Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3149 svör fundust
Brjóta sjórinn og vindurinn einhvern tímann Ísland niður svo að það verði að engu?
Ástæða þess að sjór og vindur munu ekki eyða Íslandi er sú að hér verður stöðug nýmyndun lands. Nýja landið er oft varanlegt ólíkt því sem gerist til dæmis í Surtsey en hún myndaðist í eldgosi fyrir tæpum 40 árum og verður sennilega horfin í hafið eftir 1-200 ár. Þar til fyrir um 62 milljónum ára voru Bretlands...
Hvað lifa hrossaflugur lengi og á hverju nærast þær?
Á Íslandi hafa fundist fjórar tegundir af ætt hrossafluga (Tipulidae), þessi sem flestir þekkja og kallast einfaldlega hrossafluga (Tipula rufina), trippafluga (Tipula confusa), kaplafluga (Prionocera turcica) sem finnst í votlendi víða um land og folafluga (Tipula paludosa) sem fannst fyrst í Hveragerði um aldamó...
Hve mikið rigningarvatn kæmi á ári að meðaltali af hallandi þaki sem er 100 fm?
Þegar sagt er til dæmis að úrkoma á tilteknum stað hafi mælst 10 mm á tilteknum tíma er átt við að hún hefði myndað 10 mm eða 1 cm þykkt vatnslag ef hún mundi staðnæmast til dæmis í polli eða keri með sléttum, láréttum botni. Rigning sem félli inn í lóðrétt rör sem hefði alls staðar sama þverskurðarflatarmál mundi...
Er það rétt að blikinn, karlfugl æðarfuglsins, liggi á eggjunum alfarið eða að hluta til?
Í æðarvarpi má nær undantekningarlaust sjá að kollurnar liggja á eggjunum. Þó þekkist það að blikar bregði sér í það hlutverk en það er afar sjaldgæft, helst gerist það þegar kolla skreppur stutta stund frá hreiðrinu. Æðarkollur liggja yfirleitt á eggjunum. Æðarfuglinn (Somateria mollissima) er algengasta ön...
Hver er uppruni íslenska tungumálsins?
Íslenska tilheyrir þeirri grein indóevrópska frummálsins sem nefnd er germanska. Germanska greinist snemma í þrjár undirættir: Til austurgermönsku telst aðeins eitt mál, gotneska, sem talað var af hinum forna þjóðflokki Gotum en er nú útdautt. Heimildir um það eru varðveittar í þýðingu Úlfílasar biskups á B...
Hvenær kom nafnið Ómar inn í íslenska tungu, mér finnst það hljóma svo arabískt?
Fyrsti einstaklingurinn sem bar nafnið Ómar á Íslandi fæddist á fyrri hluta 20. aldar. Hér eru fæðingarár og full nöfn fyrstu fimm Ómara landsins samkvæmt gagnagrunni Íslendingabókar:Haraldur Ómar Vilhelmsson, 1913Ómar Allal, f. 1923Karl Ómar Jónsson, f. 1927Ómar Alfreð Elíasson, f. 1932Ómar Örn Bjarnason, f. 1...
Af hverju heitir Írafell í Kjós þessu nafni og hvað er sá bær gamall?
Írafell er þekkt á nokkrum stöðum á Íslandi, meðal annars í Kjós þar sem bæði fell og bær bera þetta nafn. Bærinn er þekktur í rituðum heimildum allt frá 16. öld en nafn hans kemur fyrst fyrir í fógetareikningum frá 1547-1548 (Íslenskt fornbréfasafn XII:107 og víðar). Í 18. aldar heimildum er getið um Írafel...
Hvað er múmía?
Orðið múmía er notað yfir gömul lík eða dýraleifar þar sem einhver mjúkvefur hefur varðveist. Algengast er að það sé húð en einnig geta líffæri, vöðvar og aðrir vefir geymst í langan tíma. Í sumum fornum menningarsamfélögum voru lík smurð og iðrin fjarlægð til þess að varðveita líkamann og var það hluti af út...
Er tvö þúsund króna seðill verðmætur?
Tvö þúsund króna seðill hefur ekkert sérstakt verðmæti umfram það sem á honum segir. Hann er sem sé tvö þúsund króna virði. Það má því kaupa fyrir hann jafnmikið og fyrir til dæmis tvo þúsund krónu seðla eða fjóra fimm hundruð króna seðla. Tvö þúsund krónu seðlar eru hins vegar frekar lítið notaðir og því alge...
Hvernig myndaðist stallurinn á Vífilsfelli?
Við gos undir jökli myndast móbergsfjöll, og nái gosið að bræða sig upp úr jöklinum þannig að ekki komist bræðsluvatn að gígnum renna hraun. Slík fjöll, með hraunlögum ofan á móberginu, nefnast stapar. Þekktustu dæmin um stapa á Íslandi eru Hlöðufell og Herðubreið. Um myndun þeirra má til dæmis lesa í bók Þorleifs...
Þjóna geitungar einhverjum tilgangi í náttúrunni?
Dýr koma sér fyrir í fæðuvef tiltekins vistkerfis. Það er vafasamt að álykta að staða þeirra þar hafi einhvern sérstakan tilgang. Á Vísindavefnum er að finna svar um tilgang mannsins, Vilhálmur Árnason fjallar um það í svari við spurningunum Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?. Þar er ekkert komið inn...
Var hægt að tákna tölustafi með rúnaletri?
Rúnir hafa verið notaðar allt frá landnámi Íslands. Þegar fyrstu landnemarnir settust að hérna var nýlega búið að taka í notkun yngra rúnaletrið með 16 stöfum í staðinn fyrir 24 stafa rúnaletur. Íslensku rúnirnar fylgdu þeim norsku fast eftir allt til loka þjóðveldisins með nokkrum undantekningum þó. Eftir lok...
Er það rétt að Íslendingar fyrr á tíð hafi borðað lungu úr sauðfé?
Upprunalega spurnignin hljóðaði svona: Ég hef hvergi lesið að lungu úr sauðfé hafi verið notuð til matar. Voru þau ekki borðuð? Lambalungu voru borðuð á Íslandi, soðin eða steikt, súr eða reykt. Lambalungu voru meðal annars soðin heil, étin ný eða sett soðin í súr. Líka þekktist að þau væru höfð í pylsur og...
Ef klukkan er 12 um hádegi á Hawaii hvað er hún þá í Víetnam? (Hawaii: UTC-10, Víetnam: UTC+7)
Skammstöfunin UTC er notuð fyrir tímakvarða sem á ensku kallast Coordinated Universal Time. UTC er sami tími og miðtími Greenwich (GMT eða Greenwich mean time) en það er einmitt sá tími sem notaður er á Íslandi. Þegar gefinn er upp tími á ákveðnum stað á jörðinni með því að nota UTC eru notuð + eða – tákn til...
Hver er meðalaldur hreindýra?
Þegar svara á spurningu sem þessari verður að taka með í reikninginn að villt dýr verða sjaldan mjög gömul. Lífsbaráttan í náttúrunni er hörð og óvægin og það er sjaldgæft að villt dýr nái að lifa inn í ellina. Þau lenda í klóm rándýra, verða fyrir fæðuskorti eða öðrum áföllum. Mikill munur er á meðalaldri vil...