Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1275 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvað er járngrýti?

Járn er næst-algengasti málmur jarðskorpunnar, á eftir áli (alúminíum). Það berg sem er nægilega járnauðugt til þess að borgi sig að vinna það kallast járngrýti. Jarðkjarninn er úr járni, en við þær aðstæður sem ríkja á yfirborði jarðar er járnmálmur (Fe) ekki stöðugur, eins og bíleigendur þekkja af baráttu si...

category-iconLífvísindi: almennt

Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um aspir?

Ösp (Populus) er ættkvísl stórvaxinna lauftrjáa. Innan ættkvíslarinnar eru 25-35 tegundir sem fyrirfinnast víða á norðurhveli jarðar. Aspir eru yfirleitt 15-50 metra háar og getur trjástofn stærstu tegunda orðið allt að 250 cm í þvermál. Venjulega er trjábörkur ungra aspa frá hvítum lit upp í grænleitt. Í eldri tr...

category-iconLífvísindi: almennt

Er það rétt sem Dr. House segir í einum þætti að ef DNA okkar breytist um 1% þá verðum við höfrungar?

Sjónvarpspersónan Dr. House segir eitthvað á þessa leið í einum þætti: „Ef DNA okkar breytist um 1% þá verðum við höfrungar.“ Þessi setning felur í sér þá hugmynd að menn og höfrungar séu eins að upplagi. Það er rétt, menn (homo sapiens) og höfrungar eru bæði spendýr með áþekka grunnbyggingu og líkamsstarfsemi. ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er uppruni orðsins víkingur? Gæti verið að þessi „stétt“ fornmanna hafi komið frá Vík í Noregi?

Í held sinni hljóðar spurningin svona:Ég hef hvergi rekist á þá skýringu að starfsheitið „víkingur“ kunni að vera tilkomið vegna þess að upprunalega hafi þessi „stétt“ fornmanna komið frá, eða þeir lagt upp frá Vík í Noregi. Er mögulegt að þetta kunni að vera skýringin? Um uppruna orðanna víkingur og verknaðarh...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Sturlungaöld er oft lýst sem einu ofbeldisfyllsta tímabili Íslandssögunnar. Eru til heimildir um hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld? Nokkuð hefur verið á reiki hvaða tímabil falli innan marka Sturlungaaldar. Hún hefur verið talin hefjast um miðja 12. öld, um 1200,...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Við fundum bjöllur í ljósakúpli, getið þið greint tegundina?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Við fundum bjöllur í ljósakúpli sem við höfum ekki séð fyrr hjá okkur. Er hægt að greina þær út frá myndinni? Mynd sem spyrjandi sendi. Sennilega er um tegund af títlubjallnaætt (Anobiidae) og þá líklegast tegundin perluþjófur (Niptus hololeucus), þó húsþjófur (Ptinus tectu...

category-iconEfnafræði

Hver uppgötvaði frumefnið magnesín?

Eftirfarandi spurningum er einnig svarað: Hvað er magnesín? (Jón Pétur) Er magnesín eðlisþungt og við hvaða hitastig kviknar í því? (Helgi) Magnesín (Mg, magnesíum) er í flokki 2 í lotukerfinu en til hans heyra jarðalkalímálmar. Það hefur sætistöluna 12 í lotukerfinu og er skínandi gráhvítt á að líta. Bræðslu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Veldur stress krabbameini?

Það virðist vera almenn trú manna að stress geti valdið krabbameini. Oft tengja nýgreindir sjúklingar myndun krabbameinsins við ákveðinn alvarlegan lífsviðburð fyrr á ævinni. Getgátur hafa verið uppi um að ónæmiskerfið bælist við stress og við það nái krabbameinfrumur að vaxa upp sem annars væri haldið niðri af ón...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er loftslag á jörðinni að breytast og af hverju?

Á 19. öld varð mönnum ljóst að lofthjúpurinn hækkar meðalhita jarðarinnar. Vissar lofttegundir í lofthjúpnum breyta varmageislun frá jörðinni þannig að neðri hluti lofthjúpsins og yfirborð jarðar hlýna. Þessi áhrif eru nefnd gróðurhúsaáhrif, og án þeirra væri meðalhiti jarðar undir frostmarki. Vitað var að CO2 er ...

category-iconFélagsvísindi

Hefur eitthvað breyst í stefnu Bandaríkjanna til Ísraels frá því Obama varð forseti?

Bandaríkin hafa löngum verið helsti bandamaður Ísraels í deilum þess ríkis við nágranna sína. Undir stjórn Baracks Obama hefur samband þessara ríkja veikst nokkuð en áhrif gyðinga í Bandaríkjunum gera það að verkum að ólíklegt er að Bandaríkin hætti alfarið að styðja við Ísraelsríki. Þá hefur neitunarvald Bandarík...

category-iconJarðvísindi

Hvaða tjón gæti mögulega hlotist af gosi í Bárðarbungu?

Tjón af völdum gosa á jökulþöktum hluta Bárðarbungu-Veiðivatnakerfis getur bæði stafað af gjóskufalli og jökulhlaupum. Gjóskufall í byggð olli líklega einna mestu tjóni í gosi í ágúst og september 1717. Þá féll gjóska um Norður- og Austurland frá Eyjafirði austur á Hérað, svo að haglaust varð og tafir á heyskap.[1...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Er vitað hvernig sortulyngsblek var búið til á Íslandi og hver er þá uppskriftin?

Engar lýsingar eru til á blekgerð á Íslandi til forna en elsta heimildin um þá iðju er frá 17. öld. Þar er um að ræða kvæði Árna Þorvarðarsonar prests á Þingvöllum (um 1650 til 1702) en í því felst uppskrift af bleki þar sem sortulyng kemur við sögu og lýsing á aðferð við blekgerðina. Kvæðið er eftirfarandi: ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Var til sérstök stétt skrifara á miðöldum?

Oft er orðið skrifari skilgreint þannig að um sé að ræða mann sem skrifar bækur eða skjöl í atvinnuskyni. Þessi skilgreining á við síðari aldir (fyrir tíma ritvélarinnar) þegar margir embættismenn og opinberar stofnanir urðu að hafa skrifara við vinnu. Á miðöldum var samfélagið ekki eins flókið og nú og opinber...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir stundaði Gunnar Karlsson?

Gunnar Karlsson (1939-2019) lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1970 með sögu Íslands sem kjörsvið. Árið 1978 varði hann doktorsritgerð um sagnfræðilegt efni við sömu stofnun. Hann starfaði sem háskólakennari í sagnfræði á árunum 1974 til 2009, fyrst í University College í London 1974–7...

category-iconHeimspeki

Er þjóðin stjórnarskrárgjafinn?

Hér er líka að finna svar við spurningunni: Hver er munurinn er á því að setja stjórnlög og önnur lög? Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega já. Og þjóðin er í sama skilningi löggjafi. Þar sem í lýðræðisríki er valdið hjá almenningi eða þjóðinni, og þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda, er miki...

Fleiri niðurstöður