Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5040 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hver er reglan um topphorn?

Í þessu svari verður sýnt hvernig skilgreina má topphorn út frá öðrum hugtökum venjulegrar rúmfræði og sagt frá mikilvægustu reglunni sem tengist þeim. Gert er ráð fyrir að allir hlutir, sem rætt er um í svarinu, liggi í sama slétta fletinum. Hugsum okkur að við höfum beina línu sem er óendanleg í báðar áttir o...

category-iconLandafræði

Getið þið sagt mér hvar landamæri Evrópu liggja?

Skipting þurrlendis jarðar í heimsálfur er ekki náttúrulögmál heldur eingöngu hugmyndir manna sem hafa þróast öldum saman og tekið breytingum í takt við breytingar á heimsmyndinni. Eins og með önnur mannanna verk er þessi skipting langt frá því að vera óumdeild. Það er ekki aðeins deilt um það hvar mörk á milli he...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var fyrsti rithöfundurinn í heiminum og hvers konar rit skrifaði hann?

Fyrsti nafngreindi rithöfundur sögunnar var akkadíska hofgyðjan Enheduanna. Hún var uppi í kringum 2300 f.Kr. Enheduanna er ekki eiginlegt nafn heldur titill. Lausleg þýðing hans er „hin æðsta hofgyðja, skrautmunur guðsins An“ og fékk hún nafnið þegar hún var gerð að hofgyðju. Enheduanna var dóttir Sargonar fy...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvort er maður meira skyldur foreldrum sínum eða systkinum?

Erfðafræðilegur skyldleiki tveggja einstaklinga fer eftir nokkrum þáttum. Í fyrsta lagi geta atburðir leitt til þess að tvö fóstur myndast úr einu frjóvguðu eggi og þar með eineggja tvíburar. Meira máli skiptir þó hvort viðkomandi eigi sömu foreldra. Allar manneskjur eru erfðafræðilega einstakar en sumar eru samt ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er grettistak?

Þorleifur Einarsson svarar spurningunni stutt og laggott í Jarðfræði1 sinni: „Stór jökulborin björg nefnast grettistök.“ Sú viska opinberaðist mönnum samt ekki fyrr en um miðja 19. öld þegar ljóst varð að fyrrum höfðu jöklar þakið stór svæði sem síðan urðu jökulvana. Í Ferðabók Eggerts og Bjarna (1772) segir í 693...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru skíðishvalir ófélagslyndir?

Skíðishvalir eru alls ekki ófélagslyndir, enda sést gjarnan til nokkurra dýra saman, oft tveggja til þriggja. Dýr eru talin sýna félagshegðun eða félagslyndi þegar einhvers konar samskipti eiga sér stað milli tveggja eða fleiri einstaklinga. Á fæðusvæðum getur sést til tugi einstaklinga sömu tegundar, svo sem hnúf...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig lítur stjörnumerkið Tvíburarnir út?

Tvíburarnir eru eitt hinna 88 stjörnumerkja sem þekja himinhvelfinguna. Merkið er áberandi því björtustu stjörnurnar, Kastor og Pollux, eru í hópi 50 skærustu stjarna á næturhimninum. Tvíburamerkið er nokkuð stórt um sig þótt stutt sé á milli tveggja björtustu stjarnanna og lendir það í 17. sæti þegar stjörnumerkj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Ljónið?

Ljónið er eitt hinna 88 stjörnumerkja sem þekja himinhvelfinguna. Það er stórt um sig og lendir í 12. sæti þegar stjörnumerkjunum er raðað eftir stærð. Ljónið er áberandi á himninum á vorin og auðþekkjanlegt. Stjörnurnar í höfði Ljónsins mynda eins konar sigð á himninum sem tiltölulega auðvelt er að finna á himnin...

category-iconLæknisfræði

Hvers konar lyf á að hafa læknað Bandaríkjaforseta af COVID-19?

Bandaríkjaforseti mun hafa verið meðhöndlaður með tilraunalyfinu REGN-COV2 en hann fékk líka annars konar meðferð. Samkvæmt bestu heimildum var hann líka meðhöndlaður með remdesivír sem farið er að nota við COVID-19 með nokkuð góðum árangri. Hann mun einnig hafa fengið barkstera sem er einnig farið að gefa illa ve...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er rétt að segja Kúbverjar í stað Kúbanir eins og áður var gert?

Lítið hefur verið skrifað um myndun þjóðaheita og reglur sem um hana gilda. Þó er hægt að benda á tvennt: Í blaðið Tungutak, sem var um skeið húsblað Ríkisútvarpsins og vettvangur umræðna um málfar, skrifaði Árni Böðvarsson, þáverandi málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, í desember 1987:Til þessa hefur ekki þótt ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hve margar bækur eru gefnar út á Íslandi á hverju ári?

Bókmenning er sá þáttur þjóðmenningar sem einna lengst hefur skipað öndvegissess á Íslandi, hjá lærðum og leikum. Rúnaristur norrænna manna um þær mundir sem Ísland var að byggjast sýna að þar voru læsir menn að verki og þeir voru að skapa eitthvað varanlegt, eitthvað til minnis, eitthvað til upplýsingar fyrir að...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað slær hjarta fullorðinnar steypireyðar mörg slög á mínútu?

Fylgni er á milli hjartsláttartíðni spendýra og stærðar þeirra. Tíðnin er hæst meðal smárra nagdýra eins og músa, um 650 slög á mínútu, en lægst er hún meðal stórra reyðarhvala, eins og steypireyðarinnar. Ekki er nákvæmlega vitað hversu oft hjarta stórra sjávarspendýra slær á mínútu. Allar mælingar sem gerðar ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna eru helstu afbrot kvenna búðaþjófnaður?

Samkvæmt opinberum gögnum eru afbrot kvenna yfirleitt minni háttar auðgunarbrot eins og hnupl, þjófnaður og skjalafals, eða brot án eiginlegs þolanda, eins og vændi eða fíkniefnaneysla. Karlar eru hins vegar ráðandi í ofbeldisbrotum, meiri háttar auðgunarbrotum og ekki síst í viðskipta- og stjórnmálatengdum glæpum...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju eru Bretar kallaðir Tjallar?

Orðið Tjalli er notað um Breta, sérstakleg breska sjómenn. Það er einfaldlega dregið af Charley sem er gælunafn þeirra sem heita Charles. Íslenska orðið tjalli er þess vegna myndað með hljóðlíkingu. Breska nafnið Charles er það sama og Karl í germönskum málum. Þeir sem kalla Karl Bretaprins 'Kalla Bretaprins...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig vitum við hvernig veðrið verður?

Svarið við þessu byrjar með því að við öflum gagna um veðrið undanfarið og á svæðinu kringum okkur. Nú á dögum er þetta gert bæði með venjulegum og sjálfvirkum athugunum á tilteknum stöðum og einnig til dæmis með myndum sem teknar eru úr gervitunglum. Gögnin sem veðurfræðingarnir fá til skoðunar sýna hita loftsins...

Fleiri niðurstöður