Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8085 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta anakondur étið menn í heilu lagi?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað vitið þið um anakondur? Anakondur tilheyra ætt kyrkislanga (boidae) en innan hennar eru einnig aðrar stórvaxnar slöngur svo sem pítuslöngur og bóa-kyrkislöngur. Tvær tegundir kyrkislanga ganga undir heitinu anakonda. Sú stærri er yfirleitt nefnd risa anakondan eða græna an...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast flóðbylgjur (tsunami)?

Í kjölfar jarðskjálftans mikla sem varð skammt frá eyjunni Súmötru í Indlandshafi á annan dag jóla 2004 og flóðbylgjunnar sem hann hratt af stað barst Vísindavefnum mikill fjöldi spurninga um flóðbylgjur. Hér er að finna svar við eftirtöldum spurningum:Hvernig verða flóðbylgjur (tsunami) til?Hver voru upptök flóðb...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Sýna hitamælar í bílum rétt hitastig?

Bílar eru ekki kjörstaðir til lofthitamælinga en engu að síður má hafa bæði gagn og gaman af hitamælingum í akstri. Upphaflega hugmyndin með mælingum á lofthita í akstri var sú að gagnlegt er að sjá af mæli hvort frost eða frosthætta er við vegyfirborð. Mælarnir eru að þessu leyti hugsaðir sem öryggistæki og hafa ...

category-iconHugvísindi

Getur það staðist að Gamli sáttmáli sé bara seinni tíma tilbúningur?

Oft er talað um Gamla sáttmála frá 1262 sem sérlega mikilvægt skjal í sögu Íslands, jafnvel eins konar stofnskrá þeirra hnignunar sem á að hafa byrjað þegar íslenskir höfðingjar gengust undir vald Noregskonungs árin 1262-64. Þeim atburðum er lýst í Sturlunga sögu, Hákonar sögu Hákonarsonar og annálum. Annað mál er...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað varð um Manna, bróður Jóns Sveinssonar (Nonna)?

Nonnabækur Jóns Sveinssonar (1857-1944) komu út á árunum 1913-1944 og eru tólf talsins. Bækurnar fjalla um ævintýri Jóns Sveinssonar og ferðalög hans, bæði á æsku- og fullorðinsárum. Aðalpersónan er Nonni sjálfur en Manni, yngri bróðir Nonna, leikur einnig stórt hlutverk. Þetta á einkum við um bókina Nonni og Mann...

category-iconEfnafræði

Af hverju frýs sjórinn ekki?

Það er eðlilegt að svo sé spurt því að það gerist ekki á hverjum degi um þessar mundir að sjórinn frjósi hér hjá okkur. En sannleikurinn er samt sá að sjórinn getur frosið og gerir það ef nógu kalt er í nógu langan tíma. Þetta gerist til dæmis á hverju ári í Norður-Íshafinu fyrir norðan Ísland og annars staðar, og...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er eðlisvarmi vatns svona hár?

Eðlisvarmi (e. specific heat) efnis segir til um hversu mikla orku/varma þarf til þess að hækka hitastigið á einu kílógrammi af efninu um eina gráðu. Formúlan fyrir eðlisvarma er $$c={Q\over m\cdot\Delta T}$$ þar sem $Q$ er orka/varmi sem fer í að hita efnið, $m$ er massi efnisins og $\Delta T$ er hitastigshæk...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig er best að læra undir próf?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig er best að læra undir próf? Það væri gott að fá að vita í bæði tungumálagreinum og bóklegum greinum (spyrjandi: Einar Þór Stefánsson, f. 1988). Hvort er betra að byrja að læra undir próf daginn fyrir og læra allt á einum degi eða að fara rólega og taka um v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver var Konrad Lorenz og hvert var framlag hans til vísindanna?

Konrad Zacharias Lorenz, austurrískur dýrafræðingur, fæddist 7. nóvember 1903 á óðali ættarinnar í Altenburg, nærri Vínarborg, og andaðist þar 27. febrúar 1989. Hann var einn af forvígismönnum um rannsóknir á hegðun eða atferli dýra. Sjálfur kallaði hann þessa fræðigrein framan af dýrasálfræði, en síðar festist vi...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað heitir stærsta pláneta í heimi?

Þessari spurningu getur enginn svarað eins og hún er fram sett. En stærsta plánetan sem við þekkjum vel heitir Júpíter og er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar. Menn hafa hins vegar lengi getað gert sér í hugarlund að reikistjörnur væru líka við aðrar sólstjörnur eða fastastjörnur. Á síðasta áratug eða s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er http:// á undan öllum vefslóðum?

HTTP stendur fyrir Hyper Text Transfer Protocol, eða samskiptastaðall til flutnings á texta. Þegar http:// stendur framan við slóð er viðtakandi slóðarinnar – netþjónninn sem tölva notandans er tengd við – látin vita að nú fari fram gagnaflutningar samkvæmt þessum staðli. Annar mögulegur staðall er FTP, File Trans...

category-iconUmhverfismál

Sólin er heit en af hverju gerir hún ekki gat á ósónlagið?

Mikið rétt; sólin er heit eins og við skynjum svo glöggt á sólríkum dögum. Það er þó ekki sólarhitinn sem getur valdið því að gat kunni að myndast á ósonlagið (nema með óbeinum hætti), heldur sólargeislarnir sem frá sólinni stafa. Sólargeislarnir geta valdið eyðingu ósonsameindanna sem mynda ósonlagið. Til allrar ...

category-iconNæringarfræði

Er blóð í kjötinu sem við borðum?

Þessari spurningu er óhætt að svara neitandi. Strax eftir slátrun eru skrokkar blóðtæmdir, og eru þannig blóðlausir að mestu við frekari vinnslu. Sá rauði vökvi sem kemur í ljós þegar til dæmis léttsteikt nautakjöt er skorið er í raun bara blóðlitað vatn. Það er fyrst og fremst litað af mýóglóbíni eða vöðvarauða, ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna þæfa sumir kettir en ekki aðrir?

Það er alþekkt að kettlingar spyrna í júgur móður sinnar þegar þeir sjúga. Þetta gera þeir til að þrýsta mjólkinni út því þeir geta ekki sogið með munninum. Sumir kettir virðast ekki vaxa upp úr þessari hegðun og þeir eiga til að þæfa – spyrna fótum í mann og stinga klónum út. Höfundur þessa svars hefur lengi d...

category-iconLífvísindi: almennt

Mörg tré fella laufblöð sem eru á endum greinanna síðast. Hvernig stendur á þessu?

Felling laufblaða er einkum stjórnað af samspili tveggja plöntuhormóna, áxíni og absisínsýru. Absisínsýran veldur því að laufblöðin falla. Áxín er hins vegar framleitt í lifandi laufblöðum og svo lengi sem styrkur þess er tiltölulega hár kemur það í veg fyrir að absisínsýra vinni sitt verk. Áxínstyrkur ...

Fleiri niðurstöður