Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 477 svör fundust
Hvað eru margar víddir?
Þessi spurning er margslungin og henni tengdar eru margar aðrar áhugaverðar spurningar sem hafa borist Vísindavefnum. Árið 2000 gaf Lárus Thorlacius eðlisfræðingur greinargott svar við spurningunni: Getur rúmið sem við hrærumst í haft fleiri víddir en þær þrjár sem við eigum að venjast? en tilefni kann að vera til...
Hver eru algengustu frumefni alheimsins og hve mörg atóm eru í honum öllum?
Algengasta frumefnið í alheiminum er vetni ‒ léttasta og einfaldasta frumefnið, enda stendur það fremst í lotukerfinu svokallaða. Vetnisfrumeindin samanstendur af einni jákvætt hlaðinni róteind í kjarnanum og einni neikvætt hlaðinni rafeind sem segja má að sveimi um kjarnann. Lítið er um hreint vetni hér á j...
Hver var Jan Hus og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?
Jan Hus, eða Jóhann Húss eins og hann hefur oft verið nefndur hér á landi, fæddist 1369 í héraðinu Husinec í Bæheimi sem nú er hluti Tékklands. Bæheimur var þá sjálfstætt, öflugt konungsríki og eitt af kjörfurstadæmum Hins heilaga rómverska keisaradæmis. Höfuðborgin Prag var annáluð menningarborg og nefnd Hin gull...
Hver var Hugo Grotius og hvert var hans framlag til fræðanna?
Hugo Grotius var einn þeirra andans manna á sautjándu öldinni sem stuðluðu að grundvallarbreytingum á vestrænni menningu. Í dag er hans helst minnst sem lögspekings og þá sérstaklega vegna hugmynda hans um alþjóðalög eða þjóðarétt, en hann skrifaði einnig verk um guðfræði og flestar greinar heimspekinnar. Hann þót...
Hvað eru triggerpunktar eða trigger points?
Því er ekki endilega auðsvarað hvað triggerpunktar (e. trigger points) eru en á íslensku hefur heitið gikkpunktar verið notað um fyrirbærið. Vandinn við að skilgreina gikkpunkta felst meðal annars í því að ýmsum mismunandi fyrirbærum hefur verið gefið þetta heiti og einnig hafa gikkpunktar fengið mismunandi nöfn á...
Af hverju lítur landið okkar út eins og það gerir?
Yfirborð jarðar er í stöðugri mótun og óvíða eru þau ferli hraðari en hér á landi. Í seinni tíð hefur maðurinn að vísu átt stærstan hlut í þeim breytingum sem orðið hafa, en á móti kemur að náttúran hefur haft miklu lengri tíma til sinna verka – og svo mun væntanlega verða í framtíðinni. Við mótun landsins takast ...
Er vaktavinna skaðleg heilsu á einhvern hátt?
Vitað er að almennt hefur vaktavinna áhrif á svefn, líðan og heilsu þeirra sem hana stunda. Það er þó einstaklingsbundið hversu vel fólk nær að aðlagast vaktavinnu eða síbreytilegum vinnutíma. Talið er að einn af hverjum fimm hætti í vaktavinnu af því að hann þolir hana ekki. Það sem virðist skipta mestu máli...
Af hverju eru afbrot kvenna sjaldgæfari en afbrot karla?
Ef opinberar afbrotafræðiskýrslur eru skoðaðar kemur í ljós að konur fremja að jafnaði ekki nema um 10-20% af öllum afbrotum, en hlutfallið er reyndar svolítið breytilegt eftir brotaflokkum. Hvers vegna er tíðnin lægri? Margar kenningar hafa verið settar fram til að skýra hvers vegna konur fremja síður glæpi en ka...
Er guðlast bannað með lögum?
Ekki er að finna ákvæði í almennum lögum settum af Alþingi sem beinlínis bannar guðlast í orðsins fyllstu merkingu. Hins vegar eru ákvæði í 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem lýsir þá athöfn refsiverða sem í daglegu tali kallast guðlast:Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða...
Hvaða hlutverki gegnir tönn náhvalsins?
Náhvalurinn (Monodon monoceros) er hánorræn hvalategund. Náhvalir eru algengastir við strandlengjur Kanada og Grænlands og austur eftir strönd Norður-Rússlands. Þeir sjást einnig undan ströndum Norðaustur-Síberíu og Alaska, en þó mun sjaldnar. Náhvalir finnast sjaldan sunnan við 70. breiddargráðu. Þó hafa náhvalir...
Hvaða rannsóknir hefur Kristjana Stella Blöndal stundað?
Kristjana Stella Blöndal er dósent í meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum beint sjónum að náms- og starfsferli ungmenna og brotthvarfi frá námi sem er óvenjumikið á Íslandi samanborið við Norðurlöndin og flest önnu...
Hver er afstaða vísindanna til tilvistar hraðeinda (tachyons), er hún sönnuð eða bara kenning? Eru til einhverjar kenningar um beislun orkunnar sem þær eru sagðar búa yfir?
Í þessu svari eftir Þorstein Vilhjálmsson er afstaða vísindanna til tachyon-einda, eða hraðeinda, útskýrð. Þorsteinn bendir á að hraðeindir víxlverka ekki við annað efni ef þær eru til á annað borð og við verðum þeirra því ekki vör. Þetta þýðir einnig að ekki er hægt að nota þær til orkuvinnslu því engin leið er a...
Hver var Clifford Geertz og hvert var framlag hans til vísindanna?
Frá upphafi hefur mannfræði lagt áherslu á hugtakið menningu (e. culture) sem huglægt greiningartæki og rannsakað merkingu þess og hinar ýmsu birtingarmyndir. Bandaríski mannfræðingurinn Clifford Geertz er hvað þekktastur fyrir hugmyndir sínar, umfjallanir og útskýringar á þessu hugtaki, en hann leit svo á að menn...
Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?
Í grófum dráttum má skipta svörum þeirra hugsuða sem hafa fjallað um þessa spurningu í tvo flokka: Annars vegar þá sem telja tilganginn búa í lífinu sjálfu; þetta mætti kalla hlutlæg viðhorf. Og hins vegar þá sem halda því fram að það búi enginn tilgangur í lífinu sjálfu heldur verði fólk að búa hann til sjálft; ...
Hvað er átt við með landrekskenningunni og hver eru rökin fyrir henni?
Með „landrekskenningunni" er venjulega átt við þá kenningu sem þýski jarðeðlisfræðingurinn Alfred Wegener (1880-1930) setti fram í bókinni Myndun meginlanda og úthafa árið 1915. Annað afbrigði kenningarinnar kom fram 1964 og nefnist „botnskriðskenning" og loks þriðja afbrigðið 1968, „flekakenning". Meginmunurinn á...