Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvar er hægt að finna sögu landnámsmannsins Atla grauts?

Frá Atla graut, eða Graut-Atla eins og hann er oftast kallaður, er sagt í Landnámabók. Þar kemur fram að bræðurnir Ketill og Graut-Atli, synir Þóris þiðranda, hafi farið úr Veradal í Noregi til Íslands og numið land í Fljótsdal. „Graut-Atli nam ina eystri strönd Lagarfljóts allt á milli Giljár og Vallaness fyrir v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er það komið að kalla stelpur 'fröken fix'?

Lýsingarorðið fix ‘fimur, laginn’ er tökuorð úr dönsku fiks ‘duglegur, flinkur, fljótur’ og þekkist í þessari merkingu frá því á 18. öld. Um miðja síðustu öld og lengur var gjarnan talað um að flík, til dæmis kjóll eða blússa, væri fix og að einhver, langoftast kona væri fix eða fix í sér: ,,Hún er alltaf svo fix,...

category-iconTölvunarfræði

Hvar á Íslandi er hægt að búa til róbóta?

Spurt er hvar hægt sé að búa til róbóta á Íslandi og gæti svarið verið jafn margbrotið og sá fjöldi róbóta sem mögulegt er að smíða. Það almennasta og víðtækasta er þó: „Heima hjá þér“. Það er margt sem þarf að huga að ef smíða skal róbóta, en slíkar vélar eru misflóknar. Róbóta sem elt getur ljós má til dæmis ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðatiltækið "að sofa í hausinn á sér" til?

Orðasambandið að sofa í hausinn á sér er notað í merkingunni 'fara að sofa'. Það er allvel þekkt í talmáli þótt ekki hafi það komist í orðabækur eða orðtakasöfn enn. Fólk á miðjum aldri og eldra þekkir sambandið allt frá bernsku og segir að það hafi aðeins verið notað við krakka sem tregir voru til að fara að sof...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað brennir mannslíkaminn að meðaltali mörgum hitaeiningum á dag?

Orkuþörf mannslíkamans er mjög breytileg og er háð ýmsum þáttum. Það sem mestu máli skiptir er hversu virkur viðkomandi einstaklingur er. Sá sem hreyfir sig lítið allan daginn hefur mun minni orkuþörf en sá sem er mjög líkamlega virkur, að ekki sé talað um þann sem vinnur erfiðisvinnu eða stundar íþróttir. Einnig ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Gæti ég fengið að vita það helsta um kolefni?

Kolefni kemur við sögu í öllu okkar daglega lífi. Fæðan sem við neytum inniheldur kolefni, flíspeysurnar okkar eru úr kolefni, við notum kolefni til að knýja bílana okkar, sumir skreyta sig með kolefni, við skrifum með kolefni, notum það til að grilla og það kemur mikið við sögu í hinum svokölluðu gróðurhúsaáhrifu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ganga djúpar lægðir yfirleitt yfir landið að nóttu til?

Ekki hafa komið fram neinar marktækar vísbendingar um að óveður gangi yfir landið á einum tíma sólarhringsins fremur en öðrum. Sé stormur (hámarksvindhraði yfir 20 m/s) í Reykjavík talinn eftir athugunartímum á tímabilinu 1974 til 2007 fæst eftirfarandi tafla: AthugunartímiFjöldi tilvika 0...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er merkingin í orðatiltækinu 'að tefla við páfann'?

Orðasambandið að tefla við páfann merkir ‘að ganga örna sinna, kúka’. Elst dæmi um það í ritmálssafni Orðabókarinnar er frá miðri 19. öld í bréfi frá Jónasi Hallgrímssyni. Af sama tagi eru orðasamböndin að heimsækja páfann, að tala við páfann og að gjalda páfanum skatt og eru þau öll yngri. Einnig er talað um að t...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er merkingin í að 'ryðja sér til rúms'?

Orðasambandið að ryðja sér til rúms er notað í merkingunni 'dreifast, breiðast út, hljóta almenna viðurkenningu'. Það er þekkt þegar í fornu máli í eiginlegri merkingu. Í Flateyjarbók stendur til dæmis:ek spurða þá, hvar ek skyldi sitja. Hann bað mik þar sitja sem ek gæta rutt mér til rúms ok kippt manni ór sæti. ...

category-iconJarðvísindi

Er hætta á að aftur verði eldgos í Vestmannaeyjum?

Já það er líklegt að aftur gjósi í Vestmannaeyjum og reikna má með gosi hvenær sem er í Vestmannaeyjaeldstöðinni. Eldvirkni á Íslandi er núna aðallega bundin við tvö gosbelti. Annað er frá Reykjanesi til Langjökuls en hitt er frá Vestmannaeyjum þvert yfir allt Ísland til Melrakkasléttu. Mynd af gosinu í Vestma...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær er talið að næsti loftsteinn lendi á jörðinni?

Næsti loftsteinn lendir örugglega á jörðinni í dag! Eins og fram kemur í fróðlegu svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað eru miklar líkur á því að geimgrýti rekist á jörðina? verður jörðin daglega jörðin fyrir ágangi milljóna smásteina sem eru á sveimi úti í geimnum. Flestir þessara steina eru afa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig finna dýr á sér að náttúruhamfarir séu yfirvofandi?

Náttúruhamfarir geta verið ýmis konar, til dæmis vegna veðurs, eldgoss, vatnagangs eða jarðskjálfta. Það er vel þekkt að dýr geta sýnt einkennilega hegðun rétt fyrir jarðskjálfta og nokkrar kenningar eru uppi um hvað veldur því. Ýmsar breytingar verða í náttúrunni rétt fyrir mikla jarðskjálfta og það getur vald...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera krunk þegar maður er blankur?

Í Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál frá 1982 er lýsingarorðið krunk fletta og merkingin sögð ‘peningalaus, blankur, krúkk’. Ekki er vísað til uppruna orðsins. Lýsingarorðið krúkk, sem vísað var til, er einnig fletta í slangurbókinni. Það er sagt tökuorð úr dönsku kruk í merkingunni ‘pening...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver fann upp eða byrjaði að nota hugtakið kynlíf?

Við lestur valinna bóka á sviði kynheilbrigðismála sem komu út hér á landi á tímabilinu 1943 og fram til ársins 1948 má greina breytingar á notkun á því yfirhugtaki sem meðal annars nær yfir kynvitund og kynhegðun mannsins, það er hugtakið kynlíf. Farið er að nota hugtakið kynlíf um miðja síðustu öld. Í bókinn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Lærir maður að kyngja eða er það meðfæddur hæfileiki?

Kynging er flókið, sjálfvirkt taugaviðbragð sem við fæðumst með, þótt við lærum að stjórna því að einhverju leyti með viljanum þegar við verðum eldri. Þetta viðbragð þróast tiltölulega snemma því í lok fyrsta þriðjungs meðgöngu er fóstur farið að kyngja legvatni. Kynging felst í því að koma fæðu eða einhverju ö...

Fleiri niðurstöður