Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2678 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru fullkomnar tölur?

Náttúrleg tala er sögð fullkomin ef hún er jöfn summu allra þeirra talna sem eru minni en hún sjálf og ganga upp í henni. Þannig er 6 fullkomin tala, því 6 = 1 + 2 + 3, og einnig er 28 fullkomin því 28 = 1 + 2 + 4 + 7 + 14. Hins vegar eru 22 og 24 ekki fullkomnar; aðeins 1, 2 og 11 ganga upp í 22 og 1 + 2 + 11 = 1...

category-iconHugvísindi

Af hverju er sagt að menn séu tvítugir og sjötugir en síðan níræðir og tíræðir?

Til að tákna hversu marga tugi eitthvað hafði að geyma voru mynduð þegar í fornu máli lýsingarorð, svokölluð tölulýsingarorð, sem enduðu á –tugur (-togr, -tugr). Voru þau notuð um aldur, hæð og dýpt og eru enn. Sagt er að maður sé tvítugur ef hann hefur lifað tvo áratugi, talað er um tvítugt dýpi, tvítugt bjarg og...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig getur sólin lýst upp jörðina án þess að hafa eitthvað til að brenna?

Helstu efnin í sólinni eru vetni og helín, léttasta og næstléttasta frumefnið sem til eru. Sólin er mjög heit og efnið í henni er þess vegna í rafgasham sem kallað er, en það þýðir að frumeindirnar eða atómin hafa klofnað í kjarna og rafeindir. Það er kallað eiginlegur bruni þegar súrefni (O) gengur í efnasamba...

category-iconJarðvísindi

Við hvaða hæð eru mörk hálendis og láglendis miðuð og hvað er hálendið stór hluti Íslands?

Vafist hefur fyrir mönnum hvar mörk hálendisins lægju. Hafa sumir viljað miða við tiltekna hæð yfir sjó (oftast 200, 300 eða 400 m y.s), aðrir við byggðarmörk og enn aðrir við svokallaða „hálendisbrún“ sem er glögg, há og brött, víða um land. Munur er ekki alls staðar mikill á þessum mismunandi mörkum. Hálendin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt að eitthvað kosti kúk og kanil? Hvaðan kemur orðasambandið og hvað merkir það?

Orðasambandið að eitthvað kosti kúk og kanil virðist ekki gamalt í málinu. Það hefur ekki komist inn í orðabækur eða orðtakasöfn en virðist mjög algengt á Netinu. Ekki er það heldur að finna í Slangurorðabókinni á Netinu. Merkingin er ‛lítið sem ekki neitt’. Ef eitthvað kostar kúk og kanil er það hræódýrt. A...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er mannakorn?

Orðið mannakorn er notað um litla miða með völdum tilvitnunum í Biblíuna. Elst dæmi um notkun orðsins er úr tímaritinu Bjarma frá 1915. Þar stendur:„Gimsteinar biblíunnar“ eða „Mannakorn“ hefir útgefandinn, hr. Sigurjón Jónsson, afgreiðslum. »Æskunnar«, sent Bjarma til umsagnar. Það eru „730 ritningarstaðir“, pren...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég var að velta fyrir mér kynjuðum starfsheitum og titlum. Ef kona væri forseti, hvað væri eiginmaður hennar kallaður?

Ekkert sérstakt orð er til yfir maka forseta eða annarra embættismanna ef þeir eru karlkyns. Um konur má skeyta orðinu –frú aftan við titilinn, forsetafrú, ráðherrafrú, sendiherrafrú og svo framvegis. Frú Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1980-1996. Ekki er á sama hátt hægt að setja –herra aftan ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er örnefnið Katla aðeins notað um eldstöðina í Mýrdalsjökli?

Nafnið Katla er af sömu rót og ketill, en í Mýrdalsjökli eru sigkatlar stundum sýnilegir. Kvenmannsnafnið Katla kemur fyrir í Landnámu og í Íslendingasögum og er á sama hátt rótskylt karlmannsnafninu Ketill. Nafnið er ekki aðeins til sem heiti á eldstöðinni í Mýrdalsjökli í Vestur-Skaftafellssýslu, heldur er þ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er staða eineltismála á Íslandi sú sama og í nágrannalöndunum?

Til þess að svara þessari spurningu þyrfti að gera nýrri, stærri og yfirgripsmeiri rannsóknir á Íslandi. Þær rannsóknir sem til eru benda þó til þess að Ísland skeri sig ekki á neinn hátt frá nágrannalöndunum. Tíðnin virðist vera sú sama hér og annarsstaðar og það virðist vera álíka erfitt að koma í veg fyrir eine...

category-iconHugvísindi

Hvað er ataraxía?

Gríska nafnorðið ataraxía merkir „hugarró“. Það er sett saman úr neitandi forskeyti og nafnorðinu tarakhē, sem merkir „truflun“ eða „æsingur“. Hugtakið var notað innan grískrar siðfræði. Þar tilheyrði það upphaflega ekki þeirri markhyggju sem einkennir kenningar Platons og Aristótelesar um færsældina (evd...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt okkur um höfrungategundirnar létti og rákaskoppara?

Léttir (Delphinus delphis) er smávaxin höfrungategund. Hann er grannvaxinn og afar straumlínulaga líkt og einkennandi er fyrir flestar tegundir höfrunga. Trýnið er langt og mjótt og vel aðgreint frá háu enninu. Léttir er svartur eða dökkgrár að ofan með hvítan kvið. Höfrungar af þessari tegund eru mikil hópdýr og ...

category-iconHugvísindi

Hvað er að vera "strýheill"?

Orðið strýheill merkir 'alveg heill, ógallaður'. Forliðurinn strý- er þarna notaður til áherslu og orðið er sjálfsagt myndað með orðið stráheill að fyrirmynd. Stráheill er annars vegar notað um strá í heyi sem ekki hafa brotnað en hins vegar í yfirfærðri merkingu um það sem er heilt og óskaddað. Orðið strý er ...

category-iconHugvísindi

Af hverju byrjar ekkert orð á bókstafnum ð og af hverju er sagt að þ megi ekki koma fyrir inni í orði?

Hljóðkerfi tungumála eru mismunandi. Til dæmis eru sum hljóð til í einu máli en ekki öðru og sama gildir um hljóðasambönd. Við Íslendingar tökum oft eftir þessu þegar grannþjóðir okkar tala ensku og reyna að segja hljóðin sem við táknum með þ og ð og berum fram vandræðalaust. Þessi hljóð eru þessum þjóðum framandi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru skíðishvalir ekki jafnfélagslyndir og tannhvalir?

Ólík félagskerfi skíðishvala og tannhvala eru að mestu mótuð af lifnaðarháttum þeirra og líkamsbyggingu. Tannhvalir margfalda afkastagetu sína við veiðar ef þeir tilheyra hópi sem vinnur saman á kerfisbundinn og skipulagðan hátt. Líkamsbygging skíðishvala er gerólík byggingu tannhvala. Veiðibúnaður þeirra, það er ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru hundar gæludýr manna?

Sjálfsagt er hægt að svara þessari spurningu á ýmsan hátt. Meðal annars með því að vísa í hvernig félagsgerð hunda er en hundar eru hópdýr og hentuðu því vel sem gæludýr inn á heimilum okkar mannanna, auk þess að sinna mörgum mikilvægum verkum manninum til gagns í þúsundir ára. Um tilkomu þessa langa sambands m...

Fleiri niðurstöður