stjórnvöld setja reglur. Þessi hugtök hljóma að mörgu leyti keimlík en nokkur munur á lögum og reglum í lögfræðilegum skilningi. Lög eru sett af lýðræðislega kjörnum fulltrúum á þingi samkvæmt ákveðnu ferli: ...

category-iconHugvísindi

Hvað er kalvínismi eða kalvínstrú?

Kalvínismi eða kalvínstrú er algengt heiti á siðaskiptahreyfingu þeirri sem á rætur að rekja til Jóhannesar Kalvíns (Jean Calvin 1509–1564) og er þar með hliðstæða hugtaksins lútherstrú. Kalvínskar kirkjur eru á erlendum málum gjarna nefndar reformertar (af orðinu reformation sem merkir siðbót) til aðgreiningar fr...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna draga hreindýr sleða jólasveinsins?

Bandaríski jólasveinninn Santa Claus er yfirleitt talinn eiga heimkynni sín norðarlega á hnettinum, þrátt fyrir að draga nafn sitt af heilögum Nikulási sem var biskup í Litlu-Asíu. Um þetta má lesa meira í svari við spurningunni Bjó Coca-Cola-fyrirtækið bandaríska jólasveinninn til? Líklegt er að hreindýr hafi orð...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir hugtakið smásaga?

Það er hægt að skilgreina hugtakið smásaga á ýmsa vegu, til dæmis svona: Smásaga er skálduð frásögn, styttri en skáldsaga. Lengd smásagna getur þó verið allt frá einni eða nokkrum síðum upp í um eða yfir hundrað síður. Um mjög stutta texta sem geta staðið sjálfstæðir er þó stundum notað hugtakið örsaga og að sama ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er minnsta kattategundin?

Smæstur villtra katta er sandkötturinn (Felis margarita). Hann er nokkuð minni en heimilisköttur (Felis silvestris catus), fressin eru frá 2,1 til 3,4 kg en læðurnar á bilinu 1,7 til 2,5 kg að þyngd. Sandkötturinn finnst á þremur aðskildum svæðum í Asíu og Afríku; Sahara-svæðinu innan landamæra Alsír, Níger o...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna valda dýr ofnæmisáhrifum og er hægt að hafa ofnæmi fyrir feldi af sel?

Það er ekki vitað hvers vegna dýr valda ofnæmi, en öll pelsdýr geta valdið því. Þó eru einkenni mismikil eftir dýrum. Þannig eru einkenni við kattaofnæmi yfirleitt meiri en einkenni frá hundum. Einkenni frá hestum og nautgripum geta einnig verið mikil, en ofnæmi fyrir sauðfé er sjaldgæft og þá yfirleitt einnig mjö...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna er bensín þynnra en vatn?

Vatn og bensín eru bæði vökvar við stofuhita. Vatn er einungis byggt upp af vatnssameindum og er því hreint efni. Nánar til tekið er vatn efnasamband (e. chemical compound) sem hefur efnaformúluna H2O. Vatnsameindir eru því samsettar úr einni súrefnisfrumeind og tveimur vetnisfrumeindum. Bensín er hins vegar efnab...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru mörg gos þekkt í Bárðarbungu og hefur orðið mikið tjón af þeim?

Eldstöðvakerfið sem kennt er við Bárðarbungu og Veiðivötn er eitt það stærsta á landinu, um 190 kílómetra langt. Miðhluti þess er undir norðvestanverðum Vatnajökli. Stór megineldstöð, Bárðarbunga, og önnur minni sunnan hennar, Hamarinn, eru undir jöklinum. Í Bárðarbungu er stór askja, barmafull af ís, allt að 850 ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær kemur glæpon í íslenskt mál?

Nafnorðið glæpon er ekki gamalt í málinu. Eftir því sem næst verður komist fór það að skjóta upp kollinum í íslensku rétt fyrir miðja 20. öldina. Þá, eins og nú, merkti það 'glæpamann' eða 'bófa' en það hefur yfir sér óformlegan eða slangurkenndan blæ sem trúlega hefur dregið úr líkum á því að það birtist oft á pr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru orðin kona og queen eitthvað skyld?

Orðið kona er fornt að uppruna eins og við er að búast. V-ið er í stofninum, samanber beygingarmyndina kvenna, samsetningar á kven- og fornyrðin kván, kvon og kvæn, sem merkja 'kona'. Samsvarandi orð er notað í nágrannamálunum, danska kvinde, norska kvinne og sænska kvinna. En hvað með ensku? Sami orðstofn er til...

category-iconLögfræði

Er löglegt að skjóta dróna sem fer inn á einkalóð niður með haglabyssu?

Dróni er samkvæmt íslenskri orðabók fjarstýrt loftfar. Drónar eru ómönnuð loftför en samkvæmt lögum um loftferðir nr. 60/1998 er loftfar sérhvert tæki sem haldist getur á flugi vegna verkana loftsins, annarra en loftpúðaáhrifa við yfirborð jarðar. Lögin gilda því um dróna. Einnig er reglugerð nr. 770/2010 um f...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Sævarsdóttir rannsakað?

Guðrún Sævarsdóttir er dósent í verkfræði við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún stundar rannsóknir á þremur fræðasviðum orkumála, ásamt nemendum sínum og samstarfsfólki. Á sviði jarðhita hefur hún stundað rannsóknir á vinnslubúnaði sem getur tekið við jarðhitavökva frá djúpborun og hvernig st...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Þorsteinn Loftsson rannsakað?

Á ferli sínum sem vísindamaður hefur Þorsteinn Loftsson fengist við ýmis viðfangsefni en þekktastur er hann fyrir rannsóknir á svokölluðum sýklódextrínum. Sýklódextrín (e. cyclodextrin) eru hringlaga fásykrungar sem má til dæmis nota við að auka vatnsleysanleika fituleysanlegra lyfja. Þorsteini og samstarfsfólki h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni nafnsins á gyðingakökum, þessum ómissandi smákökum á jólaborðið?

Gyðingakökur eru kringlóttar smákökur úr ljósu deigi með söxuðum möndlum og perlusykri ofan á. Í bókinni Matarást eftir Nönnu Rögnvaldardóttur segir um nafnið á kökunum: þýðing úr dönsku, jødekager, og í matreiðslubók maddömu Mangor frá 1836 eru tvær útgáfur af kökunum, svo að þær hafa þá verið alkunnar í Danmö...

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða rannsóknir hefur Stefanía Óskarsdóttir stundað?

Rannsóknir Stefaníu Óskarsdóttur, dósents í Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, eru á sviði samanburðarstjórnmála með áherslu á íslensk stjórnmál. Síðustu ár hefur Stefanía einkum skoðað þróun þingræðisskipulagsins hérlendis og aðkomu hagsmunasamtaka að opinberri ákvarðanatöku. Hún hefur sýnt fram á að íslensk s...

Fleiri niðurstöður