Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 76 svör fundust

category-iconMálvísindi: almennt

Hver var Magnus Olsen og hvert var framlag hans til norrænna fræða?

Magnus Bernhard Olsen var fæddur 28. nóvember 1878 í Arendal á Austur-Ögðum í Noregi, sonur kaupmanns þar og eiginkonu hans. Magnús ólst upp í Arendal, tók stúdentspróf 1896 og lagði síðan stund á fílólógíu (málfræði og bókmenntir) við háskólann í Kristíaníu (nú Ósló) og las latínu, grísku, þýsku og norsku. Hann l...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um Einar Ólaf Sveinsson og framlag hans til íslenskra fræða?

Einar Ólafur Sveinsson var meðal afkastamestu og virtustu fræðimanna á sviði íslenskra fræða um miðbik 20. aldar. Hann var þjóðkunnur maður á Íslandi fyrir ritstörf sín og lestur fornsagna í Ríkisútvarpinu, en flutti einnig fjölda fyrirlestra við háskóla víða um heim. Enn er mikið vitnað til verka hans meðal íslen...

category-iconHugvísindi

Hversu langt var fyrsta maraþonhlaupið og hversu öruggar heimildir eru um að það hafi raunverulega verið hlaupið á meðal Forngrikkja?

Fleiri en ein saga er til um Maraþonhlaupið og segir frá einni þeirra í riti gríska sagnaritarans Heródótosar sem fjallar um sögu Persastríðanna. Á 6. öld f.Kr. féll Lýdía, ríki Krösosar konungs, í Litlu-Asíu, þar sem í dag er Tyrkland. Persar tóku yfir veldi Krösosar og komust þá í snertingu við grísku borgríkin ...

category-iconDagatal vísindamanna

Hver var George Sarton og hvaða áhrif hafði hann á vísindasögu sem fræðigrein?

Belgísk-bandaríski fræðimaðurinn George Sarton (1884-1956) hefur oft verið kallaður faðir vísindasagnfræðinnar, og má það vel til sanns vegar færa. Sarton fæddist í borginni Ghent í Belgíu. Hann lagði stund á efnafræði og stærðfræði í háskóla og lauk doktorsprófi í Ghent árið 1911. Hann kvæntist enskri konu sam...

category-iconHagfræði

Hver var Joseph A. Schumpeter og hvaða áhrif hafði hann á hagfræðina?

Joseph Alois Schumpeter (1883-1950) er einn merkasti hagfræðingur 20. aldar. Hann fæddist í borginni Třešť sem nú er í Tékklandi en tilheyrði þá Austurísk-Ungverska keisaradæminu en foreldrar hans voru Þjóðverjar. Hann nam lögfræði í Vínarháskóla undir leiðsögn Eugen von Böhm-Bawerk og lauk doktorsprófi ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvaða rannsóknir hefur Íris Ellenberger stundað?

Íris Ellenberger er sagnfræðingur sem starfar á sviði sögu fólksflutninga, þvermenningarlegrar sögu og sögu kynverundar með áherslu á hinsegin sagnfræði. Doktorsritgerð Írisar frá 2013 fjallar um samfélagslega stöðu danskra innflytjenda á Íslandi á árunum 1900–1970 og hvernig hún breyttist með auknu sjálfsforræði ...

category-iconDagatal íslenskra vísindamanna

Hvaða rannsóknir hefur Þorgerður H. Þorvaldsdóttir stundað?

Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, var sagn- og kynjafræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni og sérfræðingur hjá Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands. Hún vann að fjölbreyttum rannsóknarverkefnum, sem flest snérust með einum eða öðrum hætti um jafnrétti í víðum skilningi, kynjaða menningu og ky...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna gætir sjávarfalla tvisvar á sólarhring?

Þetta stafar af því að jörðin hreyfist um sameiginlega massamiðju jarðar og tungls, fyrir áhrif þyngdarkrafts frá tunglinu. Þessi kraftur á höfin sem snúa að tunglinu er meiri en þarf til að halda þeim á þessari hreyfingu. Því leitar vatnið þar í átt að tunglinu og sjávarborð hækkar. Þyngdarkraftur frá tunglinu á ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru gelgjustælar og af hverju fá krakkar þá en ekki fullorðnir?

Sennilega er sálfræðingurinn Erik Erikson [1] einn af frægustu fræðimönnunum sem fjallað hafa um unglingsárin. Hann hélt því fram að á öllum æviskeiðum hefðum við ákveðið verk að vinna, mismunandi fyrir hvert æviskeið, allt frá fæðingu til dauðadags. Ef okkur tekst til dæmis ekki að læra að treysta öðru fólki á fy...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um Carl von Linné?

Carl von Linné (1707-1778), einnig þekktur sem Carl Linnaeus eða Carolus Linnaeus, hefur oft verið kallaður faðir flokkunarfræðinnar. Hann fann upp svokallað tvínafnakerfi (e. binomial nomenclature) sem nú er notað til flokkunar á öllum lífverum. Linné fæddist 23. maí árið 1707 í suðurhluta Svíþjóðar. Frá unga...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðlaugur Jóhannesson rannsakað?

Guðlaugur Jóhannesson er fræðimaður við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og við Norrænu stofnunina í kennilegri eðlisfræði (NORDITA) í Stokkhólmi. Fræðasvið Guðlaugs er stjarneðlisfræði. Hann hefur unnið að margvíslegum verkefnum í tengslum við mælingar og túlkanir mælinga á háorku gammageislum og geimgeislum. ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver var Alfred Kinsey og hvert var hans framlag til fræðanna?

Alfred C. Kinsey (1894-1956) var líffræðingur sem er þekktastur fyrir áhrif rannsókna sinna á þróun kynfræða og á viðhorf almennings til kynlífs og kynhegðunar. Hann útskrifaðist með BS-próf frá Bowdoin College í Maine í Bandaríkjunum og tók síðan doktorspróf í líffræði frá Harvard-háskóla árið 1920. Hann var alla...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða rannsóknir hefur Sólveig Anna Bóasdóttir stundað?

Sólveig Anna Bóasdóttir er prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er kristin siðfræði, femínísk siðfræði og kynlífssiðfræði. Doktorsrannsóknin Violence, Power and Justice. A Feminist constribution to Christian Sexual Ethics (útgefin af Háskólaútgáf...

category-iconÞjóðfræði

Hvaða rannsóknir hefur Ólafur Rastrick stundað?

Ólafur Rastrick er dósent í þjóðfræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur lagt stund á rannsóknir á menningarsögu og þjóðfræði nítjándu og tuttugustu aldar. Meðal viðfangsefna hans má nefna rannsóknir á menningarpólitík, menningararfi, líkamsmenningu og ómenningu. Í bókinni Háborgin: M...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig þróaðist heilinn í hryggdýrum?

Talið er að hryggdýr hafi komið fram fyrir um 500 milljónum ára. Mikil tegundaútgeislun (lesa má um tegundaútgeislun í svari sama höfundar við spurningunni Hvað geturðu sagt mér um þróun apa?) varð meðal fiska fyrir um 400 milljónum ára og um 50 milljónum árum síðar varð mikil fjölgun nýrra tegunda meðal frosk- og...

Fleiri niðurstöður