Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3132 svör fundust
Hvað kom fyrir sjö undur veraldar?
Eins og kemur fram í svari við spurningunni Hver voru sjö undur veraldar? eru þau samkvæmt hefð talin vera þessi:Píramídarnir í GízaHengigarðarnir í BabýlonSeifsstyttan í OlympíuArtemismusterið í EfesosGrafhvelfingin í HalikarnassosKólossos á RódosVitinn í Faros við AlexandríuHægt er að skoða staðsetningu þeirra á...
Hvað gerið þið sagt mér um sjúkdóminn ADEM?
Heiti sjúkdómsins Acute Disseminated Encephalomyelitis mætti þýða sem bráða, dreifða heila- og mænubólgu, en hann verður kallaður ADEM hér. Sjúkdómurinn einkennist af bólgu í heila og mænu og er hann ástæðan fyrir allt að þriðjungi greindra tilfella af heilabólgu (e. encephalitis). Sjúkdómseinkennin sem fylgj...
Er einhver aldurs- og kynjamunur á stríðni barna?
Aldursmunur á árásargirni Börn öðlast snemma skilning á því að þau geti gert öðrum illt. Á öðru aldursári eykst markháð árásargirni (e. instrumental aggression) þeirra verulega, það er árásargirni eða ýgi sem snýst um að fá eitthvað í sinn hlut. Hver kannast til dæmis ekki við að tveggja ára barn fái brjálæðisk...
Ef maður elur stelpu upp eins og hún væri strákur, mundi hún þá ekkert vita og haga sér eins og strákur?
Nei, það er alls ekki víst að hún myndi gera það. Það er ljóst, eins og með svo margt annað, að bæði líffræðilegir þættir (eins og erfðir og hormón) og félagslegir þættir (svo sem uppeldi) skipta máli fyrir kynsamsemd (e. gender identity) fólks, það er hvort það líti á sig sem karl eða konu, og hvaða kynhlutverk ...
Hvað er að hljóta uppreist æru í lagalegum skilningi?
Uppreist æru felur í stuttu máli í sér að fá að njóta aftur réttinda sem glatast við það að fá fangelsisdóm. Sem dæmi má nefna kjörgengi til Alþingis eins og fram kemur í 4. og 5. grein laga um kosningar til Alþingis. Þar segir:Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá sem kosningarrétt á skv. 1. gr. og hef...
Hvað gerir hóstarkirtillinn?
Hér er svarað spurningunum:Hvaða hlutverki gegnir hóstarkirtillinn? Hvar er hóstarkirtillinn staðsettur? Hóstarkirtill eða týmus (e. thymus) eins og hann er einnig kallaður, tilheyrir ónæmiskerfi líkamans. Hóstarkirtill er í raun ekki réttnefni þar sem hann er ekki kirtill heldur bleikgráleitt, tvíblaða líffæri ...
Snýst tunglið um möndul sinn eða ekki?
Spurningin í heild var sem hér segir: Nú hef ég heyrt að tunglið snúi alltaf sömu hlið að jörðinni, þ.e. snúist ekki um möndul sinn. Einnig hef ég heyrt að einn sólarhringur á tunglinu sé 29 dagar, sem þýðir að tunglið snýst um möndul sinn. Getur verið að sú saga hafi komist á kreik að tunglið sneri alltaf sömu h...
Hver er munurinn á jákvæðri og neikvæðri styrkingu?
Það er gífurlega mikilvægt fyrir bæði menn og dýr að geta lært af reynslunni. Rándýr sækja á þá staði þar sem þau hafa áður fengið æti. Ef geitungur stingur mann er líklegt að maður sveigi fram hjá slíkum kvikindum í framtíðinni. Brennt barn forðast eldinn. Þegar tiltekin hegðun minnkar eða styrkist í sessi vegna ...
Hvað er hjartahringur?
Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin kallast gáttir og taka þær við blóðinu frá líkamanum, sú hægri tekur við blóði frá vefjum líkamans en sú vinstri frá lungunum. Neðri hólfin kallast sleglar eða hvolf og er þeirra hlutverk að dæla blóðinu út í líkamann, hægri slegillinn til lungna þar sem loftskipti ...
Hvert fer fólk þegar það deyr?
Það er hægt að svara þessari spurningu á ýmsa vegu. Til dæmis getum við sagt að þegar við deyjum þá förum við ekki neitt, enda erum við dáin. Líkaminn sem tilheyrði okkur á meðan við vorum á lífi fer hins vegar í flestum tilvikum ofan í jörðina, stundum með viðkomu í brennsluofni og þá fer askan í duftker. Ein...
Hvenær myndaðist Snæfellsjökull?
Snæfellsjökull er eldkeila en svo kallast mikil keilulaga eldfjöll sem myndast þar sem síendurtekin eldgos verða um sömu gosrás og kvikan kemur úr sama kvikukerfi. Þar sem kvikan verður til á sama stað undir eldfjallinu og kemur upp um sama gosop, hleðst hún upp yfir því og myndar keilurnar, þar sem hraun og gjósk...
Hvernig er best að hugsa röklega?
Fólki er eðlilegt að hugsa röklega og flestir beita rökhugsun án þess að hafa nokkurn tímann lært að hugsa röklega. Aftur á móti er fólki einnig tamt að hugsa stundum órökrétt og það gerist sekt um alls kyns rökvillur. Sennilega er besta leiðin til að forðast rökvillur einfaldlega sú að kynna sér þær og gefa sér t...
Er „af því bara“ svar?
Orðin „af því bara“ geta verið svar ef sá sem segir þau er að bregðast við spurningu, í flestum tilvikum væri það spurning um af hverju eitthvað er einhvern veginn. Aftur á móti má segja að þau séu ekki mjög gott svar. Oftast spyrjum við spurninga í þeim tilgangi að biðja um upplýsingar eða útskýringar af einhv...
Eru fellibyljir alltaf skírðir kvenmannsnöfnum?
Fellibyljir eru bæði skírðir karl- og kvenmannsnöfnum, eins og sjá má með að rifja upp eyðilegginguna sem fellibyljirnir Mitch og Katrina ollu með nokkurra ára millibili í Bandaríkjunum. Reyndar er það rétt hjá spyrjandanum að þetta jafnrétti í nöfnum fellibylja hefur ekki alltaf ríkt, því á tímabili voru þeir aðe...
Hvernig verka rafhlöður í farsímum?
Algengustu rafhlöður í farsímum og í fjölmörgum handhægum rafknúnum tækjum, eins og myndavélum, vasahljómflutningstækjum og rakvélum, eru núna litínjónarafhlöðurnar (e. lithium-ion batteries). Um þær er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Hvernig verka litínjónarafhlöður og hvernig er hægt að hlaða þær aft...