Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3149 svör fundust

category-iconVísindavefur

Hvaða ár var íslenska krónan tekin í notkun?

Saga opinbers gjaldmiðils á Íslandi hefst árið 1778 með formlegri lögfestingu danskra kúrantseðla (kúrantdala) sem voru með íslenskum texta. Árið 1885 var landsstjórninni heimilað með lögum að gefa út íslenska peningaseðla í nafni landssjóðs, fyrir allt að hálfri milljón króna og var það fyrsta starfsfé Landsbanka...

category-iconLandafræði

Hvað er stöðuvatn? Er Kyrrahafið stöðuvatn?

Í Íslenskri orðabók er orðið stöðuvatn sagt merkja "allstórt vatnsflæmi landi girt á alla vegu, vatn sem stendur allan ársins hring (yfirborð þess jafnhátt yfirborði jarðvatnsins)". Mjög sambærilegar skilgreiningar má finna á enska orðinu ‘lake’ en nánast undantekningalaust er það skilgreint sem vatn umlukið landi...

category-iconJarðvísindi

Hver er uppruni nafnsins Bárðarbunga?

Leiða má líkur að því að nafnið Bárðarbunga sé skylt Bárðargötu sem sagt er frá í Landnámabók. Landnámsmaðurinn Bárður Heyangurs-Bjarnason sem nam Bárðardal og dalurinn heitir eftir, taldi landkosti betri fyrir sunnan heiði vegna blíðari sunnanvinda en norðanvinda. Hann flutti sig búferlum yfir hálendið og fór „Vo...

category-iconNæringarfræði

Af hverju er meira prótín í harðfiski en öðrum fiski?

Samkvæmt ÍSGEM (Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla) þá innihalda 100 g af ýsu- eða þorskflökum um 18 g af prótínum og 82 g af vatni. Harðfiskur er þurrkaður fiskur þar sem búið er að fjarlægja megnið af vatninu úr flökunum. Með þurrkuninni hækkar hlutfallslegt gildi prótínanna eftir því sem vatnið mi...

category-iconLandafræði

Hvert er flatarmál Vestfjarða?

Til þess að segja til um flatarmál Vestfjarða þarf fyrst að skilgreina hvað er átt við með Vestfjörðum. Er verið að tala um hinn eiginlega Vestfjarðakjálka eða stjórnsýslulega skilgreiningu á Vestfjörðum? Á landakorti af Íslandi sést vel hversu lítið vantar upp á að Gilsfjörður, sem gengur inn úr botni Breiðafj...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig þekkir maður í sundur stafafuru og bergfuru?

Stafafura og bergfura eru báðar svokallaðar tveggja nála furur, sem þýðir að nálarnar eru tvær og tvær saman í knippum. Auk þess skarast ýmis augljós einkenni og mælanlegar stærðir milli þeirra. Nálar stafafuru eru til dæmis 3-5 cm langar en 3-6 cm langar á bergfuru, könglar eru svipaðir að stærð og svo framvegis....

category-iconHugvísindi

Hvar er hægt að finna heimildir um uppruna og merkingu mannanafna?

Vísindavefnum berast reglulega spurningar um merkingu mannanafna, uppruna þeirra og stundum hvernig eigi að beygja nöfnin. Við höfum svarað einstaka spurningum um þetta efni, til dæmis eru til svör við spurningunum:Hvað er nafnið Evlalía gamalt, hvað þýðir það?Getur nafnið Vatnar verið fyrir bæði kynin, og hvað þý...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru lengstu göng Íslands?

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Vegagerðarinnar eru tíu jarðgöng á vegakerfinu. Lengstu veggöngin eru Héðinsfjarðargöng sem opnuð voru 2. október 2010. Þau eru 11.000 m löng og eru í raun tvenn göng sem tengja saman Siglufjörð og Ólafsfjörð með viðkomu í Héðinsfirði. Göngin milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar ...

category-iconUnga fólkið svarar

Er sumar í Ástralíu þegar við höldum upp á jólin?

Árið skiptist í árstíðir vegna möndulhalla jarðar. Án þessa halla væri enginn hitamunur á vetri og sumri. Auk þess væru dagur og nótt tólf tímar allt árið um kring alls staðar á jörðinni. Þegar norðurhvel jarðar hallar að sólinni þá er sumar þar en vetur á suðurhveli. Á sama hátt er sumar á suðurhveli þegar það ha...

category-iconÞjóðfræði

Er til þjóðsaga um að í Dimmuborgum sé eitt af hliðum helvítis?

Slík þjóðsaga er ekki til í þeim þjóðsagnasöfnum sen hingað til hafa verið prentuð. Í Árbók Ferðafélags Íslands sem út kom 2006 og heitir Mývatnssveit með kostum og kynjum er ekki heldur á þetta minnst. Hún var þó skrifuð var af Mývetningi, Jóni Gauta Jónssyni, sem gerði sér meðal annars far um að tína til þjóðsög...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta rottur synt?

Brúnrottan (Rattus norvegicus) er mjög vel synd en svartrottan (Rattus rattus) er hins vegar ekki jafn sterk á sundi þó sést hafi til hennar taka sundtökin. Rottur sjást oft á sundi til dæmis í höfnum og vötnum. Stundum hafa þær sést synda yfir vötn og milli hafnargarða, sundleiðir sem hafa jafnvel verið nokku...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Hrísey?

Hrísey á Eyjafirði mætti kalla "rofrest", en sennilega hefur hún myndast þannig að skriðjöklar hafi runnið hvor sínum megin við eyna, meginjökullinn austan megin en jökull úr Svarfaðardal vestan megin. Jöklarnir hafa þá sorfið niður berggrunninn í kring en eftir stóð eyjan. Hrísey, horft suður Eyjafjörð. Hrísey...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær kom fyrsti kötturinn til Íslands?

Lítið sem ekkert hefur fundist af beinaleifum katta við fornleifarannsóknir á Íslandi og þeirra er ekki víða getið í fornum heimildum eins og Gunnar Karlsson kemur inn á svari sínu við spurningunni Kattbelgir eru nefndir meðal íslenskra söluvara á miðöldum. Er vitað til að kettir hafi verið ræktaðir til þess arna?...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Nota geitungar sama búið ár eftir ár?

Geitungar nota ekki bú sem þeir byggðu árið áður. Að vori byrjar drottninginn að byggja sér bú. Þegar það hefur náð ákveðinni stærð (samsvarar um það bil borðtenniskúlu) og fyrstu varphólfin eru fullbyggð, verpir hún í þau og elur önn fyrir fyrstu vinnudýrum búsins. Loks þegar vinnudýrin geta farið að þjóna búinu,...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju er mæðradagur til?

Hinn alþjóðlegi mæðradagur er upprunninn í Bandaríkjunum snemma á 20. öld. Bandarísk kona sem hét Anna M. Jarvis missti móður sína 9. maí árið 1905. Hún minntist hennar á næstu árum og skrifaði þúsundir bréfa til áhrifamanna í Bandaríkjunum árið 1908, þar sem hún hvatti til þess að annar sunnudagur í maí yrði helg...

Fleiri niðurstöður