Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 169 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar keypti Davíð ölið?

Orðasambandið um Davíð og ölið er notað á fleiri en einn veg í merkingunni að „láta einhvern kenna á því“. Það er notað með sögninni að sýna, til dæmis „Ég skal sýna þér hvar Davíð keypti ölið ef þú bregst mér,“ með sögninni að vita, til dæmis „Þú færð að vita hvar Davíð keypti ölið ef þú svíkur mig“ og með sögnin...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju er gull svo verðmætt?

Upphaflega ástæðan til þess að gull varð verðmætt er sú að það er sjaldgæft í náttúrunni, en þó ekki sjaldgæfara en svo að menn vissu að það var til. Menn hafa einnig tekið snemma eftir því að það fellur ekki á þennan málm; hann breytist afar hægt með tímanum við venjulegar aðstæður, en járn ryðgar, spanskgræna fe...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju má ekki gefa hnífa samkvæmt þjóðtrú?

Það er algeng hjátrú að hvorki megi gefa vinum sínum hníf né nokkurt annað eggvopn, það valdi ósamkomulagi, vinslitum eða því að menn meiði sig á hnífnum. Þess vegna verður að borga eitthvert smáræði fyrir hnífa, nálar og aðra oddhvassa hluti. Sérstaklega verða menn að gæta þess að gefa ekki slíkt í brúðargjafir. ...

category-iconEfnafræði

Af hverju lýsir luminol þegar það kemst í snertingu við blóð?

Luminol (C8H7O3N3) er hvítt eða gulleitt, kristallað efni sem leysist auðveldlega upp í vökva. Þegar það oxast, það er bætir við sig súrefnisfrumeindum (O), gefur það frá sér einkennandi bláa ljómun. Þetta er eitt af því sem hægt hefur verið að nýta við rannsóknir á sakamálum. Þeir sem rannsaka vettvang glæpa v...

category-iconJarðvísindi

Er hægt að nota jarðsjá til að leita að lögnum sem grafnar eru í jörðu?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er einhver þróun í jarðsjám og er farið að sjá fyrir um að veitufyrirtæki geti farið að nýta jarðsjá við leit á lögnum sem eru ekki skráðar í landupplýsingakerfi viðkomandi veitna? Þá á ég við handhægt tæki. Í svari við spurningunni Hvað er jarðsjá og hvernig er hún notuð? efti...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er sólin til?

Sólin er ein af milljörðum stjarna í Vetrarbrautinni okkar. Í Vetrarbrautinni er að finna risavaxin gas- og rykský. Efnið í hverju slíku skýi gæti dugað til mynda hundruð, jafnvel þúsundir stjarna á borð við sólina. Stjarna myndast þegar slíkt ský verður fyrir ytri röskun og tekur að falla saman sökum þyngdaraflsi...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er hitaþensla efna?

Til þess að einfalda svarið er best að líta á kristall málms, til dæmis járnkristall. Ímyndum okkur að við höfum reglulegan hreinan kristall úr járnatómum. Venjulegt járn er samsett úr mörgum slíkum einkristöllum sem þjappast saman, ásamt fjölda aðskotaatóma. Ef við lítum á eitt atóm í einkristallinum okkar er ...

category-iconHugvísindi

Hver er sagan á bak við orðið völundarhús?

Spurningin sem Hólmkell Leó sendi inn hljóðaði svona: Ég er forvitinn að vita af hverju völundarhús heita þessu nafni? Orðið völundarhús er annars vegar notað um flókna byggingu með mörgum göngum og ranghölum en hins vegar um hluta af innra eyra. Fyrri merkingin er mun eldri og kemur þegar fram í fornu mál...

category-iconNæringarfræði

Hvaða næringarefni eru í rauðmagalifur, sér í lagi magn A- og D-vítamína?

Til er afar gagnlegur vefur sem geymir upplýsingar um efnainnihald matvæla á íslenskum markaði. Gagnagrunnurinn heitir ÍSGEM og Matís hefur umsjón með honum. Í grunninum er hægt að finna fæðu, bæði eftir íslensku og ensku heiti. Upplýsingar um efnainnihald rauðmagalifrar er að finna í gagnagrunni sem Matís reku...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Vex írskur mosi við strendur Íslands?

Írskur mosi eða fjörugrös (Chondrus crispus) er rauðþörungur sem vex víða í grýttum fjörum við strendur Atlantshafsins, meðal annars víða meðfram ströndum Bretlandseyja, við Eystrasalt, Færeyjar og Kanada. Hann finnst einnig í einhverju mæli við Atlantshafsstrendur Frakklands og Spánar. Heimildir eru fyrir því að ...

category-iconNæringarfræði

Hvað er spelti og hvert er næringarinnihald þess?

Spelti er ævaforn korntegund ræktuð í fjallahéruðum Mið-Evrópu, einkum á Spáni, í Frakklandi, Sviss og Austurríki. Tegundin gengur undir tveimur latneskum heitum: Triticum spelta og Triticum aestivum spelta og á íslensku kallast hún ýmist speldi, spelt eða spelti. Einnig hefur þýska heitinu Dinkel skotið upp kolli...

category-iconFornfræði

Er það satt að Forngrikkir og aðrar gamlar menningarþjóðir hafi verið litblindar?

Þetta er áhugaverð spurning sem vert er að skoða nánar. Það er líklega einkum tvennt sem leiðir til hennar. Í fyrsta lagi eru meira og minna allar varðveittar styttur Forngrikkja ómálaðar, annaðhvort hvítar marmarastyttur eða bronslitar eirstyttur. Í öðru lagi hafa nútímamenn stundum furðað sig á því hvernig fornm...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er kjarnorka og hvernig verkar hún?

Til að svara þessari spurningu er best að skoða fyrst uppbyggingu frumeinda. Hún er þannig að lítill kjarni gerður úr óhlöðnum nifteindum og jákvætt hlöðnum róteindum er umlukinn neikvætt hlöðnum rafeindum. Milli kjarneindanna, en svo nefnast nifteindir og róteindir einu nafni, verkar svonefndur kjarnakraftur. Mei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er kjarni jarðar heitur?

Kjarni jarðar er mörg hundruð gráðum heitari en möttullinn fyrir ofan, og hugsa má sér þrjár ástæður fyrir því: Mikilvægastur er varmi frá myndun jarðar, en einnig koma til geislavirkni í efni kjarnans og snúningur innri kjarna. Skoðum þetta: Heimspekingurinn Immanúel Kant (1724-1804) er sagður hafa stungið upp...

category-iconLífvísindi: almennt

Er banani ber?

Um ber gildir það sama og um ávexti og grænmeti, orðið hefur ekki alveg nákvæmlega sömu merkingu í fræðilegu samhengi og daglegu máli. Um ávexti og grænmeti og merkingu þeirra orða má lesa í svari við spurningunni Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti? Grasafræðileg skilgreining á beri (e. berry) er að það er...

Fleiri niðurstöður