Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9535 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Þarf ég að hlýða ef lögreglan stoppar mig og skipar mér að koma í lögreglubílinn?

Í lögreglulögum nr. 90/1996 er fjallað um störf lögreglumanna og framkvæmd lögreglustarfa og þar koma fram þær valdheimildir sem lögreglumenn hafa. Í 14. gr. laganna segir að handhöfum lögregluvalds sé heimilt að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa sinna en aldrei megi þeir þó ganga lengra í beitingu valds e...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna heita páskar Gyðinga og páskar kristinna manna það sama þó að verið sé að fagna svo ólíkum atburðum?

Eins og alþjóð veit heldur kirkjan páska til að fagna upprisu Jesú Krists frá dauðum. Þess vegna eru páskarnir gleði- og sigurhátíð í hugum kristinna manna og eru þeir raunar elsta hátíð kristninnar. Af þeim sökum kölluðu kirkjufeðurnir páskana Festum festorum eða hátíð hátíðanna. Sérhver sunnudagur er, frá sjónar...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju þarf maður rafmagn?

Þessari spurningu er hægt að svara á nokkra vegu. Það þarf rafmagn til að knýja öll tæki og tól sem ganga fyrir rafmagni. En auðvitað væri hægt að vinna ýmis verk án rafknúinna tækja og kannski er spurningin til komin vegna þess að spyrjandi veltir fyrir sér hvort hægt sé að spara rafmagn með því að minnka notk...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaðan kemur hefðin um litlu jólin á Íslandi?

Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona: Hvað getið þið sagt mér um „litlu jólin“ og er þetta eitthvað séríslenskt fyrirbæri? Hugtakið litlu jólin (stundum skrifað litlujólin) er aðallega notað um jólaskemmtun barna í skólum í aðdraganda jóla. Oftast er haldið upp á litlu jólin síðasta skóladag fyrir...

category-iconÞjóðfræði

Hver er uppruni og saga konudagsins?

Elstu bókfestu dæmi þess að orðið konudagur sé notað um fyrsta dag góumánaðar eru frá því um miðja 19. öld, en það gæti verið langtum eldra í talmáli. Góa er næstseinasti mánuður vetrarmisseris samkvæmt hinu forníslenska tímatali og nafnið sést í elstu handritum eða frá því um 1200. Óvíst er hvað orðið merkir upph...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað getur þú sagt mér um Neptúnus?

Neptúnus er áttunda og ysta reikistjarnan frá sól og sú fjórða stærsta. Neptúnus er örlítið minni að þvermáli en Úranus en ögn massameiri. Þessar tvær reikistjörnur eiga margt sameiginlegt og eru oft flokkaðar sem vatnsrisarnir í sólkerfinu, á meðan Júpíter og Satúrnus eru hinir eiginlegu gasrisar. Þessu ræður fim...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru mislingar?

Mislingar eru einhver mest smitandi veirusjúkdómur sem til er, en veiran sem veldur sjúkdómnum nefnist morbilli. Mislingar eru óþægilegasti barnasjúkdómurinn og sá hættulegasti af þeim sem valda útbrotum, þar sem sjúkdómurinn getur haft alvarlega fylgikvilla. Mislingar eru þó sem betur fer í raun ekki lengur til ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er merking máltækisins "Að lifa eins og blóm í eggi"?

Orðatiltækið að lifa eins og blóm í eggi er notað um að ganga allt í haginn, njóta lífsins, lifa í vellystingum. Blóm merkir í þessu sambandi ‘eggjarauða’ en hún er einnig nefnd blómi (kk.). Blóm í merkingunni ‘eggjarauða’ er líklegast tökumerking úr dönsku, æggeblomme. Eggjarauða, eða blóm. Annað orðtak sem...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur einhver farið til Plútó?

Það hefur enginn maður heimsótt Plútó, hins vegar hefur ómannað geimfar flogið þar hjá. Árið 2006 var skotið á loft ómönnuðu geimfari sem nefnist New Horizons. Geimfarið flaug fram hjá Plútó þann 14. júlí 2015 og var það í fyrsta sinn sem reikistjarnan er skoðuð í návígi. Nánast öll könnun geimsins fer fram ...

category-iconHugvísindi

Hvað hét bústaður Freys og annarra norrænna goða?

Úr brám Ýmis gerðu goðin virkisgarð umhverfis mannheim til að verjast jötnum. Þessi víggirta borg heitir Miðgarður. Eftir að Bors synir höfðu skapað fyrstu mennina komu þeir saman ásamt goðum og gyðjum á Iðuvöllum og reistu sér borg í miðjum heimi sem fékk nafnið Ásgarður, því næst voru bústaðir Ásgarðs byggðir. Í...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju eldumst við?

Við fæðingu er fólk tiltölulega líkt í allri líkamsstarfsemi, en eftir því sem árin færast yfir verður það hvert öðru ólíkara. Þetta á einnig við um einstaklinginn sjálfan. Líffæri eldast mishratt og kemur þar til samspil umhverfis- og erfðaþátta. Þannig geta nýrun verið gömul en hjartað ungt! Við fæðingu er maður...

category-iconHugvísindi

Hvernig vann Persaveldi sig upp aftur eftir að Alexander mikli lagði það undir sig?

Hið forna Persaveldi sem Alexander mikli Makedóníukonungur (356-323 fyrir Krist) sundraði er aftur upp risið við lok 2. aldar fyrir Krist, sem veldi Arsakída. Persar taka aftur sjálfir við völdum á 3. öld eftir Krist. Fyrst er að gera greinarmun á Persíu og Persaveldi. Dareios III Persakonungur var ráði...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig má fá upplýsingar um sólargang og slíkt eftir árstímum og stöðum á Íslandi?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Klukkan hvað er sólarupprás og sólsetur 1. júni 2001? (Höskuldur Lárusson)Hver er munurinn á sólargangi í Reykjavík og á Ísafirði, a) þegar sólargangur er lengstur og b) þegar sólargangur er stystur? (Anna Sigurðardóttir)Er einhver rauntímamismunur milli vestasta og austas...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna verður maður eins og sveskja á puttum og tám eftir heitt bað?

Náttúruleg olía sem kallast sebum þekur húð okkar. Olían er framleidd í fitukirtlum sem liggja nálægt hársekkjunum. Sebumolían verndar húðina, gefur henni raka og gerir hana vatnshelda ef svo má að orði komast. Ef við erum lengi í heitu eða köldu baði skolast sebumolían af. Þá er yfirborð húðarinnar ekki lengu...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað varð um börn Loðvíks XVI. og Maríu Antoníettu eftir að þau voru hálshöggvin?

Loðvík XVI. (1754-1793) og eiginkona hans María Antoníetta (1755-1793) eignuðust fjögur börn. Frumburðurinn hét María Theresa og fæddist árið 1778 eftir rúmlega átta ára hjónaband foreldranna. Stúlka gat ekki tekið við krúnunni og því var mikilvægt að þeim hjónum fæddist drengur. Sú varð raunin árið 1781 þegar Lo...

Fleiri niðurstöður