Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3168 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um svartar mömbur?
Svarta mamban (Dendroaspis polylepis) er eitraður snákur, sá næst lengsti sem til er. Fullorðin dýr geta orðið rúmlega 4 metra löng. Svartar mömbur geta verið mjög árásargjarnar og enginn snákur fer eins hratt yfir og þær. Þær geta skriðið á allt að 23 kílómetra hraða á klst! Reyndar eru svörtu mömburnar afar kjar...
Hvað getið þið sagt mér um Kuipersbeltið og Oort-skýið?
Árið 1950 spáði hollenski stjörnufræðingurinn Jan Oort fyrir um tilvist loftsteinabeltis hinu megin við Plútó, u.þ.b. 50.000 sinnum lengra frá sólu en jörðin er. Ári síðar setti stjörnufræðingurinn Gerard Kuiper fram þá tilgátu að íshnettir frá myndun sólkerfisins væru hinu megin við Neptúnus. Hann taldi líklegt a...
Hvað er trukkur þungur?
Venjulegir fólksbílar hafa oft massa kringum 1 tonn eða 1000 kg þegar þeir eru tómir, og geta tekið farþega og farangur sem nemur samtals um 400 kg. Svo eru bílarnir þyngri eftir því sem þeir eru stærri og geta tekið meiri farm. Venjulegir vörubílar eru trúlega nokkur tonn á þyngd tómir og geta tekið álíka mik...
Hvað verpir snæugla mörgum eggjum?
Snæuglan (Bubo scandiacus) er stærri en flestar aðrar uglur. Hún er 51-71 cm að lengd og vegur 1,6-3 kg. Vænghaf hennar er allt að 170 cm. Snæuglan er hvít með brúnum skellum en brúni liturinn er meira áberandi á kvenkyninu. Snæuglur geta orðið meira en 10 ára gamlar. Snæugla með unga. Snæuglan verpir yfirle...
Getið þið kennt okkur að gera tilraun sem sýnir að ljós er bæði öldur og agnir?
Leysibendlar með rauðum eða grænum geisla eru þeir leysar sem flestir kannast við. Afl geislanna er minna en eitt milliwatt og það er hættulaust augum viðstaddra í fyrirlestrasal. Geislinn getur þó valdið langvarandi glýju í augum þeirra sem fyrir honum verða. Þess vegna er stórhættulegt að beina honum að fólki að...
Af hverju signir maður sig?
Krossmarkið er eitt helgasta tákn kristninnar. Menn báru og bera enn kross í keðju um hálsinn, hafa krossa uppi á vegg eða yfir dyrum og svo framvegis. Áður fyrr gerðu menn krossmark yfir öllu sem þeir vildu biðja fyrir eða blessa. Til dæmis gerði fólk krossmark yfir húsdýrum sínum áður en þeim var sleppt á beit. ...
Hvernig er hægt að reikna út afföll á húsbréfum út frá tölum um ávöxtunarkröfu?
Svarið við þessari spurningu kemur fram í bókinni Verðbréf og áhætta sem gefin var út af VÍB og sem er að finna á rafrænu formi á vefsetri VÍB. Við birtum svarið hér með góðfúslegu leyfi VÍB. Reiknireglan fyrir gengi húsbréfa er þessi (smellið á mynd til að fá stærri útgáfu af henni): Hér má svo sjá dæmi u...
Getið þið sent mér eina ekta íslenska galdraþulu?
Á heimasíðu Galdrasýningar á Ströndum er hægt að skoða nokkra galdrastafi. Þar er til dæmis sagt frá Lásastaf en með honum átti að vera hægt að ljúka upp lás lykilslaust. Jafnframt átti að fara með þessa þulu: Blæs eg svo bylur í lási og blístra af mannsístru; fjandinn með fúlum anda fast í lásinn blási; tröl...
Hvað getið þið sagt mér um fall Berlínarmúrsins?
Berlínarmúrinn var reistur af kommúnistastjórninni í Þýska alþýðulýðveldinu (Austur-Þýskalandi) í ágúst 1961 sem „varnarveggur gegn fasisma“. Hann féll nóttina 9. til 10. nóvember 1989 eftir að hafa skilið að fjölskyldur, vini og nágranna í Austur- og Vestur-Berlín í 28 ár. Á meðan múrinn stóð kostaði það að minns...
Hvert fer sálin þegar maður deyr?
Þetta svar er samið frá sjónarhóli guðfræðinnar og segir aðeins frá hugmyndum kristinna manna um tilveru eftir dauðann. -- Í kristinni trú þykir ljóst að menn munu eftir dauðann, að lokum, hafna ýmist í helvíti eða himnaríki. Yfirleitt er svo litið á að þangað fari maðurinn allur, sál hans og líkami, sem óaðskilja...
Hvaða hundar eru stærstir?
Þyngstu ræktunarafbrigði hunda (Canis familiaris) eru enskir mastiffhundar og bernharðshundar. Meðalþyngd fullvaxinna karlhunda af þessum afbrigðum eru um 77-91 kg. Að öllum líkindum er þyngsti hundur sem sögur fara af mastiffhundur sem reyndist vera rúm 144 kg og mældist 88,7 cm á herðakamb. Þyngsti bernharðs...
Er 826492640936494683648564845383565 prímtala?
Við ætlum nú ekki að leggja fyrir okkur að svara svona spurningum yfirleitt, enda mundi þá mörgum lesendum fara að leiðast þófið. Við bendum lesendum okkar í staðinn á sérstök vefsetur á veraldarvefnum þar sem fjallað er rækilega um prímtölur og ýmsar aðferðir kringum þær. Við bentum á eitt slíkt vefsetur um dagi...
Geta kettir andað með nefinu?
Að öllu jöfnu anda kettir með nefinu. Á vefsíðum sem fjalla um heilbrigði katta kemur fram að ef köttur andar með munninum þá eigi að fara með hann tafarlaust til dýralæknis. Að jafnaði er það ekki eðlilegt að köttur andi með munninum. Nokkrar skýringar eru á því að kettir beita munninum við öndun og engin þeir...
Hvað er átt við með sögninni að pilla? Til dæmis „að pilla sér í sturtu“ eða „pillaðu þér, ég þarf að einbeita mér!“
Sögnin pilla sig (einnig með þágufalli pilla sér) er notuð í óformlegu máli um að ‛fara, koma sér burt, drífa sig’. Hún er nær eingöngu notuð neikvætt í skammartóni: „Pillaðu þig burt“, „Pillaðu þig á fætur“. Hún virðist notuð í málinu í þessari merkingu frá því snemma á 20. öld. Að baki liggur sögnin að pil...
Hver er rökstuðningur þeirra sem segja að örbylgjuofn sé mjög skaðlegur?
Ekki hefur tekist að sýna fram á í rannsóknum að matur sem eldaður er í örbylgjuofni sé óhollari en matur sem eldaður er á hefðbundin hátt. Það er meira að segja svo að matur sem eldaður er i örbylgjuofni heldur almennt eftir fleiri næringarefnum en matur sem eldaður er á hefðbundin hátt. Líklega er þessi hræðs...