Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7730 svör fundust
Af hverju fer Plútó aðra leið, er hún í öðru sólkerfi?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvernig var líf kvenna í Kína á árunum 1000 f.Kr. til 200 f.Kr.?
Þar sem þetta tímabil spannar afar mikilvægt umbrotaskeið í sögu Kína til forna er rétt að veita fyrst örstutt yfirlit yfir það. Zhou-keisaraveldið tók við af hinu grimmilega Shang-veldi á 11. öld f.Kr. Fyrstu aldirnar var þetta friðsamlegt blómaskeið þar sem fjölmörg einkenni kínverskrar siðmenningar festust í se...
Verður maður brúnn eða kannski gulur af því að borða gulrætur?
Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um gulrætur og húðlit. Meðal þeirra eru:Er hægt að verða appelsínugulur af því að borða gulrætur og ef svo er hvað þarf mikið? (Jón Trausti) Verður maður brúnn af því að borða gulrætur? (Valborg) Er það satt að maður verður gulur af að borða mikið af gulrótum? (Mar...
Hvað eru til margar dýrategundir í heiminum?
Á jörðinni er afar fjölbreytt dýralíf og um þessar mundir eru þekktar um 1,5 milljónir dýrategunda. Innan dýraríkisins (Animalia) skiptast tegundirnar í mjög ólíka hópa dýra sem aðskildust tiltölulega snemma í þróunarsögunni. Dýr skiptast fyrst í fylkingar hryggleysingja (Protochordata) og seildýra (Chordata)m en ...
Hvaða reglur gilda í ESB um helgunarsvæði raflína?
Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarsviði orkumála hjá framkvæmdastjórninni eru engar reglur um nýtingu lands í Evrópurétti þar eð aðildarríkin fara ein með þá valdheimild. Allar reglur um nýtingu lands fyrir verkefni á sviði almennrar orkuvinnslu eða rafmagnsflutninga svo og réttindi landeigenda í þessu tilliti fall...
Er kók gott fyrir magann þegar maður er með ælupest?
Það er vel þekkt ráð við gubbupest að drekka gos, kók er mjög gjarnan nefnt en sprite er einnig þekkt. Þetta ráð er ekki séríslenskt fyrirbæri því ef leitað er á Netinu má víða sjá að mælt er með gosdrykkju við ælupest. Þar er reyndar gjarnan mælt með goslausum drykkjum, en einnig kóki og sprite auk þess sem engif...
Hvað eru vísindi?
Svonefnd vísindaheimspeki fæst meðal annars við spurningar eins og „Hvað eru vísindi?“ og „Hvernig er hægt að greina vísindi frá gervivísindum?“ Vísindaheimspekingurinn Karl Popper (1902-1994) fjallaði meðal um þessar spurningar. Hann taldi að eitt megineinkenni vísinda væri að ekki sé hægt að sanna eða sýna fram ...
Af hverju er sagt „ég stökk hátt" en ekki „ég stökk háa"?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Af hverju segir maður "ég synti langt" og "ég stökk hátt", en "ég söng illa" og "ég keyrði glannalega"? Ætti maður þá ekki að segja "ég söng illt" og "ég keyrði glannalegt"? Eða "ég synti langa" og "ég stökk háa" Hvaða lógík er á bakvið þetta? Í spurningunni er um að...
Hvernig er best að skrifa heiti sjúkdómsins COVID-19?
COVID-19 er alþjóðlegt heiti á þeim sjúkdómi sem kórónuveiran (e. severe acute respiratory syndrome coronavirus 2 eða SARS-CoV-2) veldur. Það er stytting á coronavirus disease 2019. Þar sem þetta heiti er upphaflega skammstöfun þá er rétt að rita það með hástöfum en ekki lágstöfum, það er COVID-19. Ekki eru rit...
Hvers konar eldstöð er Hekla og hversu stórt er eldstöðvakerfi hennar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er stærð og staðsetning megineldstöðvar Heklu? Hekla er megineldstöð á samnefndu eldstöðvakerfi á mörkum Austurgosbeltis og svonefnds Suðurlandsbrotabeltis (sjá mynd). Kerfið er um 40 kílómetra langt og um sjö kílómetra breitt eins og Sveinn Jakobsson skilgreinir ...
Hvað er stöðurafmagn?
Flestir kannast við að hafa strokið uppblásinni blöðru hratt fram og aftur eftir hári sínu og látið hana svo loða við vegg í stutta stund. Eftir meðferðina stendur hárið gjarnan beint út í loftið og er svolitla stund að jafna sig. Hvort tveggja, blaðran og hárið, hefur fengið rafhleðslu og sagt er að myndast hafi ...
Hvers vegna gengur sólúrið ekki jafnt yfir árið?
Þetta svar er eins konar framhald af svari sama höfundar við spurningunni Hversvegna lengir daginn meira seinni part dags á vorin en öfugt á haustin?Svarið felst í stuttu máli í tveimur óskyldum atriðum í hreyfingu jarðarinnar en svo einkennilega vill til að áhrif þeirra eru sambærileg að stærð. Þegar saman kemur ...
Hve mikla varmaorku þarf til að hita 1 kg af vatni frá 0°C upp í 100°C?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Hversu mörg batterí eða hve mörg vött þarf til að hita 1 lítra af vatni upp í 100 gráður?Hér er þess fyrst að geta að vatn breytir rúmmáli sínu eftir hita. Vatnsmagn sem er einn lítri í byrjun þenst út um nokkra hundraðshluta þegar það er hitað til dæmis um 100 stig. Þess ve...
Hver er syndafallskenning Rousseaus?
Að tala um „syndafall“ í kenningum svissneska heimspekingsins Jean-Jacques Rousseau (1712-1778) er líklega villandi þar sem hann fjallaði ekki um eiginlega „synd“ í kristilegum skilningi. Í ritinu Ritgerð um uppruna og grundvöll ójöfnuðar meðal manna (Discours sur l'origine et les fondements de l'inégualité parmi ...
Er til einhver skýring á örnefninu Sörkushólar?
Sörkushólar er sérkennilegt örnefni. Það kemur tvisvar fyrir í Austur-Skaftafellssýslu en að því er virðist hvergi annars staðar. Nafnið er torskýrt. Menn hafa í hálfkæringi giskað á að nafnið kunni að vera dregið af enska (og alþjóðlega orðinu) Circus (framburðurinn verandi Sörkus) og stafi af því að hólarnir min...