Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4702 svör fundust
Hvað eru margir tindar í Himalajafjallgarðinum?
Í Himalajafjallgarðinum eru níu af tíu hæstu tindum heims. Everesttindur er sá allra hæsti, 8850 metrar á hæð. Í fjallgarðinum eru rúmlega 110 tindar hærri en 7300 metrar og um 200 rísa yfir 6000 metra. Að auki eru mörg hundruð lægri tindar. Himalajafjallgaðurinn er því talinn vera hæsti fjallgarður heims. Heitið ...
Hvað er "catnip" (kattarminta)?
Catnip eða kattarminta er jurt (l.Nepera cataria) með mintuangan sem kettir eru sólgnir í. Efni í kattarmintunni sem kallast nepetalactone örvar kettina þannig að eldri og virðulegir hefðarkettir fara að haga sér eins og þeir væru ungir á ný stökkva um og leika sér. Ef kettir komast í tæri við kattarmintuna byrja ...
Hvenær er æxlunartímabil hjá hagamús, húsamús, brúnrottu og svartrottu?
Æxlunartímabil íslenskra nagdýra ræðst aðallega af tíðarfari og því hvar á landinu nagdýrin lifa. Sænski vistfræðingurinn Bengtson rannsakaði ýmsa þætti í vistfræði hagamúsarinnar (Apodemus sylvaticus) á Íslandi á árunum 1973-1977. Í rannsókn sinni bar hann saman tvo stofna sem lifðu við mjög ólík umhverfisskil...
Hvar er Ætternisstapi?
Ætternisstapi er ekki til sem örnefni á Íslandi og er af ýmsum talinn aðeins goðsöguleg hugmynd. Hann kemur fyrir í Gautreks sögu, sem er ein af Fornaldarsögum Norðurlanda. Gauti konungur á Vestra-Gautlandi er á ferð og kemur að bóndabæ. Snotra dóttir bónda segir konungi eftirfarandi:Hér er sá hamar við bæ vor...
Af hverju eru urriðar í Veiðivötnum af sama stofni og urriðar í Þingvallavatni?
Þegar ísöld lauk fyrir tólf þúsund árum og jökulhellan hopaði, þá hélt urriðinn (Salmo trutta) norður á bóginn og nam land í aurvötnum sem mynduðust þegar jöklar bráðnuðu. Erfðafræðirannsóknir hafa leitt í ljós að þetta landnám gerðist í tvennu lagi. Landris og aðrar jarðfræðilegar breytingar á landslagi hafa síða...
Hver bjó til skírnarfontinn í Dómkirkjunni í Reykjavík?
Myndhöggvarinn Bertel Thorvaldsen (1770-1844) gerði skírnarfontinn í Dómkirkjunni í Reykjavík. Thorvaldsen var sonur íslensks myndhöggvara, Gottskálks Thorvaldsen, og átti danska móður, Karen Dagnes. Því stendur slagurinn milli Íslendinga og Dana hvorum hann tilheyrir. Líklegt er að Thorvaldsen hafi sjálfur talið ...
Hvaða bók er mest selda bók allra tíma?
Biblían er mest selda og mest lesna bók allra tíma. Vefsetur Guinness World Records áætlar að um 2.500.000.000 (2,5 milljarðar) eintaka hafi verið seld í heiminum síðan 1815! Biblían hefur verið þýdd á 2.233 tungumál og mállýskur. Reikna má með að annað trúarrit, Kóraninn, komi í öðru sæti en á þó harðri barátt...
Fyrir hvað er rómverski rithöfundurinn Júvenalis frægur?
Spurningin hljóðar í heild sinni svona:Fyrir hvað er rómverski rithöfundurinn Juvenalis frægur? Hvenær var hann uppi, hver eru frægustu rit hans og kannski eitthvað fleira ef þið finnið? Rómverski rithöfundurinn sem hér um ræðir hét fullu nafni Dekímus Júníus Júvenalis (lat. Decimus Junius Juvenalis). Hann fæddis...
Af hverju er mannkynið ekki búið að þróa sig þannig að það séu ekki til nein „sokkahár“ fyrst maður verður stundum svona aumur í þeim?
Þetta er auðvitað meðal helstu þróunargalla mannkyns. Meðal annarra galla má telja takmarkaðan fjölda handa (hver mundi ekki vilja hafa fjórar hendur?) og vandræðin sem hljótast af því að ekki er hægt að vera nema á einum stað í einu. Vísindavefurinn leiðir um þessar mundir vinnuhóp vísindamanna um heim allan ...
Hver er opinber skilgreining á líftækni?
Athugasemd ritstjórnar: OECD hefur nú samþykkt tölfræðilega skilgreiningu á líftækni. Nánar má lesa um skilgreininguna á heimasíðu OECD. Ekki mun vera til nein opinber skilgreining á orðinu líftækni en viss hugtök sem tengjast líftækninni hafa þó verið skilgreind í lögum um erfðabreyttar lífverur frá árinu ...
Fyrir hvað stendur J. í Homer J. Simpson?
Samkvæmt viðtali við skapara Simpsons-teiknimyndanna, Matt Groening, stendur J-ið fyrir millinafnið Jay. Þetta kemur fram í þættinum „D'oh-in' in the Wind“ í 10. seríu þáttanna (og ber númerið AABF02) þar sem Homer grefur upp hippafortíð móður sinnar. Brandarinn felst í því að á ensku heitir stafurinn „j“ einfaldl...
Hvað er sólarljósið lengi á leið til jarðar?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hvað er sólarljósið lengi á leið til jarðar? Hversu hratt fer ljósið í tómarúmi? (Magnús Björgvinsson) Hvað eru mörg ljósár til sólarinnar? (Ólafur Þorgeirsson) Hversu langan tíma tekur það ljósið að ná jörðu frá sólinni? (Óskar Pálsson) Hvað er ljósið lengi frá sólu til jar...
Hvað eru byrkningar?
Til byrkninga (Pteridophyta) teljast plöntur eins og burknar, jafnar og elftingar, ásamt tungljurtum og álftalaukum. Hér á landi vaxa um 40 tegundir af byrkningum þar af um 23 tegundir burkna. Áberandi tegundir í íslenskri flóru eru meðal annars klóelfting (Equisetum arvense) sem vex víða og í margs konar gróðu...
Hver er sönnun þess að Leifur heppni fann Ameríku?
Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur svarað hér á Vísindavefnum spurningunni Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur eða Bjarni Herjólfsson? Þar segir hann að ekkert sé hægt að fullyrða um hver fann Ameríku fyrstur norrænna manna. Fornleifauppgröftur í L’Anse aux Meadows á Nýfundnala...
Af hverju festast köngulær ekki í sínum eigin vef?
Ekki spinna allar köngulær (Araneae) vefi, föruköngulær eltast til dæmis við bráð sína. En þegar fylgst er með vefkönguló sést vel hversu auðveldlega hún ferðast um vef sinn án þess að festast í honum, ólíkt flugunum sem hún veiðir í hann. Því er von að mörgum leiki forvitni á að vita hvers vegna hún festist ekki ...