Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2750 svör fundust
Af hverju kom ísöld?
Vísindamenn vita ekki nákvæmlega hvað veldur ísöldum en nokkrir þættir sem þar koma við sögu eru meðal annars þeir að geislun sólar breytist reglubundið, efni frá eldgosum geta hindrað inngeislun sólar og hafstraumar geta breyst skyndilega. Hægt er lesa meira um þetta í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurnin...
Af hverju fær maður ofnæmi?
Í ofnæmi birtast óæskileg, hvimleið eða jafnvel hættuleg viðbrögð þess kerfis líkamans sem venjulega ver okkur gegn sýkingum, það er ónæmiskerfisins. Í daglegu tali fær hugtakið stundum víðari merkingu og er þá frekar átt við óþol, til dæmis gegn einhverri fæðutegund. Reyndar geta ýmsar fæðutegundir vissulega vaki...
Hverjir eru helstu sálrænu varnarhættirnir?
Hugmyndin um varnarhætti á uppruna sinn í sálfræðikenningum sálgreinandans Sigmunds Freuds (1856-1939) og var síðar þróuð áfram af dóttur hans, Önnu Freud (1895-1982), sem einnig var sálgreinandi. Kenningar Freuds (og annarra sálgreinenda), þar á meðal um varnarhættina, eru vægast sagt umdeildar innan sálfræði og ...
Hvernig sé ég hvort ljósmynd sé listaverk eða ekki?
Einfaldasta svarið við þessari spurningu er að þú sérð það ekki. Fyrir því eru tvær meginástæður. Hin fyrri er sú að það hvort hlutur er listaverk veltur á mörgu öðru en því sem við sjáum, til dæmis á samhenginu sem hluturinn stendur í, hugmyndinni að baki verkinu, ætlun listamannsins, og þeim möguleikum sem l...
Hvernig var farið að því að hafa samband við huldufólk?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Eru til þjóðsögur eða heimildir um hvernig fólk hafði samband við eða kallaði fram huldufólk? Í 22. kafla Kormáks sögu er sagt frá því að álfum er boðið til veislu eða nokkurs konar álfablóts. Maður einn sem hafði særst í bardaga leitar ráða hjá Þórdísi spákonu og hún s...
Þarf maður að eiga foreldra?
Þetta er föstudagssvar, sem þýðir að ekki ber að taka hvert orð bókstaflega, en vonandi getur það samt vakið til umhugsunar. Við höldum að í framtíðinni verði ekki tæknilega nauðsynlegt að eiga foreldra. Sá sem vill komast hjá því fer í einhvers konar erfðabanka þar sem varðveittur er fjöldi eggja úr ýmsum konu...
Getið þið sagt mér eitthvað um armfætlur?
Armfætlur, fylking Brachiopoda, eru frumstæðir hryggleysingjar, skyldar til að mynda mosadýrum. Þær minna á samlokur (bivalvia) í útliti en eru hins vegar aðeins fjarskyldar þeim. Á ensku kallast armfætlur „lamp shells“ eða lampaskeljar þar sem útlit þeirra minnir mjög á olíulampa Rómverja til forna. Armfæt...
Er ólöglegt að taka upp samtöl manna, án þeirra samþykkis, svo sem við gerð heimildamynda?
Hér verður að gera greinarmun á því hvort samtalið er tekið upp sem hluti af starfsemi fyrirtækis (svo sem fjölmiðils) eða stjórnvalds annars vegar og einstaklings í eigin þágu hins vegar. Eins má greina á milli samtala og símtala en í fjarskiptalögum er kveðið á um hvenær taka má upp símtöl. Samtöl milli fólks er...
Þarf alltaf að sækja um leyfi fyrir skemmtunum í heimahúsum samkvæmt lögum?
Almennt gildir það að ekki þarf ekki að sækja um leyfi fyrir einkasamkvæmi eða skemmtunum í heimahúsum. Réttur manna til að ráða sjálfir hvað þeir aðhafast í sínum heimahúsum er varinn af 71. gr. stjórnarskrárinnar sem fjallar um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Þessi réttindi koma einnig fram í 8. gr....
Eru einhverjar aðrar lífverur en menn sem éta evrópska broddgöltinn?
Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir. Annars vegar eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og hins vegar svokallaða rottugelti (Galericinae). Eins og nafnið ber með sér líkjast rottugeltir rottum og hafa ekki sams konar brodda á bakinu og hinir eiginlegu broddgeltir. Eiginlegir broddgeltir finnast...
Hvaða hlutverki gegnir tönn náhvalsins?
Náhvalurinn (Monodon monoceros) er hánorræn hvalategund. Náhvalir eru algengastir við strandlengjur Kanada og Grænlands og austur eftir strönd Norður-Rússlands. Þeir sjást einnig undan ströndum Norðaustur-Síberíu og Alaska, en þó mun sjaldnar. Náhvalir finnast sjaldan sunnan við 70. breiddargráðu. Þó hafa náhvalir...
Sér maður eitthvað sem er alveg svart ef það væri til?
Eins og kemur fram í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningu um skilningarvitin fimm virkar sjónskynið þannig í grófum dráttum að hlutirnir í kringum okkur endurvarpa ljósi sem ljósnæmar frumur í augum okkar nema svo. Litir hlutanna ráðast svo af bylgjulengdum þess ljóss sem þeir endurvarpa og samspili þess...
Hver er uppruni orðsins krakki?
Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá því um miðja 18. öld og orðið finnst einnig í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (AM 433 fol.) sem hann safnaði til á árunum 1734 og fram að því er hann lést 1779. Eldra dæmi er þó í orðabók Guðmundar Andréssonar sem út kom fyrst 1683 en var endurút...
Hvernig er hægt að láta hvítu kúluna fara aðra leið en lituðu kúlurnar þegar hún fer ofan í holu á biljarðborði?
Biljarður eða ballskák er samheiti yfir nokkrar tegundir leikja þar sem kjuði er notaður til að skjóta kúlum á sérstöku biljarðborði. Til þessara leikja heyra til dæmis snóker og pool, sem er útbreiddasti biljarðleikurinn. Pool má síðan flokka í nokkra undirleiki eins og nine ball og eight ball, sem er líklega vin...
Hvaða áhrif hefur hlýnun á jörðinni á jökla, hafís og sjávarborð?
Jöklar um allan heim hafa rýrnað frá lokum 19. aldar en mest þeir sem eru utan heimskautasvæða. Jöklar í Ölpunum, í Norður-Ameríku, á Nýja-Sjálandi, í Skandinavíu og á Íslandi hafa látið mjög á sjá. Jöklar hafa einnig horfið í hæstu fjöllum í Afríku, Suður-Ameríku og Himalajafjöllum. Undir lok 20. aldar jókst rýrn...