Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1424 svör fundust
Hvernig lifir kakkalakki af kjarnorkusprengju?
Kakkalakkar þola margfalt meiri geislun en flestar aðrar lífverur og mun meiri geislun en spendýr. Mælingar sýna að þeir þola 130 sinnum meiri geislun en menn. Ekki er nákvæmlega vitað af hverju þeir þola alla þessa geislun en flestir vísindamenn telja að ástæðuna megi rekja til byggingar litninga kakkalakkanna, s...
Hvernig æxlast hákarlar?
Æxlun hákarla hefur ekki verið rannsökuð mjög ýtarlega en vitað er að atferlið í kringum hana er mjög breytilegt á milli tegunda og ættkvísla. Meðal annars eru þekktir “forleikir” eins og samræmd sundtök eða létt bit. Í því samhengi er athyglisvert að skrápur kvendýranna er allt að tvöfalt þykkari en karldýranna e...
Hve margar dýrategundir eru til í Amasonregnskóginum?
Rauði-ari (Ara macao) er ein þeirra fjölmörgu fuglategunda sem eiga sér heimkynni í Amasonskógunum.Regnskógar eru tegundaríkustu vistkerfi jarðar og Amasonregnskógarnir eru tegundaríkustu regnskógar jarðar. Rannsóknir hafa sýnt að þetta mikla skóglendi sem nær yfir stóran hluta Brasilíu, Kólumbíu, Venesúela, Perú ...
Þurfa sæskjaldbökur að anda?
Öll dýr þurfa á súrefni að halda til þess að bruni, sem myndar orku, geti átt sér stað í frumum þeirra. Dýr ná sér í súrefni með öndun en hafa þróað með sér ólíkar leiðir í þeim efnum, eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um öndunarfæri dýra? Hægt er að skipta leiðum súrefn...
Er einhver sérstök fræðigrein sem fæst við rannsóknir á handritum?
Í heild var spurningin svona: Er einhver sérstök fræðigrein sem fæst við rannsóknir á handritum, það er innihaldi þeirra, uppruna, aldri o.s.frv.? Handritafræði er sjálfstæð fræðigrein sem er stunduð víða um heim og á rætur í athugunum og hugmyndum þýskra fræðimanna um miðja 19. öld. Í fyrstu voru skriftareinke...
Ef allir bílar gengju fyrir vetni hvað þyrfti þá mikla raforku til framleiðslu á vetni fyrir núverandi bílaflota Íslendinga?
Þegar meta á hversu mikla raforku þyrfti til að framleiða vetni fyrir bílaflota Íslendinga er nauðsynlegt að gera sér fyrst grein fyrir hversu mikla orku flotinn er að nota með núverandi tækni. Þá er nærtækast að byggja á tölum orkuspárnefnd Orkustofnunar. Þar kemur fram að árið 2004 hafi 163.294 bílar gengið ...
Hvenær komu vegabréf fyrst fram og í hvaða tilgangi?
Spurnining í fullri lengd hljóðaði svona: Hver er hugmyndin á bak við vegabréf? Hvenær komu þau fyrst fram og í hvaða tilgangi? Vegabréf er ferðaskilríki gefið út af yfirvöldum. Vegabréfið staðfestir þjóðerni eigandans og veitir heimild til þess að snúa aftur til heimalandsins. Vegabréf getur líka verið tæk...
Hvað er Golfstraumurinn?
Golfstraumurinn er hlýr hafstraumur í Norður-Atlantshafi sem upprunninn er skammt norðan miðbaugs í vestlægum hafstraumum sem fara um Karíbahaf, inn í Mexíkóflóa og út um Flórídasund. Golfstraumurinn fer norður með austurströnd Bandaríkjanna, að um 40° norðurbreiddar, og sveigir þar austur yfir Norður-Atlantshaf a...
Hvaðan er orðatiltækið að vera í essinu sínu upprunnið? Hvaða ess er átt við?
Orðasambandið að vera í essinu sínu, 'vera mjög vel fyrir kallaður, vera upprifinn' er fengið að láni úr dönsku, at være i sit es. Sama orðasamband er einnig til í þýsku, in seinem Esse sein. Hvorugkynsorðið ess er þekkt í málinu allt frá því á 17. öld í merkingunni 'gott ástand'. Es í dönsku er talið eiga ræt...
Hvaða ráðherraembættum gegndi Sir Winston Churchill?
Winston Churchill (1874-1965) gegndi ýmsum ráðherraembættum á langri og viðburðaríkri ævi. Hann var ungur kjörinn á breska þingið og ekki leið á löngu þar til að honum voru falin ábyrgðarstörf. Hér að neðan er listi yfir ráðherrastörf Churchills, ekki eru alltaf til íslensk hugtök yfir embættin en reynt að nálgast...
Hvenær og af hverju varð Baldjökull að Langjökli?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Ég hef séð á mörgum kortum af landinu að Langjökull er nefndur Baldjökull. Hvenær og af hverju átti þessi nafnabreyting sér stað? Nafnmyndin Baldjökull er eldra nafn á Eiríksjökli eða norðvesturhluta Langjökuls og er upphaflega nafnmyndin Balljökull (nefndur til dæmis í Harða...
Hvaðan er orðasambandið 'það kemur allt með kalda vatninu' upprunnið og hvað merkir það?
Orðasambandið það kemur allt með kalda vatninu er vel þekkt í nútíma máli en erfiðlega hefur gengið að ákvarða aldur þess. Engin dæmi er að finna í söfnum Orðabókarinnar og engin dæmi eru í nærtækum orðabókum eins og Íslenskri orðabók Eddu eða Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal. Það er notað um að eitthv...
Hver er uppruni orðanna hommi og lesbía?
Hommi er íslensk stytting á enska orðinu homosexual. Það er sett saman af gríska orðinu homós ‘samur, sjálfur’ og latneska orðinu sexus ‘kyn, kynferði’. Það er því notað í bókstaflegri merkingu um samkynhneigðan mann. Orðið hommi er sett saman af orðnum homós og sexus. Lesbía ‘samkynhneigð kona’ er dregið af lýs...
Hverjir voru Serkir?
Orðið Serki er eiginlega samheiti orðsins Mári en það var notað um íbúa Norður-Afríku. Einnig kölluðu menn múslíma í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs Serki. Serkland var þá land Serkja í Norður-Afríku, Marokkó og Alsír og Serkland hið mikla er Afríka. Orðið Serkland kemur nokkrum sinnum fyrir í Heimskringlu, ...
Hvað þýðir 'baðm' í orðinu baðmull?
Orðið baðmull er íslenskun á danska orðinu bomuld frá 19. öld. Eldri íslensk mynd er bómull sem þekkist frá því á 17. öld. Bómull hefur sjálfsagt þótt of dönskuskotið orð og því hefur orðið baðmull verið búið til, sett saman af baðmur ‛tré’ og ull. Baðmull vex á runnum, ekki trjám.Ástæða þess að baðmur var...