Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1355 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er þrumuveður sjaldgæfara á Íslandi en í öðrum löndum?

Vegna þess að stöðugleiki lofts er meiri hér á landi heldur en á suðurslóðum. Stöðugleiki er mælkvarði á tregðu lofts til að hreyfast lóðrétt. Því meiri sem stöðugleikinn er því tregara er loftið til uppstreymis. Þrumuveður myndast í stórum skúra- eða éljaklökkum sem oft eru þá kallaðir þrumuklakkar eða þrumusk...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað er vind- og sólarorka?

Vind- og sólarorka eiga það sameiginlegt að eiga uppruna sinn í endurnýjanlegum orkulindum. Með endurnýjanlegri orkulind er átt við orkulind sem helst í jafnvægi af náttúrunnar hendi. Þegar orka er hagnýtt úr lindinni þá endurnýjar hún sig og rennur því ekki til þurrðar. Vind- og sólarorka eiga upptök sín í ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er merkilegt við prentsmiðjuna í Hrappsey á 18. öld og hvers konar rit voru prentuð þar?

Frá því að prentverk var fyrst flutt til Íslands um 1530 höfðu kirkjunnar menn - með biskupinn á Hólum í fararbroddi - stjórnað bókaútgáfu í landinu og að vonum lagt höfuðáherslu á trúarleg rit. Einokun kirkjunnar á prentun bóka var ekki aflétt fyrr en 1773 með stofnun prentsmiðju i Hrappsey á Breiðafirði og urðu ...

category-iconVeðurfræði

Eru til margar gerðir skýja?

Hér er einnig svarað spurningunni: Úr hvaða skýjum rignir og úr hverjum rignir ekki? Vatn er alls staðar í andrúmsloftinu í kringum okkur en í mismiklu magni. Oftast er það á formi ósýnilegrar gufu en stundum sem ský. Skýin myndast þegar loft kólnar en það gerist oft þegar loftið þrýstist upp. Ský geta einnig my...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum?

Upprunlega spurningin var:Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum, til dæmis á Reykjanesi við Djúp? Hafa Vestfirðir ekki jafnan verið taldir kalt svæði? Reykjanes við innanvert Ísafjarðardjúp er um margt merkur staður í sögu Íslands. Töluverðan jarðhita er að finna á nesinu og er hann í dag bæði nýttur t...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað hélt fólk fyrr á tímum um orsakir norðurljósa?

Hugmyndir fólks um eðli og orsök norðurljósa hafa verið með ýmsu móti í gegnum aldirnar. Víðast hvar voru þau hinum ómenntaða meirihluta fólks innblástur sagna og hugmynda um hulda heima, en á hinn bóginn hafa menn lengi reynt að útskýra eðli þeirra með lögmálum náttúrunnar. Elstu hugmyndir norrænna manna í þessa ...

category-iconEfnafræði

Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr litrófi stjarna?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr litrófi stjarna? Svo sem hvernig vitum við hitastig, stærð, hreyfingu og efnasamsetningu stjarnanna? Litrófsgreiningar á geislun sem berst frá stjörnum er helsta aðferðin til að afla upplýsinga um eiginleika stjarna á borð við þá se...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til mörg afbrigði af bleikju í íslensku ferskvatni?

Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst í stöðuvötnum, ám og lækjum á norðurslóðum. Margir vita að bleikja er góður matfiskur, en færri vita hins vegar um þann mikla fjölbreytileika sem finnst meðal bleikju hér á landi. Á Íslandi finnst bleikjan bæði sem sjóbleikja (e. anadromous charr) og l...

category-iconJarðvísindi

Bera jökulár næringarefni til sjávar og væri hægt að skófla þeim upp og sturta í sjóinn ef árnar hverfa?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er það rétt að jökulárnar okkar beri næringarefni fram í sjóinn sem fiskurinn lifir á? Ef svo er hvaðan koma þessi næringarefni upprunalega? Væri kannski hægt að skófla þessum næringarefnum upp og sturta í sjóinn án þess að nota jökulárnar? Stutta svarið: Rétt er að jökulárnar ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna er alltaf sagt að líf geti ekki þrifist á öðrum hnöttum nema þar sé vatn? Gætu ekki verið til lífverur sem geta lifað án vatns og sólar?

Það er deginum ljósara að líf eins og við þekkjum það á jörðinni þarfnast vatns. Líf jarðarinnar hefur þróast í vatni og með vatni og lífverur hafa lært að nýta sér hina sérstöku eiginleika þessa vökva. Vatn, ásamt vetnis- og hydroxyljónum sem myndast við sundrun þess, ráða að verulegu leyti byggingu og líffræðile...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvers vegna er sagt að ekki sé líf á öðrum hnöttum?

Eins og eðlilegt er hefur mikið verið spurt um þessi efni hér á Vísindavefnum og er hér með einnig svarað eftirfarandi spurningum: Eru til einhverjar sannanir fyrir því að vitsmunalíf þrífist úti í alheimnum? (Hinrik Bergs) Hvers vegna er talið að það sé ekkert líf í þessu sólkerfi nema á jörðinni? (Árný Yrsa)...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig er daglegt líf geimfara í geimnum?

Í þyngdarleysinu í geimnum verða daglegar athafnir eins og að fara í bað, drekka, borða, hreyfa sig og fara upp í rúm ótrúlega erfiðar. Geimfarar kvarta yfir að vera í þyngdarleysi vegna þess að það gerir þeim erfitt fyrir að vinna vinnuna sína. Hlutir eins og skrúfur og skrúfjárn liggja ekki kyrr heldur fljót...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fugl er súlan?

Súlan (Morus bassanus eða Sula bassana) er sjófugl sem verpir hér við land á örfáum stöðum undan suður-, austur-og norðausturlandi. Kunnasti varpstaðurinn hér við land er eflaust Eldey sem liggur suður af Reykjanesi. Íslenskir fuglafræðingar hafa fylgst vel með stærð súlustofnsins hér við land og telur hann nú...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er einhver munur á hvort kjarnorkusprengja springur á jörðu niðri eða í geimnum?

Helsti munurinn á kjarnorkusprengingu í geimnum og á jörðunni er skortur á andrúmslofti (nema þá ef um er að ræða kjarnorkusprengingu við yfirborð einhverrar reikistjörnu með lofthjúpi, til dæmis Venusar). Við kjarnorkusprengingu losnar mikil orka sem kemur fram sem ljóseindir (gamma-geislar), nifteindir og kja...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Úr því að tunglið getur valdið sólmyrkva getur Venus ekki eins gert það?

Þessari spurningu má svara á ýmsa vegu. Einfaldast er að leiða hugann að því hvernig sólin, tunglið og Venus birtast okkur á himninum. Þegar tunglið myrkvar sólina er það í sömu stefnu og hún frá okkur að sjá. Nauðsynlegt skilyrði þess að Venus geti myrkvað sólina er á sama hátt að hún gangi einhvern tímann fy...

Fleiri niðurstöður