Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2322 svör fundust
Í hvaða landi eru flest tré?
Skóglendi þekur um 30% af þurrlendi jarðar. Samkvæmt niðurstöðum viðamikils verkefnis sem fólst í að kortleggja þéttleika skóga í heiminum og meta fjölda trjáa er talið að heildarfjöldi trjáa á jörðinni séu um 3,04 billjónir. Áætlað er að í heiminum séu um 3,04 billjónir trjáa, þar af rúmlega 20% í Rússlandi þa...
Er nokkur fastastjarna nálægt okkur sem hefur möguleika á að verða sprengistjarna?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Er nokkur fastastjarna, sem hefur möguleika á að verða sprengistjarna svo nálægt okkur að slík sprenging myndi hafa áhrif sólkerfi okkar?Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Er það satt sem ég var að heyra um sólstjörnuna Betelgás í stjörnumerkinu Óríon að hún spring...
Getið þið sagt mér allt um blettatígur?
Á erlendum tungum er blettatígurinn (Acinonyx jubatus) nefndur 'cheetah' sem upprunnið er úr hindí og þýðir sá blettótti. Hann er eini meðlimur undirættarinnar Acinonychinae enda byggingarlag hans frábrugðið öðrum kattardýrum. Bæði er hann grannvaxinn og hlutfallslega lappalengri en aðrir kettir. Fjölmörg önnur lí...
Hvað getið þið sagt mér um kattardýrið jagúar?
Jagúar (Panthera onca) er þriðja stærsta kattardýr heims og það stærsta sem lifir villt í nýja heiminum. Það er óhætt að segja að jagúarinn lifi í skugga stóru kattardýra gamla heimsins enda margt í líffræði hans sem er lítt þekkt, samanborið við stóru frændur hans, ljón og tígrisdýr. Jagúarinn er svokallað top...
Gerðist eitthvað markvert í listalífinu á Íslandi árið 1918?
Á fundi í Listvinafélagi Íslands þann 13. desember árið 1918 flutti Magnús Jónsson dósent tillögu um að félagið hefði frumkvæði að því að efna til yfirlitssýningar á íslenskri myndlist og að kosin yrði þriggja manna nefnd til að undirbúa málið.[1] Tillaga Magnúsar, sem var samþykkt á fundinum, ber vott um að féla...
Hver fann upp úrið?
Frá örófi alda hafa menn notað ýmis tæki til að mæla tímann, til dæmis sólsprota, vatnsklukkur og stundaglös. Á nýöld komu svonefndar pendúlklukkur til sögunnar, en í þeim telur klukkan sveiflur pendúls. Þessar klukkur voru ekki mjög meðfærilegar og hin eiginlegu úr urðu fyrst til þegar fjöður og sveifluhjól komu ...
Væri hægt að senda viðvörun um jarðskjálfta meðan bylgjurnar eru á leiðinni?
Ferðahraði jarðskjálftabylgju er afar misjafn eftir gerð jarðlaganna og er það einmitt notað í svokölluðum bylgjubrotsmælingum þegar verið er að kanna jarðlög. Þannig getur verið að hraði í efstu jarðlögum sé aðeins um 2 km/s en þegar komið er niður á svo sem 10-20 km dýpi sé hraðinn nær 6 km/s. Það er einmitt sá ...
Eru til nákvæmar tölur yfir hvað Hitler drap marga til samans?
Nei, ekki í tugum. Giska verður á tölurnar í stórum dráttum. Þannig viðurkenna sagnfræðingar almennt að nasistar stóðu fyrir drápi á um 6 milljónum gyðinga. Einnig er talið að nasistar hafi látið drepa hátt í hálfa milljón sígauna. Dæmið verður erfiðara þegar kemur að þeim þjóðum sem nasistar drápu í stórum stíl s...
Eru líkamlegar refsingar (þar með taldar flengingar) á börnum bannaðar með lögum á Íslandi?
Annars vegar má hér líta á orðið "refsing" þannig að átt sé við viðurlög, sem ríkisvaldið beitir þá, sem hafa verið ákærðir og fundnir sekir um afbrot. Refsing í þessum skilningi er annars vegar refsivist (fangelsi) og hins vegar fésektir. Önnur líkamleg refsing en frelsissvipting með fangelsi er ekki leyfð samkvæ...
Hvað eru stóru brandajól?
Talað er um brandajól þegar jól falla þannig á vikudaga að margir helgi- og frídagar lenda í röð. Nákvæm skilgreining á stóru og litlu brandajólum hefur lengi verið á reiki og var það þegar á 18. öld. Elsta heimild sem til er um brandajól er rituð af Árna Magnússyni um 1700: Brandajól kalla gamlir menn á Íslandi ...
Hver var fyrsti forseti Íslands?
Fyrsti forseti lýðveldisins var Sveinn Björnsson (1881-1952), sem var kjörinn 17. júní 1944 og sat til dánardægurs 1952. Annar forseti Íslands var Ásgeir Ásgeirsson (1894-1972) sem sat í 16 ár, frá 1952—1968. Sveinn Björnsson var fyrsti forseti lýðveldisins. Árið 1968 varð Kristján Eldjárn forseti (1917-...
Hvað getur blettatígur haldið hámarkshraða lengi?
Blettatígurinn (Acinonyx jubatus) er sprettharðasta landspendýr heims. Á stuttum sprettum getur hann náð yfir 100 km hraða á klst. Þess má geta til samanburðar að bestu hundrað metra hlauparar meðal manna fara þá vegalengd á 10 sekúndum sem samsvarar 36 km á klst. Við mundum því ekki komast langt á hlaupum und...
Hver er stærsti api í heimi?
Stærsti api í heimi er górilluapinn Gorilla gorilla. Górilluapinn lifir í frumskógum Mið- Afríku nánar tiltekið í Kongó, sem hét áður Zaire, og í Rwanda og Úganda. Karldýrin vega venjulega um 200 kg og eru yfir 170 cm langir. Kvendýrin eru yfirleitt minni. Dýrin verða yfirleitt þyngri ef þau búa í dýragörðum e...
Hvar er miðpunktur Íslands?
Líta má á hugtakið miðpunktur á marga vegu. Landfræðilega væri réttast að segja að miðpunktur Íslands sé staðsettur þar sem fjarlægð frá sjó er mest til allra átta. Sá punktur er rétt sunnan Hofsjökuls á um það bil 18,9°V og 64,6°N, eins og sjá má á myndinni og er í 118,3 km fjarlægð frá sjó. Þetta kort sýnir...
Hvar er hundakynið Golden Retriever upprunnið? Er það skylt Labrador Retriever?
Ræktunarafbrigðið Golden Retriever er upprunnið í Skotlandi um miðja 19. öld. Upphaflega var þetta afbrigði ræktað úr tveimur gamalkunnugum hundakynjum, Yellow Wavy-coated Retriever og Tweed Water Spaniel. Það var sir Dudley Marjoriebanks sem ætlaði sér að rækta hið fullkomna afbrigði veiðihunda og um 1835 byrjaði...