Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4865 svör fundust
Hvaða mánuði er hægt að veiða grjótkrabba til matar við strendur Faxaflóa?
Grjótkrabbi (Cancer irroratus) veiðist í gildrur nánast allt árið um kring við strendur Faxaflóa en þó í mismiklu magni eftir árstíðum og mánuðum. Samkvæmt rannsóknum hjá Rannsóknasetri HÍ á Suðurnesjum, Náttúrustofu Suðvesturlands og Hafrannsóknastofnun, hefur mesta veiðin verið síðsumars og fram eftir vetri. Hel...
Er eldvirkni á Íslandi sveiflukennd?
Þegar svara á þessari spurningu skiptir máli til hve langs tíma er litið. Þegar horft er yfir langan tíma má gera ráð fyrir að eldvirkni aukist á um 6 milljón ára fresti þegar rekbeltið, þar sem gliðnun skorpuflekanna verður, er staðsett yfir miðjum möttulstróknum undir landinu. Það gerðist síðast fyrir um 3-4 mil...
Hvað er gílaeðla?
Gílaeðlan (Heloderma suspectum), oft kölluð gílaófreskja (e. Gila monster), er mjög sérstök eðla. Hún er önnur af aðeins tveimur núlifandi tegundum eitraðra eðla og sú eina sem finnst í Norður-Ameríku, en þær voru algengar fyrir um 35 milljónum ára. Gílaeðlan dregur nafn sitt af fljóti, Gila, sem rennur í Suðvestu...
Hvað er fasismi?
Fasismi er heiti á alræðistefnu í stjórnmálum sem byggir á andstöðu við lýðræði og einstaklingsfrelsi. Orðið á rætur að rekja til Rómaveldis og Benito Mussólíni sem komst til valda á Ítalíu árið 1922 notaði það yfir stjórnmálaflokk sinn. Fljótlega var einnig farið að tala um fasisma til þess að lýsa svipuðum hreyf...
Hverjir eru 5 bestu háskólar í heimi og hvað kostar að stunda þar nám?
Þetta er ein af þeim spurningum sem ekki er hægt að svara afdráttarlaust, en hvað telst vera best er alltaf háð ákveðnu gildismati. Nokkur eining ríkir þó um hvaða háskólar séu taldir meðal þeirra bestu, en reynt hefur verið að meta gæði skóla á hlutlægan hátt. Ein þekktasta rannsóknin á gæðum háskóla er á vegu...
Getið þið sagt mér allt um Kína, helst sem fyrst?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Getið þið sagt mér allt um Kína? Landfræðilega, um íbúa, menningu, sögu og fjármál?Svarið við þessari spurningu er eiginlega einfalt nei. Við getum ekki sagt þér allt um Kína, en hægt er að stikla á stóru um landafræði, íbúa, menningu, sögu og efnahag Kína. Menningarsvæ...
Hvað getur þú sagt mér um Grímsvötn?
Grímsvötn liggja vestan til í miðjum Vatnajökli, nálægt norðurenda samnefnds eldstöðvakerfis sem er yfir 100 kílómetra langt og nær suður fyrir Lakagíga. Stór hluti þess liggur undir Vatnajökli. Þau eru virkasta eldstöð Íslands, og þekkt eru meira en 60 gos í og við Grímsvötn frá því um 1200. Jafnframt eru þau eit...
Hvernig var heimsmynd Fornegypta?
Heimsmynd Fornegypta gerði ráð fyrir þrískiptingu heimsins: jörð, himinn og undirheimur. Í miðju veraldarinnar var flöt jörð sem Nílarfljót skipti í tvennt og umhverfis jörðina var mikið haf. Fyrir ofan jörðina var himinn sem var borinn uppi af fjórum súlum eða fjórum fjöllum. Undirheimur sem Fornegyptar nefndu Du...
Er hægt að koma örbylgjum á meira en ljóshraða?
Örbylgjur eru ein gerð rafsegulgeislunar, notaðar meðal annars til að hita upp mat og í GSM-símum. Aðrar gerðir rafsegulgeislunar eru til dæmis ljós, röntgengeislar og útvarpsbylgjur. Eini munurinn á þessum bylgjum er sveiflutíðni þeirra, sem einnig segir til um bylgjulengd rafsegulbylgjunnar og orku einstakra ska...
Getið þið sagt mér frá dobermann-hundum? Eru þeir mjög grimmir?
Dobermann pinscher er ungt hundakyn sem kom fram seint á 19. öld. Maður að nafni Karl Friedrich Louis Dobermann gegndi starfi skattheimtumanns í bænum Apolda í þýska ríkinu Thüringen og var hann jafnframt hundafangari. Skattheimtumenn voru ekki vinsælustu embættismenn þessa tíma og sagan segir að Dobermann hafi ha...
Hversu mörg frumefni eru þekkt og hve mörg þeirra koma fyrir í náttúrunni?
Frumefnin (e. elements eða chemical elements) eru í dag 118 talsins. Einungis 81 þessara frumefna eru stöðug, það er að segja þau búa yfir minnst einni stöðugri samsætu (e. isotope). Stöðugustu samsæturnar eru þær sem hafa jafnan fjölda af róteindum og nifteindum. Aðrar samsætur þessara frumefna geta verið óstöðug...
Hver er munurinn á taugahormóni og taugaboðefni?
Bæði taugahormón og taugaboðefni eru boðefni sem koma boðum milli líkamshluta. Hormónin bera boðin langar leiðir með hjálp blóðrásarkerfisins en taugaboðefni bera boðin stutt milli taugunga, til dæmis innan heilans. Taugahormón er hormón sem myndast í taugavef og er seytt úr honum í blóðrásina eins og önnur ho...
Hvert fara jökulhlaup ef það gýs í miðri Bárðarbunguöskjunni?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvert fara jökulhlaup ef það gýs í miðri Bárðarbunguöskjunni og hversu stór geta þau orðið. Er hamfarahlaupið í Jökulsá á fjöllum fyrir 2500-2800 árum þaðan? Jökulhlaup vegna gosa í þeim hluta Bárðarbungu-Veiðivatnakerfis sem er undir jökli, hafa runnið til suðvesturs, vesturs ...
Hvað þarf listi mikið fylgi til að hljóta sæti í alþingiskosningum?
Þessi spurning er efnislega seinni hluti lengri spurningar sem hljóðaði svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Gagnlegt er fyrir lesandann að kynna sér fyrst svar við spurningunni Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? Eins og í þ...
Hvenær var Sókrates uppi og hverjir voru foreldrar hans?
Sókrates fæddist í Aþenu um 470 fyrir Krist og dó þar 399 fyrir Krist, við inntöku eiturs til að framfylgja dómi Aþenubúa yfir honum. Faðir Sókratesar hét Sófróniskus og talið er að hann hafi verið myndhöggvari. Móðir Sókratesar hét Faínaretes og starfaði sem ljósmóðir. Sjá svar Hrannars Baldurssonar við ann...