Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2377 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um trú og siði norrænna manna á Grænlandi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég vildi vita meir um norræna menn á Grænlandi, var kaþólska kirkjan með klaustur meðal þeirra og hve mikið er vitað um dómkirkju þeirra sem talað er um. Hvað má segja um greftrunarsiði þeirra og klæðaburð? Byggð norrænna manna á Grænlandi hefur líklega hafist laust fyr...
Hvað gerist í jáeindaskanna?
Jáeindaskönnun nefnist á ensku „positron emission tomography“, skammstafað PET, en orðið „tomography“ (sneiðmyndun) er haft um aðferðir til að skyggnast inn í mannslíkamann með ýmiss konar geislun, einkum röntgengeislun. Auk þess eru oft notaðar öflugar tölvur til að vinna úr merkjum sem geislunin veldur og er þá ...
Hvers vegna fá íslenskir hestar erlendis sumarexem og hvernig er hægt að koma í veg fyrir það?
Sumarexem er ofnæmi í hrossum gegn biti mýflugna af ættkvíslinni Culicoides. Sjúkdómurinn finnst ekki á Íslandi enda lifir flugan sem veldur ofnæminu ekki hér á landi. Öll hrossakyn geta fengið sjúkdóminn en íslenskir hestar fæddir á Íslandi virðast vera næmari (20-30%) en flest önnur hrossakyn (3-7%) og næmari en...
Hvers vegna gnístir fólk tönnum í svefni?
Spurning Hrefnu Tómasdóttur var: "Af hverju gnísta börn tönnunum í svefni?" Við nýlega rannsókn í Bandaríkjunum kom í ljós að 15% barna og unglinga og allt að 95% fullorðinna höfðu átt við það vandamál að stríða að gnísta tönnum. Oftast gnístir fólk tönnum í svefni og veit þess vegna ekki af þessu en glímir við...
Af hverju fær fólk hálsbólgu þrátt fyrir að búið sé að fjarlægja hálskirtlana?
Þegar fólk talar um hálsbólgu er það í raun oft með kvef sem er sýking sem byrjar sem smásærindi í koki. Þessi særindi eru mest áberandi að morgni þegar slím hefur safnast í öndunarveginn og nef er meira og minna stíflað en ekki er til staðar bólga í hálseitlum. Slíkar sýkingar fær fólk að sjálfsögðu einnig þótt b...
Af hverju breytist liturinn á steinum þegar þeir eru settir í vatn?
Steinar og margir aðrir hlutir virðast mun dekkri á litinn þegar þeir eru blautir en liturinn sjálfur er í raun sá sami. Dæmigerður steinn er grár eða grá-svartur, ögn hrjúfur og með mattri áferð. Ef yfirborð steinsins er skoðað með stækkunargleri sést að það er alls ekki spegilslétt og einsleitt. Ef við skerum...
Er magn DHA-fitusýra í lúðulýsi meira eða minna en í þorskalýsi?
Magn af DHA (docosahexaenoic acid) í lúðulýsi er aðeins minna en í þorskalýsi. Munurinn á lúðulýsi og þorskalýsi er hins vegar aðallega sá að hvert gramm af lúðulýsi inniheldur mun meira af A- og D-vítamínum heldur en gramm af þorskalýsi. Það þarf því að borða minna af lúðulýsi heldur en þorskalýsi til að fullnægj...
Hvers vegna lengjast Concorde-farþegaþotur um hálfan metra eftir að hljóðhraða er náð?
Concorde-þota flýgur venjulega á rétt rúmlega tvöföldum hljóðhraða og í ríflega 18.200 metra hæð. Í þessari hæð er útihitastig yfirleitt kringum -60°C en sökum loftmótstöðu hitnar yfirborð þotunnar yfir 90°C (sjá mynd). Oddurinn á nefi þotunnar hitnar mest, eða í að minnsta kosti 127°C, en meginhluti yfirbo...
Getið þið bent mér á annað orð yfir konukvöld?
Fundir kvenfélaga voru og eru algengir um allt land og eru þeir annaðhvort kallaðir kvenfélagsfundur eða kvenfélagssamkoma. Þegar heldri konur voru nefndar dömur þekktist að tala um dömuboð, dömumót og dömusamkomu. Þegar orðið dama þótti ekki lengur viðeigandi um konur féllu hin orðin sjálfkrafa úr notkun. Þessi ...
Hvað getið þið sagt mér um drekaeðlur?
Drekaeðlur (Dilophosaurus) voru af meiði risaeðla (dinosauria) og lifðu í Norður-Ameríku snemma á júratímabilinu fyrir um 200 milljónum ára. Drekaeðlur voru meðalstórar kjötætur, um 3 metrar á hæð og gátu orðið um 6 metrar á lengd. Sennilega vógu þær um 500 kg sem telst ekki vera mikil þyngd miðað við margar stórv...
Í hvaða mat má finna mjölva?
Mjölvi eða sterkja er svonefnd fjölsykra sem finnst í margs konar kornmeti, baunum, ávöxtum og grænmeti. Kolvetni eða sykrur skiptast í einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur. Mjölvi eða sterkja er mikilvægasta fjölsykran. Mjölvi finnst meðal annars í korni og vörum unnum úr því, baunum, ávöxtum og grænmeti.Á vef Lýð...
Hvað er fjórða iðnbyltingin?
Fjórða iðnbyltingin er hugtak sem vísar til tækniframfara undanfarinn ára og þeirra sem eru í vændum. Þar er aðallega átt við gervigreind, róbótatækni, sjálfkeyrandi bíla, Internet hlutanna (Internet of Things, IoT), sjálfvirknivæðingu og fleira sem mun líklega valda víðtækum samfélagsbreytingum á næstu árum og ár...
Af hverju er talað um að Jesús hafi dáið og fórnað sér fyrir okkur? Var það ekki fólkið sem ákvað að krossfesta hann?
Vissulega var það fólkið sem ákvað að krossfesta Jesú. Fólkinu - eða öllu heldur leiðtogum þess - fannst Jesús óþægilegur svo að það yrði að ryðja honum úr vegi. Krossfesting var andstyggileg pyntingaraðferð, ein af mörgum sem mannkynið hefur fundið upp í blóðugri sögu sinni. Í Rómaveldi var krossfestingu beit...
Meðganga er talin vera 38-42 vikur en samt er alltaf talað um 9 mánuði (sem eru 36 vikur). Hvernig gengur þetta upp?
Það er rétt hjá spyrjanda að þarna er nokkurt tölulegt ósamræmi þó að það sé ekki nákvæmlega eins og lýst er í spurningunni. Skýringin á því að það viðgengst er hins vegar fyrst og fremst sú að við erum ekki að lýsa tímalengd sem er alltaf eins heldur meðaltali sem einstök tilvik víkja talsvert frá í báðar áttir. ...
Hvað eru mörg saltkorn í einu tári?
Af þeim söltum sem uppleyst eru í vökvum líkamans er lang mest af matarsalti eða natrínklóríði (NaCl). Að jafnaði eru rúmlega 6 millígrömm (mg) af NaCl uppleyst í hverjum millilítra (ml) af tárvökva, þannig að styrkurinn er 6 mg/ml. Nú eru um það bil 20 dropar í hverjum millilítra af vatni og því eru um 0,3 mg a...