Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2584 svör fundust

category-iconVeðurfræði

Af hverju eru fellibyljum gefin nöfn?

Fellibyljum eru gefin mannanöfn til að auðvelda umræðu um þá. Nafngift er auk þess talin draga úr líkum á misskilningi við miðlun viðvarana ef margir fellibyljir eru samtímis á ferð. Fyrr á tímum var algengt að fellibyljir væru nefndir eftir dýrlingum, en heimildir eru um kvenmannsnöfn frá 19. öld. Árið 1953 hó...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvort snýst jörðin 15,00 eða 15,04 gráður á klukkustund?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Jörðin snýst 360 gráður á sólahring, þar af leiðandi 15 gráður á klst. Nú var ég að lesa í bók að jörðin snúist 15,04 gráður á klst. Ef það er rétt þá ætti hún að hafa farið einni gráðu lengra á 20 klst. og þar af leiðandi ætti 12 á hádegi að birtast okkur sem 12 á miðnætti e...

category-iconBókmenntir og listir

Hvert er aðalhlutverkið í Draumi á Jónsmessunótt eftir Shakespeare?

Í Draumi á Jónsmessunótt eftir Shakespeare vindur fram fjórum sögum, og í hverri þeirra eru 1-4 aðalpersónur. Hver sá sem les leikritið, sviðsetur það eða sér það á sviði getur, eftir skilningi sínum á verkinu, ákveðið með sjálfum sér hver sé meginsagan og hverjar séu aðalpersónurnar. Þjóðleikhúsið frumsýn...

category-iconHeimspeki

Er hægt að segja að allt hafi þegar verið gert með einhverri vissu?

Upphafleg spurning: Er hægt að segja að allt hafi þegar verið gert með einhverri vissu, gefið að ekki sé verið að velta fyrir sér öllum mögulegum útfærslum hverrar "aðgerðar" (með aðgerð á ég við til dæmis listsköpun, iðnað og svo framvegis)?Nei, vitaskuld er það ekki hægt. Hver einstakur atburður er nýr. Þegar...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast stuðlaberg?

Stuðlaberg myndast vegna samdráttar í kólnandi efni. Þegar basaltbráð kólnar er hún orðin fullstorkin við um 1000°C hita. „Eftir það kólnar bergið smám saman og dregst við það saman og klofnar í stuðla sem tíðum eru sexstrendir. Stuðlar standa ávallt hornréttir á kólnunarflötinn. Þeir standa því lóðréttir í hraunl...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Eru til krabbameinsdrepandi efni?

Jú, vissulega eru til efni sem drepa krabbameinsfrumur og þau eru notuð sem lyf gegn krabbameini. Gallinn er bara sá að fram að þessu hefur ekki tekist að finna lyf sem drepur eingöngu krabbameinsfrumur en hefur engin áhrif á eðlilegar frumur. Galdurinn er að ráðast gegn einhverjum eiginleikum sem krabbameinsfrumu...

category-iconHugvísindi

Ingólfur Arnarson á að hafa fundið Ísland en hafði enginn komið til Íslands áður?

Það er einhver misskilningur hjá spyrjanda að Ingólfur Arnarson eigi að hafa „fundið Ísland“ eða komið þangað fyrstur. Hins vegar á hann að hafa verið fyrsti landnámsmaðurinn, það er að segja fyrstur til að hefja hér skipulega og varanlega búsetu. Þennan fróðleik höfum við úr heimildum eins og Íslendingabók og Lan...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru kronotropismi, inotropismi og dromotropismi í starfsemi hjartans?

Hjartað í okkur hefur innbyggðan gangráð sem myndar rafboð um það bil 100 sinnum á mínútu. Það gerir hjartanu mögulegt að starfa án utanaðkomandi áhrifa frá taugum eða hormónum. Þetta sést best ef hjarta er flutt úr einum einstaklingi í annan en þá þarf það að starfa án tengsla við taugakerfið þar sem enn er ekki ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru margar mállýskur í íslensku og hverjar eru þær?

Mállýskumunur er lítill hér á landi ef hann er til dæmis borinn saman við nágrannamálin norrænu, ensku eða þýsku þar sem algengt er að menn skilji ekki hver annan ef þeir nota mállýskur sínar í samtali. Því er ekki til að dreifa hér á landi og þess vegna er því stundum haldið fram að íslenska sé án mállýskna. Ý...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu hratt mun Vatnajökull bráðna á næstu árum?

Áður en við ræðum hve hratt Vatnajökull gæti bráðnað á komandi árum þarf að lýsa honum með nokkrum orðum. Vatnajökull er rúmlega 8000 km2 að flatarmáli og tæplega 500 m þykkur að meðaltali, en mest er hann 950 m þykkur. Hann hvílir á hásléttu sem er að mestu í 600-800 m hæð, en botn fer niður fyrir sjávarmál og hæ...

category-iconFöstudagssvar

Af hvaða tegund er apinn hennar Línu langsokks?

Þetta er rannsóknarefni sem mörgum vísindamönnum er hugleikið. Margt bendir til þess að herra Níels, eða herr Nilsson eins og hann heitir á móðurmáli Línu, sé af tegundinni Simius fictionalis. Þetta má til dæmis leiða af lestri bókanna um Línu (sjá Lindgren 1948; 1949; 1950). Heimkynni Simius fictionalis eru í sk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru hundar skyldir bjarndýrum?

Samkvæmt þróunarkenningu Darwins er allt líf hér á jörðinni komið af einni rót, það er að segja að allt líf á jörðinni sé einstofna. Darwin taldi að allt líf hafi sprottið af frumstæðum dreifkjörnungum sem lifðu fyrir meira en 3,5 milljörðum ára. Frá þeim hafi plöntur, bakteríur, sveppir og dýr komið fram á un...

category-iconHugvísindi

Úr því að til eru ljósmæður, eru þá líka til ljósfeður? Hver var þá fyrsti ljósfaðirinn á Íslandi?

Ef við trúum sköpunarsögu Biblíunnar þá var Adam líklega fyrsti ljósfaðirinn því hann er sá eini sem gat aðstoðað Evu. Á 18. öld voru fyrst sett lög um menntun í yfirsetufræðum og lög um laun, eða þóknun, til ljósmæðra á Íslandi. Í þessum lögum er gengið út frá því að nemendur í yfirsetufræðum séu kvenkyns og ...

category-iconMálvísindi: almennt

Fyrir hvað stendur gríski bókstafurinn ómega og hvaða almenna merkingu hefur hann?

Gríski bókstafurinn ómega (W eða w) stóð í forngrísku fyrir langt o-hljóð. Það var einungis lengdin sem aðgreindi hann frá stafnum ómikron (O eða o), sem var skrifaður alveg eins og O í okkar stafrófi og stóð fyrir stutt o-hljóð. Þessi aðgreining sést raunar á nöfnum stafanna því að omega þýðir bókstaflega "stóra ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er minnsti hundur í heimi og af hverju er hann svona lítill?

Minnsta hundakyn í heimi er Chihuahua-hundakynið. Evrópumenn kynntust Chihuahua-hundum í fyrsta skipti á 19. öld. Fræðimenn telja að hundakynið hafi þróast frá svokölluðum Techichi hundum á 9. öld en það voru smávaxnir hundar sem Toltekar í Mið-Ameríku ræktuðu og höfðu sem gæludýr. Allir eru þó ekki á eitt sát...

Fleiri niðurstöður