Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3131 svör fundust
Hafa auglýsingar síður áhrif á greint fólk?
Samantekt Rhodes og Wood (1992) bendir til þess að samband sé milli greindar og áhrifa auglýsinga.* Að jafnaði gildir að eftir því sem greind mælist hærri, því erfiðara er að breyta viðhorfum með auglýsingum. Þessi tengsl eru jafnan skýrð þannig að greint fólk búi yfir meiri þekkingu en aðrir, og að það sé þekking...
Hvernig varð heimspekin til? Hvert er upphaf hennar?
Ómögulegt er að segja til um hver velti fyrstur fyrir sér heimspekilegri spurningu og hvenær. Aftur á móti er hægt að segja frá upphafi tiltekinna heimspekihefða. Upphaf vestrænnar heimspeki má rekja til Forngrikkja og hún á sér órofa sögu til nútímans. Á flestum evrópumálum er sjálft orðið fyrir heimspeki komið a...
Hver er sterkasti vöðvinn í líkama manns, hver er sá stærsti og hvað eru vöðvarnir margir?
Vöðvar eru af þremur gerðum; sléttir vöðvar, hjartavöðvinn og beinagrindarvöðvar sem nefnast einnig þverrákóttir vöðvar. Legið og vöðvar í æðaveggjum og veggjum meltingarvegarins eru dæmi um slétta vöðva. Flestir sléttir vöðvar eru aðeins ein slétt vöðvafruma og fjöldi þeirra skiptir milljörðum. Þeir eru yfirl...
Hvernig er stjórnarskránni breytt og er hægt að finna betri leið til þess?
Alþingi getur breytt stjórnarskrá Íslands, en það verður að gerast í tveimur lotum. Fyrst er frumvarp um stjórnarskrárbreytingu lagt fyrir Alþingi og fjallað um það á sama hátt og önnur lagafrumvörp. Breytingin tekur hins vegar ekki gildi þó að Alþingi samþykki það. Til þess að stjórnarskrárbreyting taki gildi þar...
Hvernig losna steinar frá Mars og berast til jarðar?
Líklegast er að steinar sem berast til jarðar frá Mars hafi þeyst frá yfirborði reikistjörnunnar við árekstra stórra loftsteina. Við stærstu árekstra þeytist efni upp í loftið með nægum hraða til að losna frá þyngdarsviði Mars og fara á sporbaug um sólu. Mikið er um stóra loftsteinagíga á yfirborði Mars og því er ...
Hvað er J-ferill?
Hugtakið J-ferill er stundum notað til að lýsa því ef áhrif tiltekinnar breytingar á ákveðna stærð eru önnur til skamms tíma en til langs tíma. Ef áhrifin eru teiknuð með stærðina sem verið er að skoða á lóðrétta ásnum en tíma á þeim lárétta getur ferillinn líkst stafnum J, þess vegna er talað um J-feril. Sem d...
Hvað er það sem gerir DHEA-fæðubótarefnið ólöglegt á Íslandi?
DHEA eða Dehydroepiandrosterone er forveri að minnsta kosti tveggja hormóna; testósteróns og estradíol. Það hefur verið auglýst sem "youth hormone" af því að það er í hámarki þegar við erum ung. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fylgni milli DHEA og aukins krafts, betri heilsu og hraustleika 40 ára manna, en það var au...
Hvað er pamfíll?
Upphafleg spurning var á þessa leið: Hvað er pamfíll? Oft er sagt: „Þú ert lukkunnar pamfíll.” Við hvað er verið að líkja manni? Orðið pamfíll er þekkt í íslensku máli frá því á 18. öld. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, aðstoðarmanns Árna Magnússonar handritasaf...
Hvað gerist þegar hlutur nær tvöföldum eða þreföldum hljóðhraða?
Svarið er í stuttu máli: Ekkert sérstakt! Hér á Vísindavefnum hefur áður verið svarað spurningunni Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn? Ágætt er að lesa það svar á undan þessu. Þar kemur fram að flugvél eða aðrir hlutir verða fyrir snörpum hvirfilstraumum og höggum þegar þeir komast á hljóðhraða en ef...
Við hvað er átt þegar sagt er „ekki verður bókvit í askana látið”?
Með orðinu bókvit er átt við þann lærdóm sem fenginn er úr bókum. Máltækið ekki verður bókvit í askana látið er ekki mjög gamalt, tekist hefur að rekja það aftur á miðja 19. öld. Átt er við að lærdóm, fenginn úr bókum, sé ekki hægt að skammta mönnum, þeir verði að hafa fyrir því sjálfir að afla sér hans. Áður fyrr...
Hvaða dýr hafa lengstu klærnar?
Að öllum líkindum hafa bjarndýr og letidýr lengstu klær sem þekktar eru meðal núlifandi dýra. Letidýr af ættkvíslinni Bradypus sem lifa á Amazon-svæðunum, eru með gríðarlega langar klær. Lengdin hefur mælst 8 - 12 cm hjá fullorðnum dýrum. Bjarndýr eru einnig með mjög langar klær eða allt að 7,5 cm. Klær af þeir...
Hver fann upp sápuna?
Það veit enginn nákvæmlega hver fann upp sápuna en samkvæmt heimildum á vefsetrinu Encyclopædia Britannica hefur sápa verið notuð í að minnsta kosti 2300 ár. Samkvæmt alfræðingnum Plíníusi eldra bjuggu Fönikíumenn til sápu úr geitartólgum og viðarösku um 600 fyrir Krist. Á miðöldum fór sápugerð aðallega fram í...
Hver er hin rétta skilgreining á síbrotamanni?
Hægt er að skilgreina hugtakið síbrotamaður með vísan til orðsins ítrekunartíðni en í það er yfirleitt lagður tvenns konar skilningur, annars vegar þeirra sem móta stefnu í refsivörslumálum og hins vegar þeirra sem sinna rannsóknum í afbrotafræði. Í mörgum samfélögum hafa stefnumótandi aðilar notað orðið „ítrek...
Úr hverju er strokleður?
Strokleður (e. rubber, eraser) er ekki gert úr leðri eins og kannski mætti giska á út frá nafninu heldur er uppistaðan oft gúmmí blandað jurtaolíu, fínum vikri og brennisteini. Þessi blanda er pressuð saman og vúlkaníseruð, en svo kallast hitameðferð sem notuð er til að herða gúmmí og gera það fjaðurmagnað. Nú or...
Eru til efni sem storkna við hitun?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Venjulega þarf að flytja varma inn í fast efni svo að það bráðni. Eru til efni sem storkna við aukinn hita?Já, reyndar. Rannsóknahópur við Fourier-háskólann í Grenoble hefur nýverið skrifað vísindagrein um efnablöndu með sérkennilega eiginleika. Í henni er alpha-cyclodext...