Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2154 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna myndast magasár?

Hér er einnig svar við spurningunni: Hvaðan kemur bakterían sem veldur magasári, er hún í matinum okkar eða fæðumst við með hana? Magasár er oft notað sem samheiti yfir svonefnd ætisár í maga og skeifugörn. Ætisár eru býsna algeng, en áætlað er að einn af hverjum 100 einstaklingum fái ætisár á lífsleiðinni. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um ameríska bolabítinn (American Bulldog)?

Upphaf ameríska bolabítsins má rekja til Bretlandseyja en fyrr á öldum var hann mjög vinsæll þar og gegndi margvíslegum „störfum“ fyrir mannfólkið. Hann var mest notaður allra hundaafbrigða í landbúnaði, til dæmis sem varðhundur, hann var vanur að vera innan um búfénað og gætti hans gegn ýmsum rándýrum og þjófum. ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna eru ein auðugustu fiskimið jarðarinnar í kringum Ísland?

Grundvöllur hinna auðugu fiskimiða við Ísland er mikil framleiðni svifþörunga við landið. Svifþörungar eru smásæjar plöntur sjávar. Á sumrin hafast þeir við í yfirborðslögum þar sem þá rekur með straumum. Eins og plöntur á landi búa svifþörungarnir yfir þeim eiginleikum að þeir geta með hjálp sólarljóssins myndað ...

category-iconHeimspeki

Hvað er hugmynd?

Íslenska orðið hugmynd er yfirleitt notað sem þýðing á erlendum orðum sem rekja uppruna sinn til gríska orðsins idea (enska idea, þýska Idee, franska idée). Upphaflega merkti þetta orð hina sýnilegu hlið hlutar eða persónu, og síðar einnig eiginleika hlutar eða tegund hans. Samkvæmt orðsifjafræðinni er orðið k...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á vefsíðuheitunum: .asp , .htm , .html, .php o.s.frv.?

Þegar vafrað er um netið sendir vafrinn fyrirspurn til netþjóns (e. webserver) sem túlkar fyrirspurnina, vinnur úr henni og sendir niðurstöðu til baka til vafrans, venjulega á HTML-formi. HTML (Hyper Text Markup Language) er samsafn skipana um hvernig vafrinn eigi að birta heimasíðuna, til dæmis hvar, hvernig og h...

category-iconHugvísindi

Var Kleópatra til? Ef svo er, hvar hvílir hún?

Vissulega var Kleópatra til og margar heimildir eru til um hina einu sönnu Kleópötru (þá sjöundu í röð egypskra drottninga sem báru það nafn). Sagnfræðingar deila nokkuð um áreiðanleika þessara heimilda og ýmsar þeirra hafa á sér þjóðsagnakenndan blæ. Listamenn hafa sótt sér efnivið í þann arf, þeirra á meðal Will...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta fiðrildi?

Hér er einnig svar við spurningunni:Hvernig er lífhringur fiðrilda yfir árið? Fiðrildi eru ættbálkur skordýra sem heitir á latínu Lepidoptera. Lepidoptera þýðir hreisturvængjur, sem vísar til þess að hár á vængjum hafa umbreyst í hreistur. Þetta verða allir varir við sem snerta fiðrildi. Skipta má fiðrildum í ...

category-iconLæknisfræði

Hvenær er talið að krabbamein hafi komið fram?

Krabbamein eru illkynja æxli sem átt geta upptök sín í því sem næst öllum vefjum og líffærum líkamans. Krabbamein er ekki einn sjúkdómur heldur flokkur fjöldamargra sjúkdóma sem hver fyrir sig er mismunandi bæði með tilliti til vaxtarhraða og getunnar til þess að valda dauða. Þannig eru til margar gerðir lungnakr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eru kyrkislöngur flokkaðar?

Í dýrafræðinni er ekki til sérstakur flokkunarhópur fyrir kyrkislöngur, heldur vísar heitið til slangna sem kremja og kreista bráð sína til dauða frekar en að bíta hana og lama með eitri. Stærstu slöngur heims eru kyrkislöngur og þær eru jafnframt meðal þyngstu skriðdýra á eftir krókódílum og stærstu skjaldbökum. ...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að fæðast án lithimnu?

Lithimnan er vöðvarík himna í auganu sem umlykur sjáaldrið (ljósop augans) og liggur framan við augasteininn. Við tökum yfirleitt vel eftir henni þar sem hún gefur augunum lit sinn. Lithimnan hefur samt annað og mikilvægara hlutverk því samdráttur í vöðvum lithimnunnar ræður stærð sjáaldursins; í skæru ljósi draga...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu skyldir eru hundar og kettir?

Það má segja réttilega að hundar og kettir séu fjarskyldir ættingar, enda báðar tegundir innan ættbálks rándýra (Carnivora). Til að átta okkur á skyldleika þeirra þurfum við að fara aftur í jarðsögunni um 60 milljón ár, það er til tíma áður en eiginleg rándýr komu til sögunnar. Eftir að risaeðlur dóu út varð mi...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Við hvað starfa þroskasálfræðingar? Hvar er hægt að mennta sig og hvernig fær maður starfsréttindi?

Þroskasálfræði er fjölbreytt grein og þroskasálfræðingar starfa því á margvíslegum sviðum. Sumir vinna alfarið að grunnrannsóknum á þeim breytingum sem verða á huga, heila og hátterni gegnum ævina. Aðrir vinna klínísk störf í þágu barna og ungmenna. Þannig starfa þroskasálfræðingar á barnageðdeildum, eins og B...

category-iconVeðurfræði

Hvað er Austfjarðaþoka?

Í veðurskeytum er talað um þoku sé skyggni innan við einn km, en jafnframt úrkomulaust og hvorki skafrenningur né sandfok. Þokan sem oft liggur yfir Austur-Íslandsstraumnum undan nesjum á Austfjörðum er gjarnan nefnd Austfjarðaþoka. Austur-Íslandsstraumurinn er tunga af köldum sjó sem liggur til suðurs meðfram...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er San Andreas sprungan?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvað er San Andreas-sprungan? Hvernig varð hún til og hvaða áhrif hefur hún haft? San Andreas sprungan liggur á flekamörkum tveggja af stærstu jarðskorpuflekum jarðarinnar og markar skil á milli Kyrrahafsflekans og Norður-Ameríkuflekans. Þessi mörk liggja eftir Kaliforníu endi...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Arthur Rimbaud?

Arthur Rimbaud (1854-1891) var franskt ljóðskáld og ævintýramaður. Hann er jafnan talinn vera meðal frumkvöðla á sviði nútímaljóðlistar og þykir eitt áhrifamesta skáld táknsæisstefnunnar (e. symbolism). Æviferill Rimbaud er óvenjulegur, hann orti af krafti í örfá ár en sneri svo endanlega baki við ljóðlistinni ...

Fleiri niðurstöður