Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3971 svör fundust
Hver er Jocelyn Bell Burnell og var það hún sem uppgötvaði fyrstu tifstjörnuna?
Susan Jocelyn Bell Burnell er breskur stjarneðlisfræðingur sem er frægust fyrir hlutdeild sína í uppgötvun fyrstu tifstjörnunnar þegar hún var doktorsnemi í Cambridge. Leiðbeinandi hennar, Antony Hewish, fékk síðar Nóbelsverðlaunin fyrir þessa uppgötvun ásamt Martin Ryle. Jocelyn Bell Burnell (f. 1943). Joc...
Hvernig þróast sullaveiki í mönnum, frá því að smit berst frá hundi og þar til maðurinn deyr?
Það sem hér verður sagt á við bandorminn Echinococcus granulosus, tegundina sem olli á sínum tíma sullaveiki í mönnum á Íslandi en var útrýmt á síðustu öld. Í nágrannalöndunum hefur skyld tegund (E. multilocularis) breiðst út á undanförnum árum og áratugum. Sú lifir ekki á Íslandi og mun vonandi aldrei ná hér fótf...
Hverjir hlutu Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2012 og fyrir hvað hlutu þeir verðlaunin?
Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2012 skiptast á milli tveggja vísindamanna, John B. Gurdon, við Cambridge háskóla í Englandi og Shinya Yamanaka, Kyoto háskóla, Japan. Verðlaunin eru veitt fyrir að sýna að þroskaðar, sérhæfðar frumur er hægt að endurforrita í fjölhæfar stofnfrumur. Niðurstöður þeir...
Af hverju koma flensurnar alltaf í janúar og febrúar eða um það leyti?
Árstíðabundin flensa gengur yfir norðurhvel jarðar á hverjum vetri. Hér á landi er hún frá október til maí og nær hámarki í janúar og febrúar. Hinum megin á hnettinum, til dæmis í Ástralíu, gengur flensa frá maí til október og nær hámarki í ágúst. Algengustu sýklarnir sem valda inflúensu tilheyra þremur fjölsky...
Hver var aðdragandi eldgosanna á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli árið 2010?
Í árslok 2009 tók land að rísa við Eyjafjallajökul og í kjölfarið jókst jarðskjálftavirkni verulega. Í lok febrúar færðist landris í aukana, og í byrjun mars margfaldaðist jarðskjálftavirknin. Almannavarnir, í samstarfi við vísindamenn, ákváðu þá að setja á lægsta stig viðvörunar vegna hættu á eldgosi í Eyjafjalla...
Hver er stefna ESB í sambandi við launamun kynjanna?
Reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu er ein af grundvallarreglum Evrópusambandsins og nær aftur til ársins 1957 þegar hún varð hluti af Rómarsáttmálanum. Allt frá því reglan var staðfest fyrir dómstól Evrópusambandsins á áttunda áratug síðustu aldar (mál 43/75) og fyrsta tilskipunin um launajafnrétti kynjanna (nr....
Hvenær var uppþvottavélin fundin upp?
Upprunalega hljóðaði spurningin svonaHvenær kom fyrsta uppþvottarvélin til Íslands og hvenær urðu þær algengar á íslenskum heimilum? Fyrstu uppþvottavélarnar voru gerðar í Bandaríkjunum um miðja 19. öld. Leirtaui og borðbúnaði var snúið í þessum vélum með handafli á meðan vatn sprautaðist yfir. Þessar fyrstu vé...
Hvernig var kosningakerfi Grikkja til forna?
Til þess að útskýra kosningakerfi Forngrikkja verður að segja einnig lítið eitt um helstu stjórnmálastofnanir þeirra. Í flestum grískum borgum var aðalstjórnmálasamkundan þing sem kallaðist ekklesia. Þangað gátu allir frjálsir borgarar komið og greitt atkvæði en þátttakan takmarkaðist þó við karlmenn sem náð hö...
Voru stóumenn skeytingarlausir um allt nema dygðina?
Stóumenn kenndu að ekkert væri gott nema dygðin og ekkert væri illt nema löstur, eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er stóuspeki? En voru þeir þá skeytingarlausir um allt annað? Svarið við þeirri spurningu er nei. Enda þótt einungis dygðin hafi raunverulegt gildi (axia) og sé eftirsókna...
Hvers konar letur er höfðaletur? Hvað má segja um uppruna þess og notkun gegnum tíðina?
Höfðaletur er séríslensk skrautleturgerð sem fyrst og fremst var notuð í tréskurði. Um leið má eiginlega segja að það sé eina séríslenska leturgerðin. Höfðaletur þróaðist út frá gotnesku smástafaletri/lágstafaletri á 16. öld. Það afbrigði gotnesks skrautstíls sem höfðaletur virðist hafa þróast út frá er svokallað ...
Hverjir tóku þátt í fyrri heimsstyrjöldinni?
Heimsstyrjöldin fyrri hófst 28. júlí 1914 og henni lauk 11. nóvember 1918. Evrópa var meginvettvangur hernaðarátakanna en einnig var barist í Miðausturlöndum, Afríku, Austur-Asíu og á höfum úti. Tiltölulega fá ríki báru hitann og þungann af átökunum. (Sjá svar sama höfundar við spurningunni Hversu margir dóu í hei...
Hvað getið þið sagt mér um Vladimír Pútín?
Vladimír Pútín var lítt þekktur maður í rússnesku samfélagi þegar hann tók við forsetaembætti af Boris Jeltsín í lok árs 1999, 47 ára gamall. Starfsferill hans hafði að mestu verið innan Öryggismálastofnunar ríkisins (KGB), en um nokkurra ára skeið starfaði hann við hlið hins frjálslynda Anatolís Sobtsjaks sem var...
Hver borðaði fyrsta ísinn í heimi?
Ekki er hægt að svara þessari spurningu með því að benda á einhvern tiltekinn einstakling og segja að hann hafi óumdeilanlega verið fyrstur allra til að borða ís. Svarið fer líka eftir því hvernig við skilgreinum orðið ís. Flestir nota orðið um frystan mat úr mjólkurvörum (eða jurtafeiti) með sykri og bragðefnum í...
Hvað eru pylsur og úr hverju er húðin utan um þær?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er það sem er utan um pylsur eða pulsur, þ.e.a.s. húðin? Getgátur hafa verið uppi um að þetta séu grísaþarmar er það satt? Pylsugerð er gömul aðferð til þess að nýta afurðir sláturdýra og auka geymsluþol þeirra. Pylsugerð þekktist bæði meðal Grikkja og Rómverja...
Hver var Múhameð?
Múhameð (Muhammad Ibn Abdullah: Múhameð sonur Abdullah) er talinn hafa fæðst árið 570 samkvæmt okkar tímatali, í markaðsborginni Mekka á Arabíuskaga (í Hejaz). Abdullah, faðir Múhameðs, dó þegar Aminah, móðir Múhameðs, var komin tvo mánuði á leið. Afi Múhameðs varð verndari drengsins eftir fæðingu, en hann lést þe...