Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1091 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til örnefni sem tengjast brennum?

Brennur og álfadans settu svip á hátíðahöld um áramót á 19. og 20. öld. Elsta þekkt frásögn um slíkt er frá árinu 1791 er Sveinn Pálsson segir frá því í Ferðabók sinni að piltar í Hólavallaskóla í Reykjavík hafi haldið brennu „á hæð einni skammt frá skólanum, sem þeir kalla Vulcan.“ Hæð þessi er að líkindum Landak...

category-iconJarðvísindi

Hvenær verður sandur að möl og möl að grjóti og grjót að steini?

Sandur, möl og steinar eru bergmylsna sem myndast hefur við rof og veðrun á föstu bergi. Roföflin sem oftast eru að verki eru jöklar, straumvötn, vindur og frost/þýða. Bergmylsna er flokkuð eftir kornastærð, það er þvermáli kornanna sem koma við sögu. Venjan er að miða við stærstu kornin en yfirleitt finnast fínni...

category-iconEfnafræði

Hvernig er plast endurunnið?

Einnig var spurt:Hvernig er plast endurunnið hér á landi? Plast er búið til úr mismunandi fjölliðum. Því miður eru ekki til íslensk heiti á þeim en algengt er að nota skammstafanir þeirra. Þær algengustu eru: high-density polyethylene (HDPE), low-density polyethylene (LDPE), polypropylene (PP), polyvinyl chlori...

category-iconTrúarbrögð

Hvað var Kristur að gera milli föstudagsins langa og páskadags, samanber trúarjátninguna?

Þessari spurningu er nú ekki létt að svara, en eins og spyrjandi nefnir, þá segir svo í trúarjátningunni um dauða Jesú: "Píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur dáinn og grafinn, steig niður til heljar". Orðalagið steig niður til heljar var sótt í fyrra Pétursbréf (3.19) þar sem segir: Í andanum fór hann...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna vex svona mikil hvönn í kringum fyrrum mannabústaði í Aðalvík og á Hornströndum?

Ætihvönn, Angelica archangelica, er af sveipjurtaætt. Tvær undirtegundir eru þekktar: Angelica archangelica archangelica sem vex norðar og inn til landsins í Evrópu (fjellkvann á norsku) og Angelica archangelica litoralis sem vex sunnar og meðfram ströndum, (strandkvann á norsku). Á Íslandi vex líklega aðein...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er tíðni bókstafa í íslensku ritmáli?

Til að svara þessari spurningu könnuðum við orðtíðni þriggja texta: Nýja testamentisins, Njáls sögu og handrits af væntanlegri bók með völdum svörum af Vísindavefnum. Lítið tölvuforrit var smíðað til að sjá um talninguna og helstu niðurstöður eru þessar: Algengir stafir, algengustu efst. Nýja testamentiðNjál...

category-iconTrúarbrögð

Hver er uppruni fermingarinnar?

Fermingin er eins konar ungmennavígsla og sem slík er hún sennilega jafn gömul mannlegu samfélagi. Félagshópar, fjölskyldur og þjóðfélög aðgreina stöðu og hlutverk einstaklinga á margvíslegan hátt með siðum og venjum til þess að tryggja félagslega reglu og samhæfða verkaskiptingu. Unglingavígslan tengist kynþroska...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur vatn verið þurrt?

Gestir okkar hafa greinilega gaman af að velta fyrir sér merkingu orðanna þó að tengingin við raunveruleikann sé að vísu oft á næstu grösum. Við kveinkum okkur alls ekki undan þessu því að við höfum líka lúmskt gaman af að spá í orðin og tungumálið. Hins vegar þurfa kannski báðir aðilar að gæta sín á því að festas...

category-iconLandafræði

Hvað getur þú sagt mér um Aserbaídsjan?

Aserbaídsjan er í suðaustur Kákasus, liggur að Kaspíahafi og á landamæri að Íran, Armeníu, Georgíu og Rússlandi. Til Aserbaídsjan heyrir einnig sjálfsstjórnarsvæðið Nakhichevan (Naxcivan) sem er í suður Armeníu við landamæri Írans alveg aðskilið frá Aserbaídsjan. Nakichevan er því svokölluð útlenda (e. exclave) e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru heildun og deildun og hvernig nýtast þær í leik og starfi?

Heildun (e. integration) og deildun (differentiation) eru aðgerðir á stærðfræðilegum föllum (e. functions). Fall er eins konar lýsing á samhengi stærða. Ef um tvær stærðir er að ræða er önnur stærðin, sem nefnd er frumbreytan (e. independent variable; fleiri íslensk orð eru til), gjarnan sett á láréttan ás, x-ás, ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna eru kristin fræði kennd í grunnskólum á Íslandi?

Kennsla í kristnum fræðum á sér gamlar rætur í íslensku samfélagi og er lagaákvæði um ákveðna lágmarksþekkingu í þeim fræðum að finna í elstu lögbók Íslendinga, Grágás. Allar götur síðan hefur verið gert ráð fyrir kristindómsfræðslu hér á landi í lögum og reglugerðum, þó með mismunandi sniði og áherslum. Frá og me...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um aðlögun og vistfræðilega stöðu áttfætlna hér á landi?

Áttfætlur hér á landi (Arachnida) tilheyra fjórum ættbálkum: Ættbálki köngulóa (Araneae), langfætlna (Opiliones), áttfætlumaura (Acari) og dreka (Pseudoscorpiones). Vistfræðilegur sess þeirra er mjög mismunandi milli hópa og tegunda en þær hafa lagað sig að margvíslegum búsvæðum. Köngulær (Araneae) Köngulær...

category-iconFélagsvísindi

Hver er uppruni jólakattarins?

Ekki er til neitt einfalt og öruggt svar við þessari spurningu en það er einmitt það sem gerir jólaköttinn svo dularfullan og áhugaverðan. Aftur á móti eru til ýmsar heimildir sem gefa okkur vísbendingar um hvaðan þessi skepna gæti verið komin. Jólakötturinn er einn af mörgum svipuðum jólavættum sem þekkst hafa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Mætti ég fá að vita sem allra mest um afríska villihundinn?

Fyrr á tímum náði útbreiðsla afríska villihundsins (Lycaon pictus) um alla Afríku utan þétts skóglendis og eyðimarka. Í dag takmarkast útbreiðsla hans aðallega við lönd í suðurhluta álfunnar, Namibíu, Botsvana, Mósambík, Zimbabwe, Svasíland og Suður-Afríku. Afríski villihundurinn er meðalstórt rándýr, á bilin...

category-iconÞjóðfræði

Hvaða hjátrú er til um rauðhærða og annað rautt?

Hræðsla við rauðhært fólk kemur víða fram í þjóðtrú. Á Írlandi er talið mikið ólánsmerki að mæta rauðhærðri konu á vegferð sinni þótt varla verði hjá því komist í stærri bæjum þar í landi. Sums staðar hafa rauðhærðir jafnvel álíka slæmt orð á sér og svartir kettir. Í einstaka tilfellum eru rauðhærðir þó frekar gæf...

Fleiri niðurstöður