Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3226 svör fundust
Hversu hratt geta fílar hlaupið?
Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvort fílar hlaupi eða gangi þegar þeir fara hratt yfir. Þegar þeir eru á hraðferð er líkamsbeiting þeirra meira í ætt við hraða göngu en hlaup. Lengi vel var talið að fílsskrokkur þyldi ekki að hlaupa á sama hátt og önnur léttari dýr gera. Ýmsir náttúrfræðingar hafa þó hrakið...
Hvar get ég séð myndir af jarðvegsrofi?
Það er hægt að fletta upp í bókum sem fjalla um þessi mál og einnig er hægt að finna myndir á Netinu. Oft fást fleiri leitarniðurstöður ef menn notast við enska hugtakið, sem í þessu tilfelli er erosion. Með því að setja inn erosion í myndaleit Google er hægt að sjá myndir sem sýna jarðvegsrof og til þess að sjá m...
Hvernig urðu siðareglur til?
Ein leið til að svara þessari spurningu er að beita aðferðum og röksemdum mannfræðinnar til að skýra tilurð siðareglna. Það verður ekki gert hér. Þess í stað verður sagt frá röksemdum enska heimspekingsins Thomas Hobbes (1588-1679) fyrir því að samlíf manna sem ekki lýtur siðareglum og viðurlögum við broti á þeim ...
Hvað er vinátta?
Vinátta er þegar tvær manneskjur unna hvor annarri eins og sjálfri sér og láta sig hag hinnar varða hennar sjálfrar vegna eða eins og forngríski heimspekingurinn Aristóteles komst að orði: "Vinurinn er annað sjálf" (Siðfræði Níkómakkosar [= SN] IX.4, 1166a31. Allar þýðingar eru Svavars Hrafns Svarassonar). Aristót...
Er svartidauði enn þá til og eru til lækningar við honum?
Já, svartidauði er enn þá til. Baktería sem nefnist Yersinia pestis veldur svartadauða. Sjúkdómurinn er fyrst og fremst bundinn við nagdýr, til dæmis rottur, en hann getur borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Lungnapestin getur síðan borist manna á milli með úðasmiti við hósta. Það er ...
Hvað hafa margir látist af völdum ísbjarna hér á landi?
Ísbirnir koma oft til Íslands með hafís þegar hann er hér á annað borð. Þetta má meðal annars sjá í íslenskum annálum þar sem oft er sagt frá hafís og ísbjörnum sem ganga á land og eru oftast drepnir en stundum er getið um að þeir hafi líka drepið fólk. Þór Jakobsson veðurfræðingur hefur tekið saman fróðleik um þe...
Af hverju vex mikið af hárum í eyrum á gömlum körlum?
Það er ekki algilt að eyru eldri karlmanna séu loðin, en þó nokkuð algengt þar sem um þrír fjórðu karla fá löng hár á eyrun. Reyndar hafa allir, bæði konur og karlar, hár á eyrnablöðkunum og inni í hlustunum, þótt í flestum tilfellum sjáist þau ekki. Hár á eyrum hreinsa loft á leið þess inn í þau. Þannig koma þau ...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í nóvember 2014?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör nóvembermánaðar á Vísindavefnum árið 2014 þessi hér: Er skynsamlegt að hækka hita í ofnum vegna mengunar frá eldgosinu eða vegna annarrar mengunar? Hvað heita kertin fjögur á aðventukransinum? Hvar er best að grafa eftir gulli? Menga eldfjöll meira en m...
Hvernig eru gen flutt milli lífvera, óháð skyldleika þeirra, samanber erfðabreytt matvæli?
Við flutning erfðaefnis milli tegunda notfæra menn sér oftast nær svonefndar genaferjur, en það eru annað hvort litlar hringlaga, tvíþátta DNA-sameindir sem nefnast plasmíð eða veirur sem hafa DNA fyrir erfðaefni. Plasmíð fyrirfinnast í flestum bakteríum og eru af ýmsum stærðum og gerðum. Þau eftirmyndast sjál...
Hvernig breiðist Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómurinn út?
Hér er einnig að finna svör við spurningu Berglindar Kristinsdóttur, Í hvaða matvælum finnst smitefnið sem veldur kúariðu og spurningu Jóns Ágústs Sigurðssonar, Hver er meðganga Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins í manni?Á undanförnum árum og áratugum hafa greinst sérkennilegir smitandi hrörnunarsjúkdómar í miðtaugaker...
Hvað er MERS-veira og hvernig smitast hún?
MERS-CoV er ein þeirra sjö kórónuveira sem vitað er að geta sýkt menn, eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeirra fyrir hinum? Sjúkdómurinn sem veiran veldur kallast MERS (e. Middle East respiratory syndrome). Hann kemur fram sem ...
Af hverju má ekki blóta? Hver fann upp merkingu þessara orða?
Sögnin að blóta merkti upprunalega 'dýrka; fórna'. Fornmenn blótuðu heiðin goð þegar þeir leituðu til þeirra um ráð eða vildu sýna þeim þakklæti. Fyrir kristin áhrif fær sögnin aðra og óskylda merkingu, þ.e. 'bölva, formæla'. Það þótti eftir kristnitöku illt að blóta hin heiðnu goð og merking sagnarinnar varð neik...
Af hverju er hundum svona illa við póstburðarfólk og hvað er til ráða?
Hér má spyrja á móti: Hvað annað ætti þeim að vera illa við eða hvers vegna ætti þeim ekki að vera illa við bréfbera? Hundum af mörgum deilitegundum eða kynþáttum er illa við ókunnuga. Forfeður þeirra og formæður hafa verið tamdir meðal annars með það í huga að þeir ættu að gera viðvart um mannaferðir og jafnve...
Hvernig verða frumuskiptingar í klónaðri mannveru? Verða færri frumur í klónaðri mannveru?
Við klónun er kjarni fjarlægður úr eggfrumu og í staðinn látinn kjarni úr annarri frumu, ef til vill úr öðrum einstaklingi. Ein helsta forsenda þess að klónun takist er að frumuskiptingar séu eðlilegar allt frá upphafi fósturþroskunar. Í tilraunum með klónun dýra virðist hins vegar oft verða misbrestur á þessu...
Hvað eru miklar líkur í prósentum á að fuglaflensan komi til Íslands?
Landbúnaðarráðuneytið hefur tilkynnt að 12. apríl verði viðbúnaður vegna fuglaflensu færður af áhættustigi I á stig II. Það þýðir að miklar líkur eru á að flensan berist hingað til lands. Forsenda áhættustigs II er að fuglaflensa (H5N1) hafi greinst á Bretlandseyjum eða í öðrum nágrannaríkjum en leiðir margra farf...