Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3158 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Ole Rømer og hvert var framlag hans til vísindanna?

Haustið 1676 skráði danski stjörnufræðingurinn Ole Rømer nafn sitt á spjöld sögunnar, þegar hann sýndi fram á það fyrstur manna, að ljósið hreyfist með endanlegum hraða. Niðurstaðan byggðist á myrkvaathugunum, það er að segja mælingum á því hvenær Jó, eitt af tunglum Júpíters, hvarf í skugga móðurstjörnunnar og hv...

category-iconEfnafræði

Hvað gerir tiltekið gas að gróðurhúsalofttegund?

Svona spurningu má svara á marga vegu, út frá mismunandi sjónarmiðum. Til dæmis má lýsa því hvernig þessi gös hegða sér eða hvernig áhrif þau hafa á umhverfi sitt, og hvernig þau víxlverka við rafsegulgeislun, bæði hvernig þær taka við mismunandi geislun og hvernig útgeislun frá þeim er. Þetta er gert í svari Ágús...

category-iconHeimspeki

Hver var Karl Popper og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Karl Raimund Popper (1902-1994) er einn af áhrifameiri heimspekingum 20. aldar, sérstaklega á sviði vísindaheimspeki. Hann setti fram hugmyndir um hvernig greina mætti vísindi frá svokölluðum gervivísindum á grundvelli vísindalegrar aðferðafræði sem byggðist á hrekjanleika. Hugmyndir hans í stjórnmálaheimspeki um ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er Noam Chomsky og hvers vegna er hann öndvegisfyrirlesari Hugvísindasviðs?

Uppruni og menntun Noam Chomsky fæddist 7. desember 1928 í Fíladelfíu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Foreldrar hans voru William og Elsie Chomsky. Faðirinn var þekktur fræðimaður í hebreskum fræðum, prófessor við Gratz College í Pennsylvaníu og innflytjandi frá Úkraínu. Móðirin ólst upp í Bandaríkjunum, átti æt...

category-iconSálfræði

Hver var Sigmund Freud, hverjar eru kenningar hans um mannshugann og hvert er gildi þeirra í dag?

Sigmund Freud (1856-1939) var geð- og taugalæknir sem starfaði á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Freud var jafnframt einn helsti upphafsmaður sálgreiningar (e. psychoanalysis), en það er safn hugmynda sem lýtur að starfsemi hugans, geðrænum kvillum, uppbyggingu og starfsemi samfélagsins, greiningu...

category-iconLæknisfræði

Hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn COVID-19 og hvað er vitað um þau?

Bóluefni eru dauðir eða veiklaðir skaðlausir sýklar, bakteríur, veirur, sveppir eða sníkjudýr, eða einstakar sýklasameindir, sem vekja ónæmissvar hjá þeim sem eru bólusettir og geta verndað þá gegn sjúkdómum sem sýklarnir valda annars. Ónæmissvarið sem myndast gegn bóluefninu getur verndað okkur gegn sjúkdómi þega...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er munur á notkun sagnanna heita og nefnast?

Sögnin að heita merkir 'nefnast tilteknu nafni, vera kallaður; gefa nafn, skíra'. Sögnin nefna hefur svipaða merkingu, það er 'kalla e-n nafni, gefa e-m nafn'. Ef einhverjum hefur verið gefið nafn þá heitir hann því nafni. Þar getur verið átt við persónu, dýr eða jafnvel hlut. Dæmi: Maðurinn heitir Jón en ko...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er sams konar kísill (silíkon) í brjóstunum á Pamelu Anderson og í tölvukubbunum mínum?

Þessari spurningu má bæði svara játandi og neitandi. Frumefnið kísill (e. silicon) er eitt af algengustu frumefnum á jörðinni og er, ásamt súrefni, uppistaðan í steinum, sandi og gleri. Kísill er mikilvægur þáttur í íslenskri stóriðju. Á hverju ári eru yfir 100.000 tonn af kísiljárni til stálframleiðslu flutt ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fiskur er Amúr-drottning?

Amúr-drottningin, sem oftar er nefnd Kaluga-styrjan (Huso dauricus) eða stóra síberíska styrjan (e. great Siberian sturgeon), er stærsti núlifandi ferskvatnsfiskur í heimi. Hún getur orðið allt að 6 metrar á lengd og vegið yfir 1000 kg. Slíkar stærðarskepnur eru þó orðnar mjög sjaldgæfar nú á dögum vegna ofveiði, ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni íslenska tungumálsins?

Íslenska tilheyrir þeirri grein indóevrópska frummálsins sem nefnd er germanska. Germanska greinist snemma í þrjár undirættir: Til austurgermönsku telst aðeins eitt mál, gotneska, sem talað var af hinum forna þjóðflokki Gotum en er nú útdautt. Heimildir um það eru varðveittar í þýðingu Úlfílasar biskups á B...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Mér er sagt að börn sem ganga mikið á tánum séu kölluð táfetar og það þýði eitthvað sérstakt. Hvað þýðir það?

Orðið táfeti (e. digitigrade) er úr dýrafræði og er haft um dýr sem ganga á tánum, andstætt við ilfeta (e. plantigrade) sem ganga á allri ilinni. Dæmi um táfeta er hesturinn sem gengur á einni tá á hverjum fæti. Klaufdýr eins og sauðkindur og kýr ganga á tveimur tám en leifar af tveimur öðrum tám sjást aftan á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver eru 10 stærstu dýr heims?

Þegar litið er á lista yfir tíu stærstu núlifandi dýr jarðar einskorðast hann við hvali. Listinn er sem hér segir: Nr.HeitiÞyngd1.Steypireyður (Balaenoptera musculus)130-150 tonn2.Norður-Kyrrahafssléttbakur (E. japanica)80-100 tonn3.Langreyður (Balaenoptera physalus)um 70 tonn4.Hnúfubakur (Megaptera novae...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er vitlausa beinið?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað gerist þegar maður rekur sig í „vitlausa beinið“? Af hverju er það svona vont? „Vitlausa beinið“ er í rauninni ekki bein heldur afar viðkvæmt svæði aftan í olnboganum þar sem upphandleggsbeinið (e. humerus ---> humor ---> nafnið funny bone á ensku) mætir öln (e. ulna) se...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eiga pólskipti sér stað? Hvað stendur hvert segulskeið lengi?

Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru pólskipti? en þar er fjallað um hreyfingar innan jarðkjarnans og myndun jarðsegulsviðs. Öðru hvoru virðast hreyfingar innan jarðkjarnans verða of hægfara, of óreglulegar, eða jafnvel of reglulegar, til þess að ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru trýni á hundum alltaf blaut?

Nef hunda er venjulega rakt. Á trýni hunda eru frumur sem seyta vökva (e. mucus) og þannig helst trýnið rakt og hundarnir viðhalda sínu gríðarlega næma þefskyni, en nefið er sjálfsagt það skynfæri sem hundar styðjast helst við. Hundaeigendur kannast vel við að hundar sleiki á sér trýnið. Vökvinn sem frumurnar ...

Fleiri niðurstöður