Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Deyja geitungar ef þeir missa broddinn?
Upprunalega hljómaði spurningin svona: Ég heyrði um daginn að geitungur sem hafði verið fangaður í krukku hafi reynt að stinga sig í gegnum krukkuna og þá datt broddurinn af. Hvað gerist þegar broddurinn dettur af? Kemur þá nýr broddur á? Broddur geitunga, rétt eins og broddur hunangsflugna og býflugna, er um...
Gætu mörgæsir búið í Bolungarvík?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju þurfa mörgæsir að lifa í kulda? Gætu þær búið í Bolungarvík? Mörgæsir þurfa alls ekki að lifa í kulda. Ólíkt því sem margir halda þá lifa mörgæsir ekki aðeins á köldum úthafseyjum suðurhafanna og á Suðurskautslandinu, heldur finnast stofnar einnig á Nýja-Sjálandi, í...
Hvað eru íþróttir og hvað skilgreinir þær?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er það sem Íþróttasamband Íslands tekur tillit til þegar það leyfir / viðurkennir íþróttir? Skilgreining íþrótta er ekki náttúrulega gefin staðreynd, heldur ræðst hún af sögulegum, félagslegum, menningarlegum og pólitískum forsendum á hverjum stað á hverjum tíma. Það er þv...
Hvað þarf að flytja mikið af erfðaefni úr mönnum í apa til að þeir teljist til manna?
Sá munur sem er á erfðaefni manna og apa, til dæmis simpansa, hefur enn ekki verið skilgreindur, en þær athuganir sem hafa verið gerðar benda til þess að flest gen manns og simpansa séu nauðalík. Engum dylst þó að mikill munur er á tegundunum bæði hvað varðar útlitseinkenni og vitsmuni. Það hlýtur því að vera munu...
Hvernig geta fyrirtæki sem rekin hafa verið með tapi í mörg ár verið miklu meira virði en fyrirtæki sem skila góðri afkomu?
Verðmæti fyrirtækja ræðst af núvirði þess fjárstreymis sem rekstur þess skilar yfir líftíma fyrirtækisins. Þar sem framtíðarfjárstreymið er að sjálfsögðu ekki þekkt verða fjárfestar að áætla það út frá ýmsum þáttum, svo sem vexti þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið starfar í, markaðshlutdeild fyrirtækisins, fram...
Hvað er múkk, sjúkdómur sem hrjáir hesta?
Múkk er húðbólga í kjúkubótinni á hestum, en kjúkubótina er að finna aftan til á kjúkunni, undir hófskegginu. Húðin er tiltölulega þunn og viðkvæm á þessu svæði. Fyrstu einkennin eru aukin fitumyndun í húðinni sem getur þróast í vessandi bólgu og sár. Hross geta orðið hölt af þessum sökum. Ekki er vitað með vissu ...
Hvernig er sönnun Pascals á því að betra sé að trúa á Guð?
Í riti sínu Pensées (grein 418) segir Blaise Pascal (1623-1662): Annað hvort er Guð til eða hann er ekki til. En hvort eigum við að halda? Skynsemin getur ekki skorið úr. Á milli þessara tveggja kosta er ginnungagap og úti í óendanleikanum er hlutkesti varpað. Hvor hliðin kemur upp? Á hvað ætlar þú að veðja? S...
Eru sækýr sjónlausar og þá af hverju?
Rétt er að þær tegundir sem tilheyra ættkvíslinni Trichechus (eiginlegar sækýr; enska manatee) eiga það meðal annars sameiginlegt að sjón þeirra er ekki vel þróuð. Því er ekki auðsvarað hvers vegna svo er en sennilega má rekja það til aðlögunar að umhverfinu. Það er einkum tvennt sem gæti skýrt að ekki reynir ...
Ef allir bílar í heiminum gengju fyrir vetni myndi þá rigna endalaust um allan heim?
Í stuttu máli: Nei það myndi ekki gerast. Vert er að líta á nokkur atriði í þessu sambandi. Þegar bílar eru í gangi gefa þeir frá sér bæði vatnsgufu og koltvísýring (CO2). Nú þegar berst því mikil vatnsgufa út í andrúmsloftið frá allri umferð. Umferðin ásamt hitun frá húsum og ljósum í borginni veldur því einn...
Gefum okkur að Pangea hafi verið á tilteknum stað á jarðarkúlunni, hvað var þá hinum megin?
Spurningin í heild var sem hér segir:Gefum okkur að Pangea hafi verið á tilteknum stað á jarðarkúlunni, hvað var þá hinum megin? Þ.e. maður myndi halda að sjór ætti að dreifast jafnt yfir alla jörðina á milli "fjalla". Ætti þá ekki líka að hafa verið þurrt land andspænis Pangeu? Einn að pæla. Stutta svarið...
Hvernig ala sniglar upp afkvæmi sín?
Svarið við þessari spurningu er einfalt: Sniglar ala afkvæmi sín ekki upp á nokkurn hátt. Æxlun snigla fer yfirleitt fram inni í kvendýrinu, það er innvortis frjóvgun eggfrumanna. Það þekkist þó meðal frumstæðra hópa fortálkna (sjá umfjöllun um undirhópa snigla í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið...
Af hverju sofum við?
Ýmislegt bendir til þess að við sofum frekar til þess að hvíla hugann heldur en líkamann. Heiða María Sigurðardóttir fjallar um tilgang svefns í svari við spurningunni Hvers vegna sofum við? Þar segir meðal annars: Rannsóknir á mönnum hafa samt leitt í ljós að fólk sem ekki fær að sofa verður slappt og sljótt og...
Hvernig geta bankar verið of stórir til að falla?
Of stór til að falla er hugtak sem er oft notað í bankaheiminum til að lýsa bönkum sem talið er að miklar líkur séu á að hið opinbera muni koma til bjargar ef þeir lenda í vandræðum. Skýringin er að fall þeirra myndi valda svo mikilli röskun á efnahagslífinu og ýmiss konar tjóni að nær óhugsandi sé að það verði lá...
Samrýmist afstaða Lúthers til hjónaskilnaða afstöðu Jesú?
Upphafleg spurning var á þessa leið:Lúther vildi leyfa skilnað þó Jesús harðbannaði það. Af hverju?1. Jesús og hjónabandið Spurningin virðist byggjast á misskilningi því samkvæmt Matteusarguðspjalli leyfir Jesús hjónaskilnaði þar sem hann segir: „Vegna harðúðar hjartna yðar leyfði Móse yður að skilja við konu...
Hvernig verður framtíðin?
Þessa spurningu má skilja á að minnsta kosti tvo vegu: (i) Hvað mun gerast í framtíðinni? (ii) Með hvaða hætti verður framtíðin að veruleika? Spurningu (i) er lauflétt að svara. Ég einfaldlega veit ekki hvað mun gerast í framtíðinni og ef einhver þykist vita það þá hlýtur hann að segja ósatt. Hins vegar má vel...