Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju snýr tunglið alltaf sömu hlið að okkur?

Ástæðan fyrir þessu tengist sjávarföllunum sem við sjáum á hverjum degi við strendur landsins. Sjávarföllin verða af því að þyngdarkrafturinn frá tungli á jörðina er meiri á þeirri hlið jarðarinnar sem snýr að tungli heldur en í miðju jarðarinnar og hins vegar minni á þeirri hlð jarðar sem snýr frá tunglinu. Þetta...

category-iconStærðfræði

Hvað er hægt að búa til margar mismunandi sudokuþrautir?

Fjöldi mismunandi sudokumynstra (e. Sudoku grids) á borði af stærðinni 9×9 er 6.670.903.752.021.072.936.960. Þessi tala er gefin upp í grein eftir Þjóðverjann Felgenhauer og breska stærðfræðinginn Jarvis sem kallast Enumerating possible Sudoku grids (Talning mögulegra sudokumynstra). Til þess að reikna þessa tölu ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er talað um að menn séu apar?

Það er ekki alveg ljóst við hvað spyrjandi á við. Stundum segjum við að einhver sé algjör api eða algjör asni og þá meinum við það ekki bókstaflega heldur eignum við viðkomandi eiginleika sem við teljum að tilheyri þessum dýrategundum. Svo gæti verið að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvort menn og mannapar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það bara mýta að rykmaurar séu á Íslandi?

Rykmaurar eru áttfætlumaurar sem taldir eru útbreiddir um allan heim og í mörgum löndum eru þeir ein meginorsök fyrir astma og ofnæmisbólgum í nefi. Þeir eiga einnig þátt í ofnæmisexemi (barnaexemi), sem er mjög algengt fyrstu tíu ár ævinnar. Oftast er talað um tvær tegundir rykmaura: Dermatophagoides pteronyssinu...

category-iconHugvísindi

Hvernig er hægt að útskýra heimspeki Heideggers á mannamáli?

Þessari spurningu verður best svarað í verki, það er að segja með því að útskýra í stuttu máli nokkra helstu þættina í heimspeki þýska hugsuðarins Martins Heideggers (1889–1976), en í öðru svari er fjallað nánar um hvað felist í orðinu mannamál. Í skrifum sínum og hugsun reyndi Heidegger einmitt að streitast ge...

category-iconHagfræði

Hver yrði árlegur kostnaður Íslands við aðild að ESB?

Beint framlag íslenska ríkisins til Evrópusambandsins eftir hugsanlega aðild að sambandinu yrði að öllum líkindum á bilinu 13-15 milljarðar íslenskra króna árlega. Erfitt er að meta hversu mikið Ísland fengi til baka í formi styrkja; það veltur aðallega á niðurstöðum aðildarviðræðna en einnig á frumkvæði Íslending...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að fara í stafræna segulómmyndun á Íslandi?

Segulómmyndir eru alltaf stafrænar (e. digital) vegna þess að tæknin er í eðli sínu þannig að tölva er notuð til að reikna og birta mynd, en myndin byggir á athugun á því hvernig efni líkamans haga sér í segulsviði. Tæknin á bak við segulómmynd er nokkuð flókin og lesa má meira um hana í svari við spurningunni Mig...

category-iconJarðvísindi

Hvernig eru kol til að teikna með búin til?

Kol eru rík af frumefninu kolefni og eru fyrirtakseldsneyti þar sem þau brenna vanalega vel. Hefðbundin kol kallast einnig steinkol eða náttúruleg kol þar sem þau myndast í náttúrunni úr jurtaleifum við súrefnissnauðar aðstæður, til dæmis í mýrum og fenjum. Ummyndun jurtaleifanna í kol tekur milljónir ára og þarfn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið „að seljast eins og heitar lummur“?

Orðatiltækið að eitthvað seljist eins og heitar lummur er ekki gamalt í málinu. Dæmi fara ekki að sjást á timarit.is fyrr en eftir miðja 20. öld. Heitar lummur þóttu, og þykja mörgum enn, mesta lostæti og hægt var að á síðustu öld að kaupa nýbakaðar lummur á kaffihúsum. Því hefur þótt gott að grípa til þeirra þega...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju er Ísland ekki aðili að Geimvísindastofnun Evrópu?

Íslendingar eiga ekki aðild að Geimvísindastofnun Evrópu (e. European Space Agency, ESA) vegna þess að þeir hafa aldrei sóst eftir aðild. Í nóvember árið 2003 kom engu að síður hópur sérfræðinga frá ESA til Íslands til að kynna starfsemi samtakanna fyrir ráðamönnum og fulltrúum vísinda og rannsókna á Íslandi. Ekke...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er rétt að tala um 'góð eða léleg gæði'?

Til að byrja með er ágætt að hafa í huga að gera verður greinarmun á því í hvaða samhengi orðið gæði er notað. Til dæmis er unnt að tala um gæði í samhengi gæsku eða góðmennsku og þá mætti segja að einhver sé gæðasál. Aftur á móti vísar spyrjandi hér til gæða í merkingunni eiginleiki (e. quality). Betur fer að ...

category-iconLandafræði

Hvernig er hægt að finna lengdar- og breiddargráðu staða?

Það hefur lengi tíðkast að gefa upp staðsetningu á yfirborði jarðar með því að nota bauganet sem eins konar ímyndað hnitakerfi lagt yfir jarðarkúluna. Í þessu kerfi myndar miðbaugur hring sem skiptir jörðinni í tvo jafn stóra hluta, norðurhvel og suðurhvel. Samhliða miðbaug eru 90 breiddarbaugar til norðurs og 90...

category-iconLögfræði

Hvaða hugmyndafræði býr að baki dómum dómstóla um málskostnað?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaða hugmyndafræði býr að baki dómum dómstóla um málskostnað? Nú er það svo að dæmdur málskostnaður er oft einungis brot af málskostnaði, sem þýðir að aðili sem vinnur, tapar. Hefur verið á það reynt að aðili sem vinnur mál en fær bara hluta málskostnaðar dæmdan, stef...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er hægt að hæla einhverjum upp í hástert?

Að hæla einhverjum upp í hástert merkir að 'hrósa einhverjum afar mikið’. Einnig er talað um að hrósa einhverjum upp í hástert og lofa einhvern upp í hástert í sömu merkingu og er hið síðast nefnda elst í söfnum Orðabókar Háskólans. Dæmi eru um að þrasa við einhvern upp í hástert, rífast við einhvern upp í hástert...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að spekúlera og hvaðan er það komið?

Sögnin að spekúlera var tekin að láni úr dönsku á 17. öld í merkingunni 'velta fyrir sér; fást við fjármálabrask’. Danska sögnin og sú íslenska eiga rætur að rekja til latínu spekulārī 'skoða’. Sögnin að spekúlera var tekin að láni úr dönsku á 17. öld í merkingunni 'velta fyrir sér; fást við fjár...

Fleiri niðurstöður