Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLögfræði

Þarf alltaf að sækja um leyfi fyrir skemmtunum í heimahúsum samkvæmt lögum?

Almennt gildir það að ekki þarf ekki að sækja um leyfi fyrir einkasamkvæmi eða skemmtunum í heimahúsum. Réttur manna til að ráða sjálfir hvað þeir aðhafast í sínum heimahúsum er varinn af 71. gr. stjórnarskrárinnar sem fjallar um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Þessi réttindi koma einnig fram í 8. gr....

category-iconFélagsvísindi

Gilda einhverjar reglur um tattóveringu þjóðfánans?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Gilda reglur um tattóveringu íslenska fánann? Eru jafn strangar reglur um skjaldarmerkið og fánann?Um meðferð íslenska þjóðfánans og skjaldarmerkisins gilda lög nr. 34/1944 um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Reglur um notkun skjaldamerkisins eru mun strangari en ...

category-iconFornleifafræði

Nota fornleifafræðingar á Íslandi málmleitartæki?

Líklegt er að flestir fornleifafræðingar hafi haldið á málmleitartæki að minnsta kosti einu sinni, enda leitar fornleifafræðin mjög oft til annarra tækni- og vísindagreina þegar kemur að framþróun. Fornleifafræði er fjölbreytt fag, enda eru margar hliðar á hinu liðna. Fornleifafræðingar rannsaka allt frá samein...

category-iconHagfræði

Geta félög á Tortóla verið skattskyld hér? Hverjir þurfa að greiða skatta á Íslandi?

Hér er eftirfarandi spurningum svarað: Af hverju mega félög i skattaskjólum borga skatta a Íslandi? (Snorri Guðmundsson) Getur félag eða fyrirtæki, sem skráð er á eyjunni Tortóla verið skattskylt á Íslandi og/eða til dæmis Danmörku? (Loftur Jóhannsson) Skattur og skattskylda eru órjúfanlegur hluti fullveldis...

category-iconHeimspeki

Er jafn atkvæðisréttur mannréttindi?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Kúka hvalir?

Já, vissulega „kúka“ hvalir líkt og önnur spendýr. Reyndar er það sameiginlegt öllum lífverum að losa sig við úrgang. Saurlát hvala er í reynd afskaplega mikilvægt fyrir vistkerfi sjávar, meðal annars með dreifingu næringarefna upp í efri lög sjávar. Næringarefnin eru mikilvæg ljóstillífandi lífverum líkt og g...

category-iconFélagsvísindi

Er hægt að titla sig greifa eða barón á löglegan hátt á Íslandi?

Starfsheiti kunna að vera lögvernduð þannig að aðeins þeir sem uppfylla ákveðnar kröfur, til dæmis um menntun eða ákveðin leyfi, megi starfa undir þessu heiti. Þar að baki eru að jafnaði sjónarmið um öryggi og fagmennsku, til dæmis á þetta við um lækna og heilbrigðisstarfsmenn, lögmenn, sálfræðinga, kennara og ýms...

category-iconVísindi almennt

Af hverju var númerið 112 valið sem neyðarnúmer?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er einhver sérstök ástæða fyrir því að talnarunan einn-einn-tveir (1-1-2) er valin sem neyðarnúmer? Hvers vegna ekki 1-2-3 eða 1-1-1? Fyrst var mælt með númerinu 112 sem samræmdu neyðarnúmeri af Samtökum póst- og fjarskiptastjórna í Evrópu árið 1972. Númerið var síðan g...

category-iconSálfræði

Hvers vegna verða sumir feimnir?

Þegar spurt er hvort fólk sé feimið eða ekki svarar að jafnaði mjög hátt hlutfall fólks því til að það sé feimið, eða allt að 40%. Almennt séð er vafasamt að líta svo á að dálítil feimni sé endilega óæskileg. Hún kann að endurspegla að við látum okkur miklu skipta hvernig við komum öðrum fyrir sjónir. Í feimni ...

category-iconHugvísindi

Hverjar eru elstu ritheimildir um stríð?

Ítarlegar ritheimildir um stríð birtast fyrst um 2500 f.Kr. hjá Súmerum í Mesópótamíu þar sem nú er Írak. Súmerar voru fyrstir til að þróa skrift þegar þeir mótuðu fleygrúnir um 3500 f.Kr. Oft er talað um vöggu siðmenningar á þessu svæði og þar hófst fyrst öflug borgmenning. Þegar leitað er svara við spurningun...

category-iconFélagsvísindi

Hver er samræðisaldur á Íslandi?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hver er samræðisaldur á Íslandi og hvernig er lögunum háttað? (Vonandi ítarlegt svar.)Rétt er að taka fram að hugtakið 'samræðisaldur' er ekki að finna í lögum en þar er að finna ýmis ákvæði um aldur einstaklinga og samræði. Á Vísindavefnum er hægt að lesa ýtarlegt svar Sóleyja...

category-iconLífvísindi: almennt

Úr hverju er laufblað?

Laufblöð eru samsett úr nokkrum lögum en þau eru efri yfirhúð (e. upper epidermis), stafvefur (e. palisade layer), svampvefur (e. spongy layer) og neðri yfirhúð (e. lower epidermis). Efst er efri yfirhúð og frumur hennar eru þaktar með vaxkenndum hjúp eða vaxlagi til þess að draga úr vatnstapi. Frumurnar í efr...

category-iconStjórnmálafræði

Hver er munurinn á heimastjórn og sjálfstjórn?

Í stuttu máli á hugtakið sjálfstjórn við um þau landsvæði sem stjórna sér sjálf en heimastjórn er aðallega notað um nýlendur sem njóta einhverrar sjálfstjórnar. Landsvæði sem er undir stjórn ákveðins ríkis getur notið sjálfstjórnar í einhverjum mæli. Sé sjálfstjórnin töluverð hvað varðar framkvæmdarvald, löggja...

category-iconHagfræði

Hvaða lönd hafa einfaldasta skattkerfið?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvaða lönd hafa einfaldasta skattkerfið? Er slíkt skattkerfi góður kostur? Ekki er einfalt mál að skera úr um einfaldleika skattkerfa. Á að miða við hversu margar síður skattalögin eru í lagasafninu? Á að miða við hversu langan tíma það tekur einstakling eða lögaðila að fyl...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hælspori?

Fóturinn er eins og spenntur bogi þannig að maður stendur aðallega í hæl og tær. Það sem heldur boganum uppi er sinabreiða sem festist í tærnar að framan og hælbeinið að aftan. Í hvert skipti sem maður stígur í fótinn kemur álag á hælinn sem getur verið allt að því tuttuguföld líkamsþyngdin. Þetta álag dempast af ...

Fleiri niðurstöður