Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 294 svör fundust
Af hverju er mikilvægt að borða grænmeti?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er það í matnum sem heldur okkur lifandi? þarf líkaminn nauðsynlega að fá vatn, prótín, kolvetni, fitu, vítamín og steinefni til þess að vaxa, þroskast og viðhalda góðri heilsu. Allt þetta þarf að vera í góðu jafnvægi og þess vegna er mikilvægt að borða holla og fjö...
Hvað verður um alla fitu sem við neytum?
Megnið af þeirri fitu sem við fáum úr mat eru efnasambönd sem kallast þríglýseríð, en þau eru samsett úr glýserólsameind sem þrjár fitusýrur eru tengdar við. Önnur fituefni í mat eru fosfóglýseríð, steról (eins og kólesteról), og fituleysanleg vítamín. Enn fremur innihalda þarmarnir svolítið af fitu sem er upprunn...
Hvers vegna eykst sykursýki hjá börnum og unglingum svona mikið?
Á síðustu þremur áratugum að minnsta kosti hefur nýgengi og algengi sykursýki hjá börnum og unglingum aukist jafnt og þétt, einkum í vestrænum löndum. Tölur frá Finnlandi og Svíþjóð eru með því hæsta í heiminum. Aukningin hefur þar verið 3-3,5 % á ári. Nýgengi er skráð sem fjöldi tilfella á ári hjá börnum innan 15...
Hefur endorfín sömu áhrif og vímuefni á líkamann?
Endorfín er stytting á enska hugtakinu endogenous morphine sem þýtt hefur verið sem innrænt morfín vegna þess að það myndast í heila og hefur efnafræðilega byggingu sem svipar til morfíns og annarra ópíata. Að minnsta kosti 18 efnasambönd hafa fundist í þessum flokki, auk svokallaðra enkefalína sem myndast einnig ...
Hvaða efni er EPO?
EPO er skammstöfun á enska orðinu erythropoietin og hefur verið þýtt sem rauðkornavaki á íslensku. Það er hormón myndað í nýrum og berst frá þeim með blóðrás til blóðmergs (rauðs beinmergs) og örvar myndun rauðkorna. Myndun rauðkornavaka er háð súrefnismagni blóðs sem fer bæði eftir súrefnismagni andrúmslofts og f...
Hvað tekur rotnun líks í sjó langan tíma og getur hitastig sjávar skipt þar máli?
Ekki er unnt að setja fastan tíma á niðurbrot líkama í vatni fremur en í jörðu. Þó er niðurbrot líkamsleifa í sjó eða vötnum með nokkuð öðrum hætti en líka, sem umbreytast undir beru lofti eða í jörðu og skiptir hitastig miklu máli. Líkamar manna, sem drukkna í sæ eða vötnum kólna hraðar en líkamar á þurru landi....
Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn?
Allir fiskar og reyndar öll dýr sem lifa í vatni, hafa sitt eigið seltusvið, en það merkir að þau eru aðlöguð lífi í vatni með ákveðinn seltustyrk. Í raun inniheldur allt vatn eitthvað salt, hvort sem við köllum það ferskvatn eða saltvatn. Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp hvað átt er við með osmósu...
Eru til pillur sem halda hundaofnæmi í skefjum?
Andhistamín, er hópur lyfja, sem við Íslendingar köllum rangnefninu ofnæmistöflur. Andhistamín keppa um sæti á svo kölluðum histamín-viðtækjum við histamín, sem er eitt aðalboðefnið við ofnæmisviðbrögð og veldur miklum roða, kláða og bjúg í húðinni og bjúg og samdrætti í sléttum vöðvum í innri líffærum. Andhis...
Hvernig starfa líffæri meltingakerfisins saman og hvaða efnaskipti fara þar fram?
Fæða er líkamanum nauðsynleg af tveimur meginástæðum. Í fyrsta lagi er hún eldsneyti þar sem hún gefur frumum þá orku sem þarf til að framkvæma efnabreytingar og knýja líkamsstarfsemi eins og vöðvasamdrátt, flutning taugaboða, efnaseyti og efnaupptöku. Í öðru lagi er fæða hráefni því að í henni eru alls kyns nærin...
Hvaða hlutverki gegnir brisið í líkamanum?
Briskirtillinn eða brisið er svolítið sérstakur kirtill þar sem hann er bæði útkirtill og innkirtill. Útkirtilshluti brissins eru kirtilblöðrur sem mynda brissafa og seyta honum út í brisgöng sem bera hann ofan í skeifugörnina. Á leiðinni í skeifugörnina sameinast brisgöng gallgöngum frá lifur. Brissafinn er g...
Hver var William Harvey og hvaða uppgötvanir gerði hann?
Enski læknirinn William Harvey var fyrstur til að lýsa nákvæmlega hringrás blóðsins um líkamann. Hann uppgötvaði að blóðið flæðir frá hjartanu með slagæðum og snýr til baka til hjartans með bláæðum. Hann sannaði að hjartað ynni eins og pumpa og sæi um að dæla blóðinu um líkamann. Uppgötvun hans hefur verið talin m...
Hvernig þarf maður að bæta upp þá næringu sem maður fær ekki ef maður borðar ekki fisk?
Upphafleg spurning var:Hvað getur maður borðað eða tekið inn ef maður getur ekki borðað fisk? Og þá hversu mikið magn til að fá öll þau bætiefni sem líkaminn þarf?Í fiski er að finna mörg lífsnauðsynleg næringarefni, en flest þeirra er einnig hægt að fá í ríkum mæli úr öðrum fæðutegundum. Í raun er aðeins tvö lífs...
Hvað er marblettur?
Hér eru einnig svör við spurningunum:Hvernig fær maður marbletti og af hverju breytist liturinn á húðinni?Af hverju fær maður kúlur ef maður rekur sig í? Allir hafa dottið eða rekið sig í eitthvað og fengið í kjölfarið kúlu á höggstað og síðan marblett. Marblettur myndast eftir högg sem nær til mjúku vefjanna und...
Eru lygamælar til og ef svo er hvernig verka þeir?
Lygamælar heita á erlendum málum 'polygraph' en ganga oftast undir svipuðu nafni og íslenska heitið á þessu fyrirbæri; á ensku kallast þeir 'lie detectors'. Orðið polygraph merkir eiginlega að 'skrifa margt', enda eru lygamælar tæki sem nema og skrá samtímis ýmsar breytingar á líkamsstarfsemi, til dæmis á hjartslæ...
Getum við lifað á hundasúrum, grasi og öðru slíku eins og hestarnir og kýrnar?
Við fáum orku úr jurtum fyrst og fremst í formi sterkju sem er forðasykra plöntunnar, samsett úr glúkósasameindum. Aðalbyggingarefni og uppistaða í frumuveggjum plantna er svokallað beðmi eða sellulósi. Það er einnig úr glúkósasameindum en þær tengjast öðruvísi en glúkósasameindir sterkjunnar og meltingarensím man...