Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5040 svör fundust
Hvaða ályktanir um loftslagsbreytingar í tímans rás má draga af rannsóknum á jöklabreytingum á Íslandi?
Með kerfisbundinni kortlagningu á útbreiðslu, gerð og aldri jökulminja má afla gagna um jöklabreytingar í tímans rás. Þessi gögn má bera saman við aðrar upplýsingar sem varpa ljósi á umhverfisþróun, til dæmis gróðurfarssögu sem könnuð er með greiningu frjókorna og plöntuleifa úr vatna- og mýrarseti. Með slíkum sam...
Hvað er segultímatal og hvernig er það notað?
Í stuttu máli. Segulsvið jarðar (1. mynd) hefur umskautast „ótal sinnum“, síðast fyrir um 780 þúsund árum (2. mynd), og sennilega lengst af frá örófi alda. Segulstefnan á hverjum tíma er skráð (bundin) í bergið sem þá var að myndast, ekki síst í basalti hafsbotnanna og ofansjávar í hraunlögum. Segultalið sjálft v...
Er hugsanlegt að stór uppistöðulón gerð af mönnum geti komið af stað eldgosum?
Þetta er áhugaverð spurning til að velta vöngum yfir. Fyrir löngu varð mönnum ljóst að orsakasamband er milli Grímsvatnagosa og Skeiðarárhlaupa, og þá var spurningin þessi: Veldur hlaup gosi? Veldur gos hlaupi? Eða er eitthvert þriðja ferli sem veldur bæði hlaupi og gosi? Niðurstaðan nú orðið er að hlaupin val...
Hvað getið þið sagt mér um frelsisstríð Bandaríkjanna?
Aðdragandi frelsistríðsins voru miklar tolla- og skattaálögur Breta á þrettán nýlendur í Bandaríkjunum. Íbúar nýlendanna í Norðurríkjunum voru ósáttir við stjórnunarhætti Breta og mikil óánægja var vegna þess að nýlendurnar áttu engan fulltrúa á breska þinginu. Nýlendurnar stóðu vel efnahagslega og mótmæltu háum t...
Hvernig er hægt að finna hvaða efni eru í miðju jarðar?
Hugmyndir um jarðkjarnann koma úr fjórum áttum: Í fyrsta lagi sýna jarðskjálftamælingar að kjarninn er úr þungu efni og að innri kjarninn er fast efni en ytri kjarninn fljótandi. Jafnframt er stærð kjarnans og hinna tveggja hluta hans þekkt frá jarðskjálftafræði. Í annan stað „vantar“ járn í berg jarðmöttu...
Hvað er „að vera ennþá blautur á bak við eyrun“?
Orðasamböndin vera blautur á bak við eyrun og vera ekki þurr á bak við eyrun eiga sér erlendar fyrirmyndir. Í þýsku er sagt noch nicht trocken hinter den Ohren og í ensku wet behind the ears um þann sem ekki er orðinn fullþroskaður, er ungur og skortir næga reynslu til að á honum sé fullt mark takandi. Yfirleitt e...
Hver er merkingin í orðatiltækinu 'að tefla við páfann'?
Orðasambandið að tefla við páfann merkir ‘að ganga örna sinna, kúka’. Elst dæmi um það í ritmálssafni Orðabókarinnar er frá miðri 19. öld í bréfi frá Jónasi Hallgrímssyni. Af sama tagi eru orðasamböndin að heimsækja páfann, að tala við páfann og að gjalda páfanum skatt og eru þau öll yngri. Einnig er talað um að t...
Er vörumerkið Nike nefnt eftir grísku gyðjunni Níke?
Já, vörumerkið er nefnt eftir sigurgyðjunni Níke en nafn hennar merkir einfaldlega "sigur" á grísku. Ástæðan er einföld: í íþróttum er keppt til sigurs. Níke er hvergi getið í kviðum Hómers en skáldið Hesíódos (uppi á seinni hluta 8. aldar f.Kr.) segir að sigurgyðjan hafi verið dóttir Pallasar og Styx, dóttur ...
Hvað gerist ef það kemur ný ísöld?
Þá kemur ný ísöld! Það er einfaldasta svarið við þessari spurningu. Hitt er svo annað mál að við vitum ýmislegt um það hvað gerist þegar ísöld kemur. Hvítu svæðin sýna hámarksútbreiðslu jökla á síðustu ísöld. Brúnu svæðin voru þurrlendi á þeim tíma þar sem mikið vatn var bundið í jöklum og sjávarstaða því lægri...
Hvað er HTML?
HTML (HyperText Markup Language) er svonefnt umbrotsmál fyrir tölvur sem lýsir því hvernig innihald vefsíðu birtist. HTML er grunnur allra vefsíðna á Internetinu. Með HTML er hægt að skilgreina texta, myndir, töflur, hlekki og fleira. Ein helsta nýjungin við HTML á sínum tíma var að með því var hægt að tengja sama...
Er það rétt að fleiri börn fæðist á nóttu en degi?
Það er erfitt að sýna fram á slíkt, þar sem einungis mætti horfa til eðlilegra fæðinga og útiloka fæðingar sem verða til vegna inngripa lækna og ljósmæðra, til dæmis þegar flýtt er fyrir fæðingu með svo kölluðum gangsetningum, gerðir keisaraskurðir og svo framvegis. Flest bendir til þess að fæðingar sem hefjast...
Hvers vegna átti lýðræðið erfitt uppdráttar á 19. öld? Hvers vegna vildu menn takmarka kosningarétt og kjörgengi við eigna- og menntamenn?
Fyrst er rétt að gæta þess að takmarkanir á kosningarétti og kjörgengi á nítjándu öld voru ámóta miklar á Íslandi og í öðrum löndum Vestur- og Mið-Evrópu. Indriði Einarsson skrifaði fróðlega grein um kosningar til Alþingis í Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags árið 1884 og bar þar meðal annars saman hlutfall íbú...
Sjá selir í lit?
Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á ýmsum þáttum í lífeðlisfræði sela, þar á meðal á skynjun þeirra. Margt er því vitað um sjónskynjun þeirra sem og aðrar skynleiðir. Selategundir flokkast í tvær ættir eftir því hvort þær hafa ytri eyru eða ekki. Til eyrnalausra tegunda (Phocidae) teljast meðal annarra sæfíl...
Hverjir eru helstu arfgengu taugasjúkdómarnir og hvað er hægt að segja um þá?
Til eru yfir 200 mismunandi gerðir af arfgengum taugasjúkdómum og því er ómögulegt að gera þeim öllum skil í grein sem þessari. Umfjöllunin hér á eftir er því almenns eðlis þar sem bæði er komið inn á taugasjúkdóma og erfðir. Arfgengir taugasjúkdómar lýsa sér í breytingum í gerð sameinda taugakerfisins sem lei...
Hvað getið þið sagt mér um mjólkursnáka?
Mjólkursnákur (Lampropeltis triangulum, e. milk snake) er tegund innan ættkvíslar svokallaðra kóngasnáka (Lampropeltis>), en innan hennar eru þekktar tegundir á borð við skartsnák (Lampropeltis doliata), kóngasnákar (Lampropeltis Getulus) og beltasnákur (Lampropeltis zonata). Mjólkursnákar eru greindir niður í...