Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3226 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er minnsta spendýr í heimi?

Í svari Páls Hersteinssonar við sömu spurningu kemur fram að minnsta þekkta núlifandi spendýrið hefur íslenska heitið hunangsblaka. Þetta er leðurblökutegund sem hefur eingöngu fundist á litlu svæði í Tælandi og er þyngd hunangsblökunnar aðeins um 2 grömm. Fundist hafa steingerðar leifar dýrs, sem nú er útdautt...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er eldurinn á kertinu blár neðst og gulur efst?

     Mynd 1: KertalogiKertalogi er til kominn vegna bruna kertavaxins í kertinu. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem og sameindir vaxins og mynda óstöðug lítil sameindabrot. Rofnun þessi veldur því að það myndast orka sem ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hagkvæmara að byggja borg þétt eða dreift?

Það er hagkvæmara að byggja borg þétt heldur en dreift og má skipta ástæðunum fyrir því í stórum dráttum í þrennt. 1. Kostnaður við uppbyggingu borgar Flest það sem þarf til að byggja borg eða borgarhverfi verður dýrara ef byggðin er dreifð, einfaldlega vegna þess að ýmis stofnkostnaður verður meiri, það er að...

category-iconLögfræði

Má lögreglan koma inn til manns þegar maður er með partí og nágrannarnir hafa kvartað undan hávaða eða einhverju slíku?

Lögreglan hefur í raun enga heimild til að fara inn á heimili manna vegna kvartana nágranna yfir hávaða, en hún getur komið þeim kvörtunum á framfæri og beðið menn um að draga úr hávaðanum. Svo mundi það fara eftir viðbrögðum húsráðenda og gesta hvað síðan gerist í málinu. Eina heimild lögreglunnar til að f...

category-iconHugvísindi

Hvaðan er nafn Arnarhóls komið?

Í Landnámabók segir að öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar hafi fundist „... við Arnarhvál fyrir neðan heiði“ (Landnámabók, Íslensk fornrit I, 45) og er þá átt við Mosfellsheiði að talið er. Spurningin er hvort Arnarhváll er núverandi Arnarhóll eða hvort hann hefur verið nær sjónum, þar sem nú er Arnarhólsklettur sem...

category-iconFélagsvísindi

Mega krakkar á Íslandi stofna stjórnmálaflokk?

Á Íslandi, eins og í flestum öðrum löndum, ríkir svokallað félaga- og fundafrelsi. Í því felst meðal annars að allir eiga rétt á því að stofna félög í löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Funda- og félagafrelsið telst til mannréttinda og er tryggt meðal annars í 74....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju verður rauðvín blátt þegar það blandast vatni?

Rauðvín hafa mismunandi blæ en einkennast öll af djúprauðum lit. Eins og vínáhugamenn vita kemur litur rauðvínsins úr hýði dökkra vínberja á meðan hvítvín eru unnin úr ljósum eða grænum vínberjum þar sem hýðið er að öllu jöfnu skilið frá. Það eru fjölmörg mismunandi litarefni í hýði berjanna, aðallega fenólefn...

category-iconEfnafræði

Hvað er sp3-, sp2- og sp-svigrúmablöndun kolefnis?

Atóm hafa fjórar gerðir af svigrúmum: s, p, d og f. Hjá kolefni í grunnástandi finnast rafeindir einungis í tveimur þessara svigrúma, s og p. Gildisrafeindir kolefnis er að finna í 2s- og 2p-svigrúmum þess, 2p-svigrúmi má síðan skipta upp í 2px-, 2py- og 2pz-svigrúm þar sem táknin x, y og z tilgreina rúmfræðistöðu...

category-iconJarðvísindi

Er vitað hvernig Skessugarður myndaðist?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er vitað hvernig Skessugarður inn við Sænautafell/Grjótháls myndaðist og er fleiri slíkar myndanir að finna víðar á landinu? Skessugarður er mikill ruðningshryggur gerður úr ferlegu, dílóttu stórgrýti og liggur þvert yfir Grjótgarðsháls frá vestri til austurs, vestan við Grjótg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju fjölga snjógæsir sér svona hratt og gætu þær lifað á Íslandi?

Snjógæs (Chen caerulescens) er norður-amerískur varpfugl sem verpir á freðmýrum álfunnar. Tegundin er hvít eins og nafnið ber með sér og greinist í tvær undirtegundir. Önnur þeirra nefnist C. c. caerulescens og er litlu minni en hin, um 63 til 78 cm löng og vegur á bilinu 2-3 kg. Hún verpir á svæði frá miðhluta no...

category-iconEfnafræði

Hvað er rafdrægni?

Rafdrægni (einnig kallað rafneikvæðni, e. electronegativity) er mælikvarði á tilhneigingu frumeindar til að draga til sín rafeindir úr efnatengi. Bandaríski efnafræðingurinn Linus Pauling (1901-1994) setti fram hugmyndina um rafdrægni árið 1932 en þessi eiginleiki er reiknaður út frá öðrum eiginleikum frumeindanna...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur einhver fugl af ættkvísl hauka komið til Íslands og hvert er heiti hauks á dönsku, norsku og latínu?

Tegundaheitið haukur nær til um 49 tegunda innan ættkvíslarinnar Accipiter. Á norsku er talað um hauk og á dönsku er það høg. Haukar eru jafnan grannvaxnir fuglar með hlutfallslega styttri vængi en aðrir hópar ránfugla (Accipitridae). Bæði stélið og fæturnir eru langir og goggurinn er oddhvass. Helsta fæða hau...

category-iconJarðvísindi

Hvernig reikna menn út rennsli í rúmmetrum í jökulhlaupum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig er farið að því að finna út rennsli í rúmmetrum í hlaupum eins og Skaftárhlaupi? Rennsli fallvatns er fundið með því að mæla rúmmál vatns sem berst í gegnum þversnið farvegarins á tímaeiningu. Venja er að nota mælieininguna rúmmetrar á sekúndu [m3/s]. $$R...

category-iconHagfræði

Hvaða völd og skyldur hefur Seðlabankinn við eftirlit á millibankamarkaði fyrir gjaldeyri?

Spurningin var upphaflega: Í nýlegu svari á Vísindavefnum Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar? kemur m.a. fram að gengi krónunnar ráðist á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem: "[t]ilboð[..] eru birt á sameiginlegum gagnaveitum þar sem aðeins viðskiptavakar og Seðlabankinn sjá tilboðin." Hvaða völd...

category-iconLandafræði

Er til eyja sem heitir Nýárseyja?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til eyja sem heitir Nýárseyja? Af því að það er til Jóla- og Páskaeyja. Nýárseyja er til og raunar fleiri en ein. Á vefsíðunni Wikipedia eru taldar upp nokkrar Nýárseyjur (e. New Year Island). Ein þeirra er í Bass-sundi, mitt á milli Tasmaníu og Ástralíu, rétt við Konungsey...

Fleiri niðurstöður