Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4837 svör fundust
Hvað eru margir ísbirnir á Grænlandi?
Árið 1993 var heildarstofnstærð hvítabjarna (Ursus maritimus) talin vera á bilinu 21.470-28.370 dýr og bendir allt til þess að stofninn hafi haldist nokkuð stöðugur síðan. Birna með hún. Hvítabjörnum er skipt niður í nokkra aðskilda stofna sem halda til allt í kringum norðurpólinn. Flestir fræðimenn telja þ...
Hvað er búið að finna mörg sólkerfi?
Hér er einnig svarað spurningunni: Er til annað sólkerfi? Með sólkerfi er átt við sólstjörnu með reikistjörnur eða annað af því tagi á braut í kringum sig. Þar til kringum 1990 vissu menn aðeins um eitt slíkt kerfi með fullri vissu, það er að segja sólkerfið sem við búum í. Aðrar sólstjörnur en sólin okkar eru sv...
Hvaðan kemur sögnin 'að spóka sig'?
Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um sögnina að spóka sig ‛ganga um, sýna sig, láta á sér bera’ eru frá síðasta þriðjungi 19. aldar. Eldra er nafnorðið spóki ‛oflátungur, spjátrungur’ frá síðasta þriðjungi 18. aldar. Einnig eru til lýsingarorðin spók(ar)alegur og spókinn í merkingunni ̵...
Hvað heitir fiskurinn Sander lucioperca á íslensku?
Íslenska heitið á tegundinni Sander lucioperca er vatnaviðnir eða gedduborri. Þetta er ferskvatnsfiskur sem lifir villtur í ám og vötnum í Evrópu og vestanverði Asíu allt austur til Aralvatns. Hann finnst í vötnum og stórum og straumlitlum ám svo sem í Elbe í Póllandi og Dóná. Gedduborinn lifir einnig í Kaspía...
Er orðatiltækið glatt á Hjalla, dregið af bænum Hjalla í Ölfusi?
Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er um afbrigðið þá var gleði á Hjalla. Það er úr málsháttasafni Guðmundar Ólafssonar sem hann safnaði til á síðari hluta 17. aldar en verkið var fyrst gefið út 1930. Frá síðari hluta 18. aldar eru elstu heimildir um að vera glatt á Hjalla og yngri eru heimildir um a...
Hvað getið þið sagt mér um drekaeðlur?
Drekaeðlur (Dilophosaurus) voru af meiði risaeðla (dinosauria) og lifðu í Norður-Ameríku snemma á júratímabilinu fyrir um 200 milljónum ára. Drekaeðlur voru meðalstórar kjötætur, um 3 metrar á hæð og gátu orðið um 6 metrar á lengd. Sennilega vógu þær um 500 kg sem telst ekki vera mikil þyngd miðað við margar stórv...
Tengist það eitthvað hjúskaparstöðu þegar sagt er að einhver sé makalaus?
Orðið maki er notað um annað hjóna eða sambúðarfólks, hvort sem um er að ræða karl eða konu, en einnig um dýrapar. Önd, sem ekki hefur náð sér í maka að vori, syndir um makalaus. Maki á sér samsvaranir í grannmálunum, til dæmis í færeysku maki, nýnorsku og sænsku make. Makalaus önd? Af allt öðrum uppruna er ...
Hvað var fyrsta hljóðfærið og hvar var það fundið upp?
Eins og með fjölmarga aðra hluti er nær ógerningur að segja til um hvað hafi verið fyrst. Einnig eru skiptar skoðanir um hvað skuli telja til hljóðfæra. Til að mynda hefur fundist um 45 þúsund ára gömul meint flauta, kennd við neanderdalsmennina, úr holu beini. Neanderdalsmaðurinn var uppi fyrir um það bil 120.000...
Gáta: Ef þú segir mig er ég ekki lengur. Hver er ég?
Við höldum að vel kunni að vera til fleiri en eitt svar við þessari spurningu, en svar okkar er undir þessum tengli....
Er hægt að senda geimskutlu með nokkrum fjölskyldum til að kanna líf úti í geimnum?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Væri möguleiki á því að byggja stóra geimskutlu sem gæti ferðast endalaust um himingeiminn með nokkrar fjölskyldur um borð sem gætu rannsakað líf í öðrum sólkerfum?Það sem kemur öðru fremur í veg fyrir slíkt eru hinar gríðarlegu fjarlægðir í geimnum. Nálægasta stjarna við ok...
Hver er stærsti ánamaðkur sem hefur fundist?
Í hitabeltinu og á Suðurhveli eru allmargar mjög stórvaxnar ánamaðkategundir. Lengst af hefur verið álitið að stærsta tegundin væri Megascolides australis sem á heima í skóglendi nálægt Melbourne í Ástralíu. Lengd þessa ánamaðks er oft sögð vera 12 fet, eða um 360 cm. Sú staðhæfing virðist studd af ljósmynd sem ví...
Er það rétt að menn geti fæðst með 3 kynlitninga, það er með 2 Y-litninga og einn X-litning?
Um eitt af hverjum 1000 lifandi fæddum sveinbörnum hefur auka Y-litning. Drengir sem fæðast með auka Y-litning skera sig ekki frá öðrum drengjum í útliti fyrir utan það að þeir eru oft hávaxnari en almennt gerist og bólugrafnari á unglingsárum. XYY-drengir eru oft mjög tápmiklir en jafnframt eru aðeins meiri líku...
Hvað er District Of Columbia? Er það ríki í Bandaríkjunum?
District of Columbia er í dag í raun það sama og bandaríska höfuðborgin Washington DC. En stafirnir DC eru einmitt skammstöfun fyrir District of Columbia. Utan Bandaríkjanna er borgin yfirleitt kölluð Washington, en fólkið sem býr þar kallar hana yfirleitt “The District”. Sögu höfuðborgar Bandaríkjanna má rekja...
Hvað eru til margir búrhvalir í heiminum?
Búrhvalir (Physeter macrocephalus) hafa verið mikið veiddir á síðastliðnum öldum, fyrst og fremst vegna lýsis. Hægt er að skipta veiðum á búrhvölum í tvö tímabil. Hið fyrra hófst snemma á 18. öld og náði hámarki um 1830. Seinna tímabilið hófst á 3. áratug síðustu aldar og náði hámarki á þeim 7. Var þá beitt nútíma...
Hver er staðan á þágufallssýki í dag? Stendur yfirvöldum á sama?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er staðan á þágufallssýki í dag? Stendur yfirvöldum á sama? Verður bráðum jafnrétt að segja "mig langar" og "mér langar"? Önnur spurning um sama efni: Er því mögulegu að vera svo langt leiddum í þágufallssýki að öllu því sem manni mælir sé í þágufalli?Vísindavefurinn ...