Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2829 svör fundust
Eru einhver lög í gildi um hvenær og hvernig nota megi börn í auglýsingum?
Í samkeppnislögum er fjallað um auglýsingar. Í 22. gr. laganna kemur eftirfarandi fram:Komi börn fram í auglýsingum skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önnur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er. Af þessu er ljóst að ekki má láta börn fr...
Hvernig urðu orkulindirnar til?
Þetta er að sjálfsögðu mjög misjafnt eftir því um hvaða orkulind er verið að tala, samanber til dæmis svarið við spurningunni Hvar eru orkulindirnar? Vatnsorkan verður til við það að "vatn fellur fram af steini" eða með öðrum orðum þegar vatnið sem fellur sem rigning eða snjór uppi á hálendinu leitar niður í mó...
Er feldur af tígrisdýrum mikið notaður í fataiðnaði?
Feldir af tígrisdýrum eru lítið notaðir í fataiðnaði af þeirri einföldu ástæðu að dýrin eru alfriðuð og verslun með þau eða afurðir þeirra er stranglega bönnuð. Þrátt fyrir það virðist vera markaður fyrir tígrisdýrafeldi í austanverðri Asíu og undanfarin 2-5 ár virðist svartamarkaðsbrask með þá hafa farið mjög vax...
Geta einhver rándýr brotið skjöldinn á skjaldbökum og drepið þær?
Vissulega geta rándýr drepið skjaldbökur ef tækifæri gefst. Skjöldur skjalbaka er þó afar góð vörn gegn flestum rándýrum. Mörg dæmi um það að ljón hafi reynt að brjóta skjöld landskjaldbaka í Afríku með litlum árangri. Jagúar gerir sig líklegan til að brjóta skjöld skjaldböku. Það eru einungis rándýr með af...
Af hverju prumpar maður og ropar?
Allir hafa loft í meltingarveginum sem líkaminn þarf að losa sig við og til þess notar hann ropa eða prump. Þetta loft á sér tvenns konar uppruna, annars vegar loft sem við gleypum og hins vegar loft sem myndast við niðurbrot ómeltanlegrar fæðu. Við gleypum alltaf svolítið loft þegar við kyngjum mat eða dryk...
Hvað er hár lengi að vaxa, og getur það vaxið endalaust?
Hárið vex að meðaltali 0,44 mm á dag eða 13 mm á mánuði. Þessi vaxtarhraði getur þó verið breytilegur milli einstaklinga. Hvert hár vex í allt að fimm til sex ár en hættir síðan að vaxa og fellur að lokum af. Hvert hár er venjulega í mismunandi vaxtarskeiðum þannig að um það bil 85% af hári eru á hverjum tíma ...
Hvað eru til margir bílar á Íslandi?
Á heimasíðu Hagstofunnar er að finna upplýsingar um fjölda skráðra ökutækja á Íslandi. Því miður eru nýjustu upplýsingarnar frá árinu 2004 en gera má ráð fyrir að bílum hafi fjölgað á landinu síðan þá þar sem gengi krónunnar var innflytjendum afar hagstætt á tímabili. Samkvæmt þessum upplýsingum Hagstofunnar vo...
Hvað eru um það bil margir vísindamenn á Íslandi?
Til að geta fundið eitthvert svar við spurningunni þarf að kunna skil á því hvað séu vísindi. Hugtakið 'vísindi' þýðir 'þekking' eða 'kunnátta'. Webster's New Collegiate Dictionary skilgreinir vísindi að sama skapi sem „þekkingu sem aflað er með rannsóknum eða reynslu [e. study or practice]“. Því má gera ráð fyrir...
Hvers vegna er ekki líf á öllum plánetum í geiminum?
Þó svo að ekki sé vitað um líf á öðrum hnöttum gera flestir raunvísindamenn ráð fyrir þeim möguleika að einhvers staðar utan jarðarinnar sé líf að finna eins og Þorsteinn Vilhjálmsson fjallar um í svari sínu við spurningunni Hvers vegna er sagt að ekki sé líf á öðrum hnöttum? Hins vegar þekkjum við aðeins örlítið ...
Hver er munurinn á einkasölu og fákeppni?
Eins og orðin gefa til kynna þá er einungis einn seljandi að tiltekinni vöru eða þjónustu þegar um einkasölu er að ræða. Keppendur eru hins vegar fáir, en þó fleiri en einn, sé um fákeppni að ræða. Einkasala er þýðing á 'monopoly' en fákeppni er þýðing á 'oligopoly'. Ýmist er talað um einkasölu eða einokun. Fy...
Hvað ræður því hvað mann dreymir?
Þessa spurningu mætti allt eins orða svona: Hvað ræður því hvað við við hugsum? Draumar verða vegna starfsemi heilans í svefni og stundum í vöku líku. Þess háttar drauma köllum við dagdrauma. Mörgum finnst sem draumar séu einkennilegt fyrirbæri af því að þá er heilinn að störfum á meðan við sofum. En ráðum við ...
Hver er hæsta talan sem er til?
Tölurnar eru óendanlega margar þannig að ekki er til nein hæsta tala. Ef við komum með ofsalega háa tölu þá er alltaf hægt að bæta einum við þá tölu eða margfalda þá tölu með 10 eða margfalda hana með sjálfri sér og þá erum við komin með miklu hærri tölu. Hitt er annað mál að stærsta talan sem hefur sérstakt na...
Hver fann upp litina?
Litirnir eru ekki uppfinning í sama skilningi og saumavélin eða ljósaperan. Eins og segir í svari við spurningunni Hvað eru litir? verða litirnir til í "samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar sem fer fram bæði í auga, sjóntaug og heila." Sólarljósið er í raun hvítt ljós sem...
Hvað notar venjulegur Íslendingur mörg orð á dag?
Ógerningur er að vita hversu mörg orð er að finna í hverju tungumáli. Ný orð verða til daglega á prenti eða í tali manna. Sum eru aðeins notuð einu sinni þegar málnotandinn þarf að grípa til lýsingar, hann skortir orð og býr það til á staðnum. Oftast er um samsett orð að ræða og eru slíkar samsetningar gjarnan nef...
Af hverju er ekki til svarthvítur spegill?
Til að fá fram svarthvíta spegilmynd þarf aðeins að minnka lýsingu á fyrirmyndina niður í rökkurstyrk. En litleysið hefur ekkert að gera með eiginleika spegilsins heldur ræðst af virkni augna okkar. Í þeim eru tvær gerðir ljósnema, sem kallaðir eru stafir og keilur. Stafirnir gefa taugaörvun sem er vaxandi með ...