Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 266 svör fundust
Er einhver mengun vegna þeirra tuga tonna af blýsökkum sem tapast í hafið á hverju ári?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Nú tapast tugir tonna af blýsökkum af handfærabátum í hafið á hverju ári. Er í þessu einhver efnafræðileg mengun? Spyrjandi bætir við að hann sé smábátasjómaður.Frumefnið blý (Pb) er náttúrlegt efni sem er í örlitlu magni í flestum bergtegundum, jarðvegi og í seti hafsins. Í...
Hvað er vísindaheimspeki?
Hér gefst ekki rými til að líta yfir sögu vísindaheimspekinnar en hún teygir sig alveg aftur til frumherja forngrískrar heimspeki (6. öld f.Kr.). Hins vegar verður vísindaheimspeki ekki að sjálfstæðri fræðigrein fyrr en í upphafi 20. aldarinnar. Einn mikilvægasti áfangi á þeirri löngu vegferð var vísindabylting 16...
Hvert er hlutverk skjaldkirtilsins?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvers konar veikindum getur skjaldkirtill valdið? Hvað getið þið sagt mér um skjaldkirtilshormón og áhrif röskunar á þeim? Skjaldkirtillinn er innkirtill og myndar tvö hormón í tveimur megin frumugerðum sínum. Önnur frumugerðin myndar skjaldkirtilshormón en það er til í tvei...
Hvaðan eru eyrnamörk á búfénaði?
Eignarmörk voru hvarvetna nauðsynleg þar sem búfé gekk sjálfala um lengri eða skemmri tíma. Einfaldast var að skera með ýmsum hætti í eyru dýranna eða brennimerkja þau sem voru hyrnd. Einnig voru viðarmörk eðlileg þar sem rekavið bar á fjöru tiltekinnar jarðar og ekki voru strax tök á að hirða hann. Jafnvel þótti ...
Lifa höfrungar við Ísland?
Af um 30 tegundum núlifandi höfrunga finnast að jafnaði sex hér við land. Sennilega er algengasta tegundin innan landgrunns hnýðingur sem einnig gengur undir nafninu blettahnýðir (Lagenorhynchus albirostris). Um hnýðinga má meðal annars lesa meira í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um höfrunga? Há...
Hvað getur þú sagt mér um iðustrauma?
Þegar vökvi streymir fer það eftir eiginleikum hans (til dæmis seigju) og hraða streymisins hvernig efnið hegðar sér: lagstreymi heitir það þegar efnið streymir hægt og án ólgu, en iðustreymi þegar hraðinn fer yfir ákveðin mörk og hvirflar myndast. Þetta er sýnt á myndinn hér til hægri og lýsir hinni eðlisfræðileg...
Hver er Nancy Chodorow og hvert er hennar framlag til fræðanna?
Nancy Chodorow er bandarísk fræðikona, fædd 1944. Hún hefur fræðilegan bakgrunn í félagsfræði, mannfræði, sálgreiningu og fleiri greinum. Hún hefur skrifað fjölda bóka og greina og fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Rannsóknir Chodorow hafa að mestu snúist um þverfræðilega úrvinnslu á kenningum og...
Hvar er Örtugadalur sem einnig er nefndur Örskotsteigadalur og hvaðan koma örnefnin?
Örskotsteigadalur eða Örtugadalur er lítið dalverpi sem gengur út úr Galtardal á Fellsströnd í Dalasýslu. Nafnið Örtugadalur er þekkt úr eldri heimild en Örskotsteigadalur, það er úr riti Árna Magnússonar Chorographica Islandica frá byrjun 18. aldar þar sem hann er að lýsa ýmsum reiðleiðum: „Oddrúnarbrekkur upp...
Af hverju voru geldingar látnir syngja í gamla daga?
Geldingahefðin átti uppruna sinn í kirkjutónlist, líklega um miðja 16. öld, enda var konum meinað að koma fram í húsi Drottins. Sums staðar sungu kórdrengir sópranrödd en það tók enda þegar þeir fóru í mútur og því var nauðsynlegt að þjálfa stöðugt nýja drengi til söngs. Geldingar (castrato) tóku þátt í óperuflutn...
Hvernig myndi nútíma einstaklingur finna sig í Fögruborg Platons?
Hér er spurningin skilin þeim skilningi að átt sé við líðan nútíma fólks í Fögruborg, hvernig því þætti að búa þar. Á hinn bóginn gæti orðasambandið „að finna sig“ í einhverju samhengi líka átt við það þroskaferli að átta sig á því hvaða mann maður hefur að geyma, hver gildi manns séu og þar fram eftir götunum. ...
Hvaða aðferðum er beitt til að finna aukastafi pí?
Talan $\pi$, pí, er hlutfallið milli ummáls og þvermáls hrings. Hún er stundum nefnd fasti Arkímedesar. Arkímedes (272–212 f.Kr.) beitti nákvæmum útreikningum til að finna gildi $\pi$. Hann notaði nálgunaraðferð með því að finna ummál reglulegra marghyrninga með æ fleiri hornum þannig að lögun þeirra nálgaðist hri...
Er þórðargleði siðferðislega ámælisverð?
Í stóráhugaverðu svari hér á Vísindavefnum er sagt frá því hvernig orðið þórðargleði kom inn í íslenskt mál. Íslendingar eru ákaflega heppnir að eiga svo skemmtilegt heiti yfir þetta sérstaka hugafar. Að gleðjast yfir óförum annarra hefur þó vafalaust þekkst áður en orðið var viðurkennt í málinu. Mann-, mál og þjó...
Af hverju hefur hlýnandi loftslag þau áhrif að úrhellisrigning verður algengari?
Fyrir réttum tveim öldum (árið 1824) birti franski verkfræðingurinn Sadi Carnot (1796–1832) grundvallarrit um varmavélar og það afl sem fá má úr eldi (Réflexions sur la puissance motrice du feu et sur les machines propres à développer cette puissance).[1] Þetta rit lagði grunninn að nútíma varmafræði og á grund...
Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum upphaflega, hvert er það í dag? Hefur það alltaf verið það sama? Eins og iðulega er tilfellið með einfaldar spurningar, þá er ekki til neitt einfalt svar og það er ekki hægt að gefa eitt svar við þessari spurn...
Eru GSM-símar skaðlegir heilsunni?
Fjölmiðlar flytja reglulega fréttir af því hve hættulegt kunni að vera að nota farsíma. Þar er skýrt frá áhyggjum manna af því að farsímar kunni að valda krabbameini eða heilaskemmdum með einkennum eins og svefntruflunum, minnistapi, höfuðverk, ógleði og svima svo nokkuð sé nefnt. Hér er mikið í húfi því að minnst...