Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4865 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf og helstu dýrategundir á Indlandi?

Óvíða í heiminum fyrirfinnast fleiri dýrategundir en á Indlandi. Náttúrufræðingar á Indlandi hafa einnig verið duglegir við að skrásetja tegundir sem finnast innan landamæra Indlands. Til dæmis lifa um 390 spendýrategundir á indverskri grund og samsvarar það um 8% af þekktum spendýrategundum í heiminum. Fjöldi fug...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta örverur „vanist“ hreinsiefnum sem notuð eru til dæmis á tannlæknastofum?

Stutt svar er „já“, en það gerist þó aðeins í sama mæli og bakteríur myndi ónæmi eftir sýklalyfjanotkun. Örverumengun í vatnslögnum til tannlæknastóla hefur verið þekkt vandamál í að minnsta kosti áratug en orsök hennar er myndun svokallaðrar „biofilm“ eða örveruþekju innan í plaströri sem dreifir vatni til tannlæ...

category-iconFöstudagssvar

Er hægt að greina vígt vatn frá óvígðu með einhverjum aðferðum?

Já það er vel hægt. Allt vatn sem við komumst vanalega í tæri við er óvígt, nema það sem prestar vígja. En af hverju er þessu svona háttað? Flestum finnst líklega allt vatn vera af sama tagi og ekki er víst að við mundum átta okkur á því ef vígt vatn færi allt í einu að renna úr krananum. En málið er bara að...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju fáum við gubbupest?

Uppsölu- og niðurgangspest er það sem í daglegu tali er oft kallað gubbupest og lýsir sér með ógleði, uppköstum, kviðverkjum og niðurgangi og koma einkennin oftast skyndilega. Smit berst ýmist frá sýktum einstaklingi eða sýktu vatni eða matvælum. Einkennin við sýkingunni eru leið líkamans til að losa sig við eitur...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hafa eldgos áhrif á veðrið?

Eldgos geta haft mikil áhrif á veðurfar til skemmri tíma, en til þess að svo megi verða þurfa þau að vera mjög stór eða „vel“ staðsett og helst hvoru tveggja. Langflest stór gos eru sprengigos. Þau dreifa miklu magni tiltölulega grófra gosefna í veðrahvolfið en gosefnin falla tiltölulega fljótt út og því er það lí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr eru aðallega í útrýmingarhættu á Íslandi?

Válistar eru skrár yfir lífverutegundir sem eiga undir högg að sækja eða eru taldar vera í útrýmingarhættu í tilteknu landi eða á tilteknu svæði. Á slíkum válistum er verndarstaða tegundanna skráð í nokkra mismunandi hættuflokka eftir því hve alvarleg ógnin er sem tegundin stendur frammi fyrir. Hættuflokkarnir get...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er svona merkilegt við Amasonfljótið og Amasonregnskóginn?

Amasonfljót er langstærsta fljót í heimi og vatnsmagnið sem fellur til sjávar er meira en samanlagt vatnsmagn úr Níl, Mississippi- og Yangtze-fljótum. Þótt áin Níl sé 250 km lengri en þeir 6400 km sem Amasonfljótið telur, er hún bara um 2,3% af heildarflæði (m3/s) Amasonfljótsins. Amasonfljótið er um 13 sinnum len...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjir réðu Gíbraltar á undan Bretum? Hvaða tungumál er talað þar?

Gíbraltar er rúmlega 6,5 km2 skagi syðst á Spáni við mynni Miðjarðarhafs. Saga Gíbraltar nær mörg árþúsund aftur í tímann og þar hafa meðal annars fundist merki um Neanderdalsmenn. Nær í tíma er vitað að Fönikíumenn höfðu sest þar að í kringum 950 f.Kr. og seinna komst skaginn undir Rómaveldi eins og svo mörg önnu...

category-iconHugvísindi

Hvernig er best að „læra“ eða stunda heimspeki með það að sjónarmiði að ná framúrskarandi árangri?

Þessari spurningu er ekki auðsvarað því það er alls ekki ljóst hvað það er að stunda heimspeki, og enn síður hvaða mælikvarði á árangur er viðeigandi um slíka iðju. Frægasti heimspekingur allra tíma er líklega Sókrates, sem var uppi á árunum 469 til 399 f.Kr. Hann skrifaði ekki neitt um sína daga heldur stunda...

category-iconTölvunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Atli Benediktsson rannsakað?

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði, hefur helgað sig rannsóknum í fjarkönnun, mynsturgreiningu (e. pattern recognition), vélrænu námi (e. machine learning), stafrænni myndvinnslu, gagnabræðslu (e. data fusion) og lífverkfræði. Rannsóknir Jóns Atla hafa einku...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru leðurblökur skyldar músum?

Stutta svarið er að vissulega eru leðurblökur og mýs skyldar, enda hvort tveggja spendýr. Þó þarf að leita mjög langt aftur í þróunarsögu spendýra til að finna sameiginlegan forföður leðurblaka og músa. Mýs tilheyra ættbálki nagdýra (Rodentia) sem talið er að fyrst hafi komið fram fyrir að minnsta kosti 55-60 m...

category-iconJarðvísindi

Hvernig er hægt að reikna út rúmmál fjalla, t.d. rúmmál Esjunnar?

Upprunalega spurningin með nánari skýringu spyrjanda hljóðaði svona: Hvert er áætlað rúmmál Esjunnar? Ég skal viðurkenna að þrátt fyrir að ég hafi gengið yfir Esjuna, upp frá Þverfellshorni og niður að Meðalfellsvatni, hafði ég ekki hugsað út í þá staðreynd að Esjan sé með alla þessa "anga" sem gerir verkefnið...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu djúpt sykki hinn fífldjarfi sem styngi sér í vatn fram af 100 metra háum kletti?

Þessi spurning er ein af þeim sem er ekki hægt að “svara” með því að nefna einhverja ákveðna tölu, því að spyrjandi tilgreinir ekki nægar upplýsingar til þess. Kannski er líka bættur skaðinn því að útreikningar og svar í einstöku dæmi hafa ekki mikið vísindagildi, en að vísu ef til vill nokkurt fræðslugildi. Hitt ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru afleiður og þá afleiðustöður og notkun þeirra í fyrirtækjarekstri?

Afleiður (e. derivatives) eru mjög víður flokkur verðbréfa sem öll hafa það sameiginlegt að greiðsluskylda útgefanda og þar með verðmæti afleiðanna fer eftir verðþróun annarrar eignar (hugsanlega margra). Nafnið vísar því til þess að verðmæti afleiðanna leiðir af verðþróun annarra eigna. Þær eignir sem afleiðurnar...

category-iconMannfræði

Hverjir voru helstu guðir Súmera?

Súmerísk menning er frá upphafi sögulegs tíma. Ekki er vitað hvaðan Súmerar eru komnir en þeir mynduðu allnokkur borgríki í Mesópótamíu um 3000 f.Kr. Akkaðarnir sem voru af semitískum stofni náðu tímabundnum yfirráðum á svæðunum 2360-2180 f.Kr. Súmerar komust þá aftur til valda en um 1700 f.Kr. ruddu Amorítar þeim...

Fleiri niðurstöður